Flýtimeðferð samþykkt í máli landeigenda gegn Vesturverki og Árneshreppi Andri Eysteinsson skrifar 12. ágúst 2019 10:38 Hvalá á Ströndum sem stendur til að virkja. mynd/tómas guðbjartsson Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendum. Vesturverk fékk í júní síðastliðnum framkvæmdaleyfi vegna vinnu að Hvalárvirkjun á Ófeigsfjarðarheiði. Á meðal fyrirhugaðra framkvæmda er vinna við að leggja veg að Eyvindarfjarðarvatni sem er í landi Drangavíkur. Í tilkynningu eigenda lands Drangavíkur segir að leyfið byggi á því að Eyvindarfjarðarvatni tilheyri nágrannajörðinni Engjanesi sem er í eigu Felix von Longo-Lieberstein. Ekki var fallist á kröfu landeigenda um að framkvæmdir yrðu stöðvaðar en kært var til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landeigendur telja nú eðlilegast að dómstólar fjalli um ágreiningsatriði málsins. Farið var fram á flýtimeðferð og verður dómsmálið þingfest síðar í vikunni. „Við teljum svo alvarlega galla á efni og málsmeðferð aðalskipulags, aðalskipulagsbreytingar, deiliskipulags og öllum undirbúningi framkvæmdaleyfis vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar að ógilda eigi leyfið og deiliskipulagið. Byggjum við kröfur okkar í dómsmálinu að mestu á sömu rökum og við byggðum kæru okkar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í júní síðastliðnum,“ segir í tilkynningu frá eigendum 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum. Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Dómsmál Tengdar fréttir Hvalá í Ófeigsfirði komin á kortið sem áfangastaður Áhugi fólks á að skoða umhverfi Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefur stóraukist, ef marka má þann jeppafjölda sem sést hefur aka þessa torfæru leið að undanförnu. 31. júlí 2019 16:31 Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. 21. júlí 2019 10:53 Kortlagning víðerna hindri Hvalárvirkjun Náttúruverndarsinnar hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kortlagningu óbyggðra og ósnortinna víðerna hingað til lands með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum á Vestfjörðum. 31. júlí 2019 09:00 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Sjá meira
Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendum. Vesturverk fékk í júní síðastliðnum framkvæmdaleyfi vegna vinnu að Hvalárvirkjun á Ófeigsfjarðarheiði. Á meðal fyrirhugaðra framkvæmda er vinna við að leggja veg að Eyvindarfjarðarvatni sem er í landi Drangavíkur. Í tilkynningu eigenda lands Drangavíkur segir að leyfið byggi á því að Eyvindarfjarðarvatni tilheyri nágrannajörðinni Engjanesi sem er í eigu Felix von Longo-Lieberstein. Ekki var fallist á kröfu landeigenda um að framkvæmdir yrðu stöðvaðar en kært var til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landeigendur telja nú eðlilegast að dómstólar fjalli um ágreiningsatriði málsins. Farið var fram á flýtimeðferð og verður dómsmálið þingfest síðar í vikunni. „Við teljum svo alvarlega galla á efni og málsmeðferð aðalskipulags, aðalskipulagsbreytingar, deiliskipulags og öllum undirbúningi framkvæmdaleyfis vegna fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar að ógilda eigi leyfið og deiliskipulagið. Byggjum við kröfur okkar í dómsmálinu að mestu á sömu rökum og við byggðum kæru okkar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í júní síðastliðnum,“ segir í tilkynningu frá eigendum 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum.
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Dómsmál Tengdar fréttir Hvalá í Ófeigsfirði komin á kortið sem áfangastaður Áhugi fólks á að skoða umhverfi Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefur stóraukist, ef marka má þann jeppafjölda sem sést hefur aka þessa torfæru leið að undanförnu. 31. júlí 2019 16:31 Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. 21. júlí 2019 10:53 Kortlagning víðerna hindri Hvalárvirkjun Náttúruverndarsinnar hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kortlagningu óbyggðra og ósnortinna víðerna hingað til lands með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum á Vestfjörðum. 31. júlí 2019 09:00 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Innlent Fleiri fréttir Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Sjá meira
Hvalá í Ófeigsfirði komin á kortið sem áfangastaður Áhugi fólks á að skoða umhverfi Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefur stóraukist, ef marka má þann jeppafjölda sem sést hefur aka þessa torfæru leið að undanförnu. 31. júlí 2019 16:31
Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. 21. júlí 2019 10:53
Kortlagning víðerna hindri Hvalárvirkjun Náttúruverndarsinnar hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kortlagningu óbyggðra og ósnortinna víðerna hingað til lands með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum á Vestfjörðum. 31. júlí 2019 09:00
Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30