„Síðasta þorskastríð við Ísland endaði ekki vel“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2019 15:15 Chris Davies hefur tjáð sig mikið að undanförnu um makrílkvóta Íslendinga. Fréttablaðið/GVA Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, vill að samráð komist á milli strandríkja í Atlantshafi um makrílkvóta áður en Bretland yfirgefur ESB. Hann óttast að þá muni Bretar standa einir eftir í deilu við Íslendinga. Sögulega séð hafi það ekki reynst Bretum vel. Að undanförnu hefur verið fjallað um ósætti skoskra sjómanna við ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. Davies hefur að undanförnu fundað með sjómannasamtökum í Bretlandi og viðrað sjónarmið þeirra í fjölmiðlum.Í viðtalið við breska fjölmiðilinn i segir Davies að hann muni funda með Framkvæmdastjórn ESB þann 4. september þar sem meðal annars verði rætt hvort grípa þurfi til refsiaðgerða gagnvart Íslandi vegna hinnar einhliða aukningar á makrílkvótanum. Davies segist þó frekar kjósa samvinnu á milli strandríkjanna þegar kemur að makrílkvótanum. „Við viljum ekki endurtaka þorskastríðin. Við viljum skilja hvað þarf til þess að við getum unnið saman,“ sagði Davies við i. „En við munum gríða til refsiaðgerða til að verja hagsmuni okkar ef þörf er á.“ Glaðbeittir veiðimenn landa góðum afla af makríl.Fréttablaðið/GVA Vill ljúka málinu áður en Brexit gengur í garð Bretland hefur hingað til, sem meðlimur ESB, haft vigt Evrópusambandsins á bak við sig í samningaviðræðum. Útlit er þó fyrir að Bretland muni yfirgefa sambandið þann 31. október næstkomandi og þá verður Bretland sjálfstætt strandríki í viðræðum um makrílkvótann. Davies vill því ná samningum við strandríkin fyrir 31. október. „Þá stöndum við ein á báti og síðasta þorskastríð við Ísland endaði ekki vel. Við þurfum að koma skosku sjómönnunum til aðstoðar svo þeir geti veitt það sem er þeirra,“ sagði Davies. Sem fyrr segir eru skoskir veiðimenn ósáttir við íslensk stjórnvöld og hafa þeir látið það sjónarmið í ljós á fundum með Davies. „Sjómennirnir segja gjarnan að Íslendingar framkvæmi á meðan það eina sem við gerum sé að tala. Í þetta skipti munum við hins vegar framkvæma,“ segir Davies. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrr í mánuðinum að rekja mætti ákvörðun stjórnvalda hér á landi um að auka makrílkvótann til þess að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandiðhéldu Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína. Bretland Brexit Evrópusambandið Sjávarútvegur Utanríkismál Þorskastríðin Tengdar fréttir Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19 Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. 15. ágúst 2019 21:07 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, vill að samráð komist á milli strandríkja í Atlantshafi um makrílkvóta áður en Bretland yfirgefur ESB. Hann óttast að þá muni Bretar standa einir eftir í deilu við Íslendinga. Sögulega séð hafi það ekki reynst Bretum vel. Að undanförnu hefur verið fjallað um ósætti skoskra sjómanna við ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. Davies hefur að undanförnu fundað með sjómannasamtökum í Bretlandi og viðrað sjónarmið þeirra í fjölmiðlum.Í viðtalið við breska fjölmiðilinn i segir Davies að hann muni funda með Framkvæmdastjórn ESB þann 4. september þar sem meðal annars verði rætt hvort grípa þurfi til refsiaðgerða gagnvart Íslandi vegna hinnar einhliða aukningar á makrílkvótanum. Davies segist þó frekar kjósa samvinnu á milli strandríkjanna þegar kemur að makrílkvótanum. „Við viljum ekki endurtaka þorskastríðin. Við viljum skilja hvað þarf til þess að við getum unnið saman,“ sagði Davies við i. „En við munum gríða til refsiaðgerða til að verja hagsmuni okkar ef þörf er á.“ Glaðbeittir veiðimenn landa góðum afla af makríl.Fréttablaðið/GVA Vill ljúka málinu áður en Brexit gengur í garð Bretland hefur hingað til, sem meðlimur ESB, haft vigt Evrópusambandsins á bak við sig í samningaviðræðum. Útlit er þó fyrir að Bretland muni yfirgefa sambandið þann 31. október næstkomandi og þá verður Bretland sjálfstætt strandríki í viðræðum um makrílkvótann. Davies vill því ná samningum við strandríkin fyrir 31. október. „Þá stöndum við ein á báti og síðasta þorskastríð við Ísland endaði ekki vel. Við þurfum að koma skosku sjómönnunum til aðstoðar svo þeir geti veitt það sem er þeirra,“ sagði Davies. Sem fyrr segir eru skoskir veiðimenn ósáttir við íslensk stjórnvöld og hafa þeir látið það sjónarmið í ljós á fundum með Davies. „Sjómennirnir segja gjarnan að Íslendingar framkvæmi á meðan það eina sem við gerum sé að tala. Í þetta skipti munum við hins vegar framkvæma,“ segir Davies. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrr í mánuðinum að rekja mætti ákvörðun stjórnvalda hér á landi um að auka makrílkvótann til þess að Noregur, Færeyjar og Evrópusambandiðhéldu Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína.
Bretland Brexit Evrópusambandið Sjávarútvegur Utanríkismál Þorskastríðin Tengdar fréttir Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19 Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. 15. ágúst 2019 21:07 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni "græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. 13. ágúst 2019 21:19
Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. 15. ágúst 2019 21:07
Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00