Skortur á heildarsýn í heilbrigðiskerfinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. ágúst 2019 12:15 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Heilbrigðisráðherra segir að heildaryfisýn skorti í heilbrigðiskerfinu svo að fólk geti fengið skýringar á biðtíma og séð hvar hann er lengstur. Allt að tólf mánaða bið er eftir tíma hjá gigtarlækni en samkvæmt viðmiðum landlæknis er miðað við að ásættanlegur biðtími séu 30 dagar. Allt að tólf mánaða bið er eftir tíma hjá gigtarlækni samkvæmt niðurstöðu heildarúttektar landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma fyrir fyrri hluta árs 2019. Er þetta mun lengri tími en viðmið landlæknis segja til um en samkvæmt þeim er miðað við að ásættanleg bið eftir tíma hjá sérfræðingi séu 30 dagar. Í úttektinni komu fram áhyggjur af stöðu barna með vefjagigt eða á vefjagigtarrófi sem skoða þarf sérstaklega. Heilbrigðisráðherra segir málið í skoðun. „Ég hef bara nýlega fengið þessar tölur til mín hér og það eru ákveðnar tillögur sem hafa komið frá embætti Landlæknis sem verið er að skoða hér í ráðuneytinu. Við eigum eftir að fara í saumana á þeim tillögum og skoða hvaða leiðir eru færar í þessum efnum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Getur þú greint frá því hvaða tillögur eru þar á meðal? „Ekki á þessu stigi,“ sagði Svandís. Hún segir skorta heildaryfisýn í heilbrigðiskerfinu svo hægt sé að sjá hvar biðin er mest svo að almenningur geti fengið skýringar á biðtíma. „Heilbrigðisþjónustan þarf að gera miklu betur í því að hafa heildaryfirsýn upp á hvern einasta dag. Við þyrftum auðvitað að hafa mælaborð heilbrigðisþjónustuna sem væri ekki bara fyrir heilbrigðisráðherra á hverjum tíma eða Landlækni heldur fyrir alla íbúa landsins að sjá hvar er bið og sjá skýringar og svo framvegis og þarna þurfum við að gera miklu betur það er enn þannig að flestar fréttir um heilbrigðismál fjalla um málefni einstaklinga sem verða fyrir vonbrigðum með kerfið á meðan við þurfum fyrst og fremst að ná utan um kerfið í heild frekar enn að bregðast við einstökum málum,“ sagði Svandís. Sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Langur biðtími er veruleiki sem gigtveikir þurfa að búa við Svona við fyrstu sýn eftir að hafa skannað skýrsluna þá kemur fátt mér á óvart. Það sem kemur kannski mest á óvart er að þessi bið er ívið lengri en ég átti von á,“ segir framkvæmdarstjóri Gigtarfélags Íslands. 22. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir að heildaryfisýn skorti í heilbrigðiskerfinu svo að fólk geti fengið skýringar á biðtíma og séð hvar hann er lengstur. Allt að tólf mánaða bið er eftir tíma hjá gigtarlækni en samkvæmt viðmiðum landlæknis er miðað við að ásættanlegur biðtími séu 30 dagar. Allt að tólf mánaða bið er eftir tíma hjá gigtarlækni samkvæmt niðurstöðu heildarúttektar landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma fyrir fyrri hluta árs 2019. Er þetta mun lengri tími en viðmið landlæknis segja til um en samkvæmt þeim er miðað við að ásættanleg bið eftir tíma hjá sérfræðingi séu 30 dagar. Í úttektinni komu fram áhyggjur af stöðu barna með vefjagigt eða á vefjagigtarrófi sem skoða þarf sérstaklega. Heilbrigðisráðherra segir málið í skoðun. „Ég hef bara nýlega fengið þessar tölur til mín hér og það eru ákveðnar tillögur sem hafa komið frá embætti Landlæknis sem verið er að skoða hér í ráðuneytinu. Við eigum eftir að fara í saumana á þeim tillögum og skoða hvaða leiðir eru færar í þessum efnum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Getur þú greint frá því hvaða tillögur eru þar á meðal? „Ekki á þessu stigi,“ sagði Svandís. Hún segir skorta heildaryfisýn í heilbrigðiskerfinu svo hægt sé að sjá hvar biðin er mest svo að almenningur geti fengið skýringar á biðtíma. „Heilbrigðisþjónustan þarf að gera miklu betur í því að hafa heildaryfirsýn upp á hvern einasta dag. Við þyrftum auðvitað að hafa mælaborð heilbrigðisþjónustuna sem væri ekki bara fyrir heilbrigðisráðherra á hverjum tíma eða Landlækni heldur fyrir alla íbúa landsins að sjá hvar er bið og sjá skýringar og svo framvegis og þarna þurfum við að gera miklu betur það er enn þannig að flestar fréttir um heilbrigðismál fjalla um málefni einstaklinga sem verða fyrir vonbrigðum með kerfið á meðan við þurfum fyrst og fremst að ná utan um kerfið í heild frekar enn að bregðast við einstökum málum,“ sagði Svandís. Sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Langur biðtími er veruleiki sem gigtveikir þurfa að búa við Svona við fyrstu sýn eftir að hafa skannað skýrsluna þá kemur fátt mér á óvart. Það sem kemur kannski mest á óvart er að þessi bið er ívið lengri en ég átti von á,“ segir framkvæmdarstjóri Gigtarfélags Íslands. 22. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Sjá meira
Langur biðtími er veruleiki sem gigtveikir þurfa að búa við Svona við fyrstu sýn eftir að hafa skannað skýrsluna þá kemur fátt mér á óvart. Það sem kemur kannski mest á óvart er að þessi bið er ívið lengri en ég átti von á,“ segir framkvæmdarstjóri Gigtarfélags Íslands. 22. ágúst 2019 20:45