Gere segir ítölsk stjórnvöld skrímslavæða flóttafólk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 14:58 Richard Gere er mjög gagnrýninn á ítölsk stjórnvöld vegna innflytjendastefnu. AP/Valerio Nicolosi Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. Hann sagði ríkið þurfa að hætta að skrímslavæða fólk.Gere sýnir flóttafólki mynd af kornabarni sínu.APGere fór um borð í skipið á föstudag og flutti með sér birgðir fyrir fólkið sem hafði ekki komist í land í meira en viku.Sjá einnig: Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetuMatteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu, svaraði Gere og sagði hann eiga að taka flóttamennina 160 aftur til Hollywood. Gere, sem heimsótti Open Arms skipið til að sýna stuðning sinn, tók þátt í blaðamannafundi á ítölsku eyjunni Lampedusa og krafðist þess að flóttafólkið fengi að stíga á land. Hann líkti Salvini, sem er bæði aðstoðarforsætisráðherra og innanríkisráðherra og hefur ítrekað komið í veg fyrir að flóttamannaskip leggist að landi á Ítalíu, við Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir innflytjendastefnu sína.Matteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu, var harðorður í garð Gere.AP/Carmelo Imbesi„Við höfum okkar eigin vandamál með flóttafólk frá Hondúras, Salvador, Nicaragua, Mexíkó… það er mjög svipað því sem er í gangi hér,“ sagði hann og sakaði stjórnmálamenn, bæði á Ítalíu og í Bandaríkjunum, um að skrímslavæða flóttafólk. „Þetta þarf að stöðva alls staðar á plánetunni eins og skot. Og þetta mun staðna ef við segjum stopp,“ bætti hann við. Það tók Salvini ekki langan tíma að svara: „Við þökkum þessum gjafmilda milljónamæringi sem hefur áhyggjur af örlögum flóttafólksins á Open Arms: hann getur tekið allt fólkið á bátnum aftur til Hollywood á einkaþotunni sinni og leift þeim að vera í öllum einbýlishúsunum sínum. Takk fyrir Richard!“ sagði hann í yfirlýsingu. Salvini hefur komið á hömlum á að góðgerðar- og björgunarbátar flytji flóttafólk sem hefur verið bjargað á sjó til Ítalíu. Flóttamenn Hollywood Ítalía Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Hollywoodstjarnan Richard Gere kallaði á hjálp ítalskra yfirvalda til að aðstoða flóttafólk sem hefur verið haldið á spænskum björgunarbáti á Miðjarðarhafinu í meira en viku. Hann sagði ríkið þurfa að hætta að skrímslavæða fólk.Gere sýnir flóttafólki mynd af kornabarni sínu.APGere fór um borð í skipið á föstudag og flutti með sér birgðir fyrir fólkið sem hafði ekki komist í land í meira en viku.Sjá einnig: Richard Gere færði flóttafólki birgðir eftir viku kyrrsetuMatteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu, svaraði Gere og sagði hann eiga að taka flóttamennina 160 aftur til Hollywood. Gere, sem heimsótti Open Arms skipið til að sýna stuðning sinn, tók þátt í blaðamannafundi á ítölsku eyjunni Lampedusa og krafðist þess að flóttafólkið fengi að stíga á land. Hann líkti Salvini, sem er bæði aðstoðarforsætisráðherra og innanríkisráðherra og hefur ítrekað komið í veg fyrir að flóttamannaskip leggist að landi á Ítalíu, við Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir innflytjendastefnu sína.Matteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu, var harðorður í garð Gere.AP/Carmelo Imbesi„Við höfum okkar eigin vandamál með flóttafólk frá Hondúras, Salvador, Nicaragua, Mexíkó… það er mjög svipað því sem er í gangi hér,“ sagði hann og sakaði stjórnmálamenn, bæði á Ítalíu og í Bandaríkjunum, um að skrímslavæða flóttafólk. „Þetta þarf að stöðva alls staðar á plánetunni eins og skot. Og þetta mun staðna ef við segjum stopp,“ bætti hann við. Það tók Salvini ekki langan tíma að svara: „Við þökkum þessum gjafmilda milljónamæringi sem hefur áhyggjur af örlögum flóttafólksins á Open Arms: hann getur tekið allt fólkið á bátnum aftur til Hollywood á einkaþotunni sinni og leift þeim að vera í öllum einbýlishúsunum sínum. Takk fyrir Richard!“ sagði hann í yfirlýsingu. Salvini hefur komið á hömlum á að góðgerðar- og björgunarbátar flytji flóttafólk sem hefur verið bjargað á sjó til Ítalíu.
Flóttamenn Hollywood Ítalía Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira