Brúin yfir gjána Bjarni Snæbjörn Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 17:16 Stefnumótun finnst flestum ánægjuleg athöfn, þeim sem þátt taka í slíku ferli. Horft er til framtíðar, bjartsýnisgleraugun sett upp og spennandi framtíðarsýn skilgreind þar sem áherslan er á tækifærin og möguleikana. Stefnan er síðan útfærð með tilliti til þess hvernig þessi tækifæri verða best nýtt. Allt mjög skemmtilegt.Þegar síðan kemur að því að framkvæma öll þau áhugaverðu plön sem stefnumótunin framkallar, kemur gjarnan annað hljóð í strokkinn. Þá er eins og myndist gjá á milli mótunar og framkvæmdar stefnu; eiginlega líkt og verður á milli draums og veruleika. Þegar að framkvæmdinni kemur, þurfa stjórnendur og starfsmenn að hverfa frá daglegu amstri í lengri og skemmri tíma, til þess að búa í haginn fyrir breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að koma planinu í framkvæmd. Slíkar breytingar taka tíma og valda oft sársauka og spennu.Fleiri þurfa að koma að málum sem hægir á þannig að framkvæmdahlutinn verður stjórnendum og starfsfólki meiriháttar stressvaldur í ljósi þess að mörg áríðandi mál í daglegu amstri bíða úrlausnar. Enda hefur það sýnt sig æ ofan í æ, að það sem klikkar gjarnan í stefnumótun, er að byggja brúna á milli mótunar og innleiðingar stefnu.Á ráðstefnu sem haldin verður 23. september næstkomandi verður einmitt áherslan á innleiðingu á stefnu. Um hanamá lesa nánar á www.boldstrategysummit.comSérstaklega verður litið til þess hvaða grundvallarþýðingu hin svokallaða 4. iðnbylting hefur á vinnubrögð við mótun og innleiðingu stefnu. Ekki er vanþörf á, því þessum hlutum hefur verið gefinn alltof lítill gaumur í umræðunni. Oft var þörf en nú er klárlega nauðsyn í ljósi þess að hraðvirk og ekki síður sveigjanleg innleiðing stefnu í sífellt flóknara og breytilegra umhverfi muni skera úr um lifendur og dauða.Tapað fé vegna skorts á innleiðingu Einn fyrirlesaranna á ráðstefnunni verður fulltrúi Brightline Inititave, www.brightline.org sem sérhæfir sig í rannsóknum og umfjöllun á bestu aðferðum og nýjungum á sviði innleiðingar á stefnu. Brightline gerði nýverið könnun á árangri í innleiðingu á stefnu meðal 500 stjórnenda stórfyrirtækja víða um heim. Niðurstöður komu ekki á óvart. Meirihluti svarenda töldu viðvarandi vandamál að innleiða fyrirliggjandi stefnu með árangri. 59% viðurkenndu að innan fyrirtækis þeirra „kæmu oft upp vandræði þegar brúa þyrfti bilið á milli stefnumótunar og daglegra verkefna og breytinga sem henni fylgja og krefjast athygli stjórnenda og starfsmanna“. Raunar hefur það einnig verið rannsakað að á hverri mínútu fara að meðaltali til spillis 3 milljónir dollara vegna misheppnaðrar innleiðingar á stefnu. Lítum á nokkrar niðurstöður úr rannsókn Brightline og fleiri aðila sem hafa rannsakað þessi mál nýlega: • Aðeins um 11% fyrirtækja nýta formleg og stafræn stjórntæki til þess að fylgja eftir innleiðingu á stefnuverkefnum og þeim árangri sem þeim er ætlað að skila, á sama tíma og þau nota öll þesskonar stjórntæki til eftirlits fjárhagsáætlana. • 92% fyrirtækja vakta ekki með heildrænum hætti þá lykilárangursmælikvarða sem eru leiðandi um framtíðarárangur. Flest láta sér nægja fjárhagslega mælikvarða og þá mælikvarða aðra sem eru aðgengilegir hverju sinni. Eigi að síður telja 85% stjórnenda að árangursrík framkvæmd stefnu sé lykilatriði til þess að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækja og 80% stjórnenda telja þörf fyrir betri aðferðir og stjórntæki til þess að fylgja eftir innleiðingu stefnu og tilheyrandi árangri. Athyglisvert! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Vinnumarkaður Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Stefnumótun finnst flestum ánægjuleg athöfn, þeim sem þátt taka í slíku ferli. Horft er til framtíðar, bjartsýnisgleraugun sett upp og spennandi framtíðarsýn skilgreind þar sem áherslan er á tækifærin og möguleikana. Stefnan er síðan útfærð með tilliti til þess hvernig þessi tækifæri verða best nýtt. Allt mjög skemmtilegt.Þegar síðan kemur að því að framkvæma öll þau áhugaverðu plön sem stefnumótunin framkallar, kemur gjarnan annað hljóð í strokkinn. Þá er eins og myndist gjá á milli mótunar og framkvæmdar stefnu; eiginlega líkt og verður á milli draums og veruleika. Þegar að framkvæmdinni kemur, þurfa stjórnendur og starfsmenn að hverfa frá daglegu amstri í lengri og skemmri tíma, til þess að búa í haginn fyrir breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að koma planinu í framkvæmd. Slíkar breytingar taka tíma og valda oft sársauka og spennu.Fleiri þurfa að koma að málum sem hægir á þannig að framkvæmdahlutinn verður stjórnendum og starfsfólki meiriháttar stressvaldur í ljósi þess að mörg áríðandi mál í daglegu amstri bíða úrlausnar. Enda hefur það sýnt sig æ ofan í æ, að það sem klikkar gjarnan í stefnumótun, er að byggja brúna á milli mótunar og innleiðingar stefnu.Á ráðstefnu sem haldin verður 23. september næstkomandi verður einmitt áherslan á innleiðingu á stefnu. Um hanamá lesa nánar á www.boldstrategysummit.comSérstaklega verður litið til þess hvaða grundvallarþýðingu hin svokallaða 4. iðnbylting hefur á vinnubrögð við mótun og innleiðingu stefnu. Ekki er vanþörf á, því þessum hlutum hefur verið gefinn alltof lítill gaumur í umræðunni. Oft var þörf en nú er klárlega nauðsyn í ljósi þess að hraðvirk og ekki síður sveigjanleg innleiðing stefnu í sífellt flóknara og breytilegra umhverfi muni skera úr um lifendur og dauða.Tapað fé vegna skorts á innleiðingu Einn fyrirlesaranna á ráðstefnunni verður fulltrúi Brightline Inititave, www.brightline.org sem sérhæfir sig í rannsóknum og umfjöllun á bestu aðferðum og nýjungum á sviði innleiðingar á stefnu. Brightline gerði nýverið könnun á árangri í innleiðingu á stefnu meðal 500 stjórnenda stórfyrirtækja víða um heim. Niðurstöður komu ekki á óvart. Meirihluti svarenda töldu viðvarandi vandamál að innleiða fyrirliggjandi stefnu með árangri. 59% viðurkenndu að innan fyrirtækis þeirra „kæmu oft upp vandræði þegar brúa þyrfti bilið á milli stefnumótunar og daglegra verkefna og breytinga sem henni fylgja og krefjast athygli stjórnenda og starfsmanna“. Raunar hefur það einnig verið rannsakað að á hverri mínútu fara að meðaltali til spillis 3 milljónir dollara vegna misheppnaðrar innleiðingar á stefnu. Lítum á nokkrar niðurstöður úr rannsókn Brightline og fleiri aðila sem hafa rannsakað þessi mál nýlega: • Aðeins um 11% fyrirtækja nýta formleg og stafræn stjórntæki til þess að fylgja eftir innleiðingu á stefnuverkefnum og þeim árangri sem þeim er ætlað að skila, á sama tíma og þau nota öll þesskonar stjórntæki til eftirlits fjárhagsáætlana. • 92% fyrirtækja vakta ekki með heildrænum hætti þá lykilárangursmælikvarða sem eru leiðandi um framtíðarárangur. Flest láta sér nægja fjárhagslega mælikvarða og þá mælikvarða aðra sem eru aðgengilegir hverju sinni. Eigi að síður telja 85% stjórnenda að árangursrík framkvæmd stefnu sé lykilatriði til þess að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækja og 80% stjórnenda telja þörf fyrir betri aðferðir og stjórntæki til þess að fylgja eftir innleiðingu stefnu og tilheyrandi árangri. Athyglisvert!
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun