Brúin yfir gjána Bjarni Snæbjörn Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 17:16 Stefnumótun finnst flestum ánægjuleg athöfn, þeim sem þátt taka í slíku ferli. Horft er til framtíðar, bjartsýnisgleraugun sett upp og spennandi framtíðarsýn skilgreind þar sem áherslan er á tækifærin og möguleikana. Stefnan er síðan útfærð með tilliti til þess hvernig þessi tækifæri verða best nýtt. Allt mjög skemmtilegt.Þegar síðan kemur að því að framkvæma öll þau áhugaverðu plön sem stefnumótunin framkallar, kemur gjarnan annað hljóð í strokkinn. Þá er eins og myndist gjá á milli mótunar og framkvæmdar stefnu; eiginlega líkt og verður á milli draums og veruleika. Þegar að framkvæmdinni kemur, þurfa stjórnendur og starfsmenn að hverfa frá daglegu amstri í lengri og skemmri tíma, til þess að búa í haginn fyrir breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að koma planinu í framkvæmd. Slíkar breytingar taka tíma og valda oft sársauka og spennu.Fleiri þurfa að koma að málum sem hægir á þannig að framkvæmdahlutinn verður stjórnendum og starfsfólki meiriháttar stressvaldur í ljósi þess að mörg áríðandi mál í daglegu amstri bíða úrlausnar. Enda hefur það sýnt sig æ ofan í æ, að það sem klikkar gjarnan í stefnumótun, er að byggja brúna á milli mótunar og innleiðingar stefnu.Á ráðstefnu sem haldin verður 23. september næstkomandi verður einmitt áherslan á innleiðingu á stefnu. Um hanamá lesa nánar á www.boldstrategysummit.comSérstaklega verður litið til þess hvaða grundvallarþýðingu hin svokallaða 4. iðnbylting hefur á vinnubrögð við mótun og innleiðingu stefnu. Ekki er vanþörf á, því þessum hlutum hefur verið gefinn alltof lítill gaumur í umræðunni. Oft var þörf en nú er klárlega nauðsyn í ljósi þess að hraðvirk og ekki síður sveigjanleg innleiðing stefnu í sífellt flóknara og breytilegra umhverfi muni skera úr um lifendur og dauða.Tapað fé vegna skorts á innleiðingu Einn fyrirlesaranna á ráðstefnunni verður fulltrúi Brightline Inititave, www.brightline.org sem sérhæfir sig í rannsóknum og umfjöllun á bestu aðferðum og nýjungum á sviði innleiðingar á stefnu. Brightline gerði nýverið könnun á árangri í innleiðingu á stefnu meðal 500 stjórnenda stórfyrirtækja víða um heim. Niðurstöður komu ekki á óvart. Meirihluti svarenda töldu viðvarandi vandamál að innleiða fyrirliggjandi stefnu með árangri. 59% viðurkenndu að innan fyrirtækis þeirra „kæmu oft upp vandræði þegar brúa þyrfti bilið á milli stefnumótunar og daglegra verkefna og breytinga sem henni fylgja og krefjast athygli stjórnenda og starfsmanna“. Raunar hefur það einnig verið rannsakað að á hverri mínútu fara að meðaltali til spillis 3 milljónir dollara vegna misheppnaðrar innleiðingar á stefnu. Lítum á nokkrar niðurstöður úr rannsókn Brightline og fleiri aðila sem hafa rannsakað þessi mál nýlega: • Aðeins um 11% fyrirtækja nýta formleg og stafræn stjórntæki til þess að fylgja eftir innleiðingu á stefnuverkefnum og þeim árangri sem þeim er ætlað að skila, á sama tíma og þau nota öll þesskonar stjórntæki til eftirlits fjárhagsáætlana. • 92% fyrirtækja vakta ekki með heildrænum hætti þá lykilárangursmælikvarða sem eru leiðandi um framtíðarárangur. Flest láta sér nægja fjárhagslega mælikvarða og þá mælikvarða aðra sem eru aðgengilegir hverju sinni. Eigi að síður telja 85% stjórnenda að árangursrík framkvæmd stefnu sé lykilatriði til þess að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækja og 80% stjórnenda telja þörf fyrir betri aðferðir og stjórntæki til þess að fylgja eftir innleiðingu stefnu og tilheyrandi árangri. Athyglisvert! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Vinnumarkaður Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Stefnumótun finnst flestum ánægjuleg athöfn, þeim sem þátt taka í slíku ferli. Horft er til framtíðar, bjartsýnisgleraugun sett upp og spennandi framtíðarsýn skilgreind þar sem áherslan er á tækifærin og möguleikana. Stefnan er síðan útfærð með tilliti til þess hvernig þessi tækifæri verða best nýtt. Allt mjög skemmtilegt.Þegar síðan kemur að því að framkvæma öll þau áhugaverðu plön sem stefnumótunin framkallar, kemur gjarnan annað hljóð í strokkinn. Þá er eins og myndist gjá á milli mótunar og framkvæmdar stefnu; eiginlega líkt og verður á milli draums og veruleika. Þegar að framkvæmdinni kemur, þurfa stjórnendur og starfsmenn að hverfa frá daglegu amstri í lengri og skemmri tíma, til þess að búa í haginn fyrir breytingar sem nauðsynlegar eru til þess að koma planinu í framkvæmd. Slíkar breytingar taka tíma og valda oft sársauka og spennu.Fleiri þurfa að koma að málum sem hægir á þannig að framkvæmdahlutinn verður stjórnendum og starfsfólki meiriháttar stressvaldur í ljósi þess að mörg áríðandi mál í daglegu amstri bíða úrlausnar. Enda hefur það sýnt sig æ ofan í æ, að það sem klikkar gjarnan í stefnumótun, er að byggja brúna á milli mótunar og innleiðingar stefnu.Á ráðstefnu sem haldin verður 23. september næstkomandi verður einmitt áherslan á innleiðingu á stefnu. Um hanamá lesa nánar á www.boldstrategysummit.comSérstaklega verður litið til þess hvaða grundvallarþýðingu hin svokallaða 4. iðnbylting hefur á vinnubrögð við mótun og innleiðingu stefnu. Ekki er vanþörf á, því þessum hlutum hefur verið gefinn alltof lítill gaumur í umræðunni. Oft var þörf en nú er klárlega nauðsyn í ljósi þess að hraðvirk og ekki síður sveigjanleg innleiðing stefnu í sífellt flóknara og breytilegra umhverfi muni skera úr um lifendur og dauða.Tapað fé vegna skorts á innleiðingu Einn fyrirlesaranna á ráðstefnunni verður fulltrúi Brightline Inititave, www.brightline.org sem sérhæfir sig í rannsóknum og umfjöllun á bestu aðferðum og nýjungum á sviði innleiðingar á stefnu. Brightline gerði nýverið könnun á árangri í innleiðingu á stefnu meðal 500 stjórnenda stórfyrirtækja víða um heim. Niðurstöður komu ekki á óvart. Meirihluti svarenda töldu viðvarandi vandamál að innleiða fyrirliggjandi stefnu með árangri. 59% viðurkenndu að innan fyrirtækis þeirra „kæmu oft upp vandræði þegar brúa þyrfti bilið á milli stefnumótunar og daglegra verkefna og breytinga sem henni fylgja og krefjast athygli stjórnenda og starfsmanna“. Raunar hefur það einnig verið rannsakað að á hverri mínútu fara að meðaltali til spillis 3 milljónir dollara vegna misheppnaðrar innleiðingar á stefnu. Lítum á nokkrar niðurstöður úr rannsókn Brightline og fleiri aðila sem hafa rannsakað þessi mál nýlega: • Aðeins um 11% fyrirtækja nýta formleg og stafræn stjórntæki til þess að fylgja eftir innleiðingu á stefnuverkefnum og þeim árangri sem þeim er ætlað að skila, á sama tíma og þau nota öll þesskonar stjórntæki til eftirlits fjárhagsáætlana. • 92% fyrirtækja vakta ekki með heildrænum hætti þá lykilárangursmælikvarða sem eru leiðandi um framtíðarárangur. Flest láta sér nægja fjárhagslega mælikvarða og þá mælikvarða aðra sem eru aðgengilegir hverju sinni. Eigi að síður telja 85% stjórnenda að árangursrík framkvæmd stefnu sé lykilatriði til þess að tryggja samkeppnishæfni fyrirtækja og 80% stjórnenda telja þörf fyrir betri aðferðir og stjórntæki til þess að fylgja eftir innleiðingu stefnu og tilheyrandi árangri. Athyglisvert!
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun