Brúin yfir gjána Bjarni Snæbjörn Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 17:16 Stefnumótun finnst flestum ánægjuleg athöfn, þeim sem þátt taka í slíku ferli. Horft er til framtíðar, bjartsýnisgleraugun sett upp og spennandi framtíðarsýn skilgreind þar sem áherslan er á tækifærin og möguleikana. Stefnan er síðan útfærð með tilliti til þess hvernig þessi tækifæri verða best nýtt. Allt mjög skemmtilegt.Þegar síðan kemur að því að framkvæma öll þau áhugaverðu plön sem stefnumótunin framkallar, kemur gjarnan annað hljóð í strokkinn. Þá er eins og myndist gjá á milli mótunar og framkvæmdar stefnu; eiginlega líkt og verður á milli draums og veruleika. Þegar að framkvæmdinni kemur, þurfa stjórnendur og starfsmenn að hverfa frá daglegu amstri í lengri og skemmri tíma, til þess að búa í haginn fyrir breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að koma planinu í framkvæmd. Slíkar breytingar taka tíma og valda oft sársauka og spennu.Fleiri þurfa að koma að málum sem hægir á þannig að framkvæmdahlutinn verður stjórnendum og starfsfólki meiriháttar stressvaldur í ljósi þess að mörg áríðandi mál í daglegu amstri bíða úrlausnar. Enda hefur það sýnt sig æ ofan í æ, að það sem klikkar gjarnan í stefnumótun, er að byggja brúna á milli mótunar og innleiðingar stefnu.Á ráðstefnu sem haldin verður 23. september næstkomandi verður einmitt áherslan á innleiðingu á stefnu. Um hanamá lesa nánar á www.boldstrategysummit.comSérstaklega verður litið til þess hvaða grundvallarþýðingu hin svokallaða 4. iðnbylting hefur á vinnubrögð við mótun og innleiðingu stefnu. Ekki er vanþörf á, því þessum hlutum hefur verið gefinn alltof lítill gaumur í umræðunni. Oft var þörf en nú er klárlega nauðsyn í ljósi þess að hraðvirk og ekki síður sveigjanleg innleiðing stefnu í sífellt flóknara og breytilegra umhverfi muni skera úr um lifendur og dauða.Tapað fé vegna skorts á innleiðingu Einn fyrirlesaranna á ráðstefnunni verður fulltrúi Brightline Inititave, www.brightline.org sem sérhæfir sig í rannsóknum og umfjöllun á bestu aðferðum og nýjungum á sviði innleiðingar á stefnu. Brightline gerði nýverið könnun á árangri í innleiðingu á stefnu meðal 500 stjórnenda stórfyrirtækja víða um heim. Niðurstöður komu ekki á óvart. Meirihluti svarenda töldu viðvarandi vandamál að innleiða fyrirliggjandi stefnu með árangri. 59% viðurkenndu að innan fyrirtækis þeirra „kæmu oft upp vandræði þegar brúa þyrfti bilið á milli stefnumótunar og daglegra verkefna og breytinga sem henni fylgja og krefjast athygli stjórnenda og starfsmanna“. Raunar hefur það einnig verið rannsakað að á hverri mínútu fara að meðaltali til spillis 3 milljónir dollara vegna misheppnaðrar innleiðingar á stefnu. Lítum á nokkrar niðurstöður úr rannsókn Brightline og fleiri aðila sem hafa rannsakað þessi mál nýlega: • Aðeins um 11% fyrirtækja nýta formleg og stafræn stjórntæki til þess að fylgja eftir innleiðingu á stefnuverkefnum og þeim árangri sem þeim er ætlað að skila, á sama tíma og þau nota öll þesskonar stjórntæki til eftirlits fjárhagsáætlana. • 92% fyrirtækja vakta ekki með heildrænum hætti þá lykilárangursmælikvarða sem eru leiðandi um framtíðarárangur. Flest láta sér nægja fjárhagslega mælikvarða og þá mælikvarða aðra sem eru aðgengilegir hverju sinni. Eigi að síður telja 85% stjórnenda að árangursrík framkvæmd stefnu sé lykilatriði til þess að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækja og 80% stjórnenda telja þörf fyrir betri aðferðir og stjórntæki til þess að fylgja eftir innleiðingu stefnu og tilheyrandi árangri. Athyglisvert! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Vinnumarkaður Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Stefnumótun finnst flestum ánægjuleg athöfn, þeim sem þátt taka í slíku ferli. Horft er til framtíðar, bjartsýnisgleraugun sett upp og spennandi framtíðarsýn skilgreind þar sem áherslan er á tækifærin og möguleikana. Stefnan er síðan útfærð með tilliti til þess hvernig þessi tækifæri verða best nýtt. Allt mjög skemmtilegt.Þegar síðan kemur að því að framkvæma öll þau áhugaverðu plön sem stefnumótunin framkallar, kemur gjarnan annað hljóð í strokkinn. Þá er eins og myndist gjá á milli mótunar og framkvæmdar stefnu; eiginlega líkt og verður á milli draums og veruleika. Þegar að framkvæmdinni kemur, þurfa stjórnendur og starfsmenn að hverfa frá daglegu amstri í lengri og skemmri tíma, til þess að búa í haginn fyrir breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að koma planinu í framkvæmd. Slíkar breytingar taka tíma og valda oft sársauka og spennu.Fleiri þurfa að koma að málum sem hægir á þannig að framkvæmdahlutinn verður stjórnendum og starfsfólki meiriháttar stressvaldur í ljósi þess að mörg áríðandi mál í daglegu amstri bíða úrlausnar. Enda hefur það sýnt sig æ ofan í æ, að það sem klikkar gjarnan í stefnumótun, er að byggja brúna á milli mótunar og innleiðingar stefnu.Á ráðstefnu sem haldin verður 23. september næstkomandi verður einmitt áherslan á innleiðingu á stefnu. Um hanamá lesa nánar á www.boldstrategysummit.comSérstaklega verður litið til þess hvaða grundvallarþýðingu hin svokallaða 4. iðnbylting hefur á vinnubrögð við mótun og innleiðingu stefnu. Ekki er vanþörf á, því þessum hlutum hefur verið gefinn alltof lítill gaumur í umræðunni. Oft var þörf en nú er klárlega nauðsyn í ljósi þess að hraðvirk og ekki síður sveigjanleg innleiðing stefnu í sífellt flóknara og breytilegra umhverfi muni skera úr um lifendur og dauða.Tapað fé vegna skorts á innleiðingu Einn fyrirlesaranna á ráðstefnunni verður fulltrúi Brightline Inititave, www.brightline.org sem sérhæfir sig í rannsóknum og umfjöllun á bestu aðferðum og nýjungum á sviði innleiðingar á stefnu. Brightline gerði nýverið könnun á árangri í innleiðingu á stefnu meðal 500 stjórnenda stórfyrirtækja víða um heim. Niðurstöður komu ekki á óvart. Meirihluti svarenda töldu viðvarandi vandamál að innleiða fyrirliggjandi stefnu með árangri. 59% viðurkenndu að innan fyrirtækis þeirra „kæmu oft upp vandræði þegar brúa þyrfti bilið á milli stefnumótunar og daglegra verkefna og breytinga sem henni fylgja og krefjast athygli stjórnenda og starfsmanna“. Raunar hefur það einnig verið rannsakað að á hverri mínútu fara að meðaltali til spillis 3 milljónir dollara vegna misheppnaðrar innleiðingar á stefnu. Lítum á nokkrar niðurstöður úr rannsókn Brightline og fleiri aðila sem hafa rannsakað þessi mál nýlega: • Aðeins um 11% fyrirtækja nýta formleg og stafræn stjórntæki til þess að fylgja eftir innleiðingu á stefnuverkefnum og þeim árangri sem þeim er ætlað að skila, á sama tíma og þau nota öll þesskonar stjórntæki til eftirlits fjárhagsáætlana. • 92% fyrirtækja vakta ekki með heildrænum hætti þá lykilárangursmælikvarða sem eru leiðandi um framtíðarárangur. Flest láta sér nægja fjárhagslega mælikvarða og þá mælikvarða aðra sem eru aðgengilegir hverju sinni. Eigi að síður telja 85% stjórnenda að árangursrík framkvæmd stefnu sé lykilatriði til þess að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækja og 80% stjórnenda telja þörf fyrir betri aðferðir og stjórntæki til þess að fylgja eftir innleiðingu stefnu og tilheyrandi árangri. Athyglisvert!
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar