Erfitt að fá stelpur til að dæma Benedikt Bóas skrifar 14. ágúst 2019 16:30 Stephanie Frappart gefur Hicham Benkaid gult spjald sem hann reyndar skilur ekkert í. NordicPhotos/Getty Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir í kvöld viðureign Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbúl. Hún er fyrsta konan til að dæma úrslitaleik hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Frappart dæmdi úrslitaleikinn á HM kvenna og fékk almennt mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína á mótinu. Henni til halds og trausts verða þær Manuela Nicolosi frá Frakklandi og Michelle O’Neill. Fjórði dómarinn er Tyrkinn kunni Cuneyt Cakir, sem dæmdi fyrsta leik Íslands á stórmóti – leikinn gegn Portúgal á EM 2016. „Ég vona að þau gæði sem Stéphanie hefur sýnt á ferli sínum til að ná þessu stigi muni veita milljónum stúlkna og kvenna um Evrópu innblástur,“ sagði forseti UEFA, Aleksander Ceferin, þegar sína tilkynnt var að Frappart mundi dæma leikinn. Frappart dæmdi leik Amiens og RC Strasbourg í frönsku deildinni í apríl og fékk mjög góða dóma. Einn blaðamaður á þeim leik sagði að hún hefði gert fæst mistök á vellinum. Í júní var svo tilkynnt að hún myndi dæma í frönsku deildinni í vetur. Hún er þó ekki fyrsta konan til að dæma karlaleik innan UEFA því Nicole Petignat frá Sviss gerði það nokkrum sinnum frá 2004-2009. Frappart kom hingað til lands árið 2013 og dæmdi leik Þórs/KA gegn Zorkij á Akureyri í Meistaradeild Evrópu sem Þór/KA tapaði 1:2.Karllægur heimur Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, segir að það sé erfitt að fá stelpur til að dæma hér heima. Farið hafi verið í átak til að fá stelpur til að flauta en lítið gengið. Hann segir að kannski þurfi að hugsa hlutina upp á nýtt. „Þegar ég kom inn í þetta á sínum tíma fórum við að hugsa og spá aðeins út fyrir boxið og gera þetta öðruvísi. Reyna að vera með aðra nálgun en KSÍ hefur áður verið með því þetta hefur ekki verið að ganga nógu vel. Það er sérstaklega erfitt að fá stelpur til að dæma. Við höfum verið með sér dómaranámskeið fyrir þær og reynum að hitta bara stelpur og ýmislegt fleira. En það verður að segjast að árangurinn er ekki mikill. Hvers vegna það er, veit ég einfaldlega ekki,“ segir hann. Þóroddur bendir á að það sé ekki aðeins í dómgæslu sem skortur er á konum því í flestu starfi í kringum fótboltann vanti konur. Í slag Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar um formannsembætti KSÍ hafi þessi skortur einmitt oft komið upp í umræðum. Fótboltinn hafi jú alltaf verið karllægur. En Þóroddur vill fá fleiri konur til að dæma og þótt hann viðurkenni að hann sé ekki með lausnina akkúrat núna á því hvernig eigi að fjölga kvendómurum muni hann vinna hart að því að fá fleiri stelpur til að dæma fótboltaleiki. „Fyrsta skrefið fyrir alla þá sem vilja dæma er að gefa sig fram við dómarastjóra síns félags eða við dómarastjóra KSÍ. Við tökum öllum opnum örmum. Við prófuðum, hérna fyrir norðan, að auglýsa sérstaklega námskeið í staðarmiðlinum til að athuga hvort það væru einhverjir sem vildu dæma, en væru ekkert tengdir Þór eða KA. Það virkaði mjög vel. Það sem við höfum verið að gera hefur ekki verið að virka og þá þarf að finna aðrar leiðir – það þýðir ekkert að berja bara hausnum við steininn.“ Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Frakkland Jafnréttismál UEFA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira
Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir í kvöld viðureign Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbúl. Hún er fyrsta konan til að dæma úrslitaleik hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Frappart dæmdi úrslitaleikinn á HM kvenna og fékk almennt mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína á mótinu. Henni til halds og trausts verða þær Manuela Nicolosi frá Frakklandi og Michelle O’Neill. Fjórði dómarinn er Tyrkinn kunni Cuneyt Cakir, sem dæmdi fyrsta leik Íslands á stórmóti – leikinn gegn Portúgal á EM 2016. „Ég vona að þau gæði sem Stéphanie hefur sýnt á ferli sínum til að ná þessu stigi muni veita milljónum stúlkna og kvenna um Evrópu innblástur,“ sagði forseti UEFA, Aleksander Ceferin, þegar sína tilkynnt var að Frappart mundi dæma leikinn. Frappart dæmdi leik Amiens og RC Strasbourg í frönsku deildinni í apríl og fékk mjög góða dóma. Einn blaðamaður á þeim leik sagði að hún hefði gert fæst mistök á vellinum. Í júní var svo tilkynnt að hún myndi dæma í frönsku deildinni í vetur. Hún er þó ekki fyrsta konan til að dæma karlaleik innan UEFA því Nicole Petignat frá Sviss gerði það nokkrum sinnum frá 2004-2009. Frappart kom hingað til lands árið 2013 og dæmdi leik Þórs/KA gegn Zorkij á Akureyri í Meistaradeild Evrópu sem Þór/KA tapaði 1:2.Karllægur heimur Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, segir að það sé erfitt að fá stelpur til að dæma hér heima. Farið hafi verið í átak til að fá stelpur til að flauta en lítið gengið. Hann segir að kannski þurfi að hugsa hlutina upp á nýtt. „Þegar ég kom inn í þetta á sínum tíma fórum við að hugsa og spá aðeins út fyrir boxið og gera þetta öðruvísi. Reyna að vera með aðra nálgun en KSÍ hefur áður verið með því þetta hefur ekki verið að ganga nógu vel. Það er sérstaklega erfitt að fá stelpur til að dæma. Við höfum verið með sér dómaranámskeið fyrir þær og reynum að hitta bara stelpur og ýmislegt fleira. En það verður að segjast að árangurinn er ekki mikill. Hvers vegna það er, veit ég einfaldlega ekki,“ segir hann. Þóroddur bendir á að það sé ekki aðeins í dómgæslu sem skortur er á konum því í flestu starfi í kringum fótboltann vanti konur. Í slag Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar um formannsembætti KSÍ hafi þessi skortur einmitt oft komið upp í umræðum. Fótboltinn hafi jú alltaf verið karllægur. En Þóroddur vill fá fleiri konur til að dæma og þótt hann viðurkenni að hann sé ekki með lausnina akkúrat núna á því hvernig eigi að fjölga kvendómurum muni hann vinna hart að því að fá fleiri stelpur til að dæma fótboltaleiki. „Fyrsta skrefið fyrir alla þá sem vilja dæma er að gefa sig fram við dómarastjóra síns félags eða við dómarastjóra KSÍ. Við tökum öllum opnum örmum. Við prófuðum, hérna fyrir norðan, að auglýsa sérstaklega námskeið í staðarmiðlinum til að athuga hvort það væru einhverjir sem vildu dæma, en væru ekkert tengdir Þór eða KA. Það virkaði mjög vel. Það sem við höfum verið að gera hefur ekki verið að virka og þá þarf að finna aðrar leiðir – það þýðir ekkert að berja bara hausnum við steininn.“
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Frakkland Jafnréttismál UEFA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Sjá meira