Innlent

Allt að 17 stiga hiti í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hlýjast verður á Austurlandi í dag. Myndin er frá Egilsstöðum.
Hlýjast verður á Austurlandi í dag. Myndin er frá Egilsstöðum. Vísir/vilhelm
Nokkuð hlýtt verður á landinu í dag og töluvert rólegra veður sunnan- og vestanlands en í lægðagangi gærdagsins. Einkum verður hlýtt austantil þar sem hiti gæti farið upp í 16 til 17 stig. Hiti verður þó yfirleitt á bilinu 10 til 13 stig. Þá má má búast við sunnanátt, víða 5 til 10 m/s, og skúrum.

Á morgun verður norðaustanátt, 5-10 m/s norðvestantil á landinu og rigning þar um tíma í fyrramálið. Annars er búist við hægari vindi og skúrum á víð og dreif um landið. Hiti 6 til 13 stig, svalast nyrst.

Á þriðjudag er útlit fyrir vaxandi austanátt með rigningu, fyrst sunnantil á landinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Fremur hæg breytileg átt, en norðaustan 5-10 NV-til. Víða lítilsháttar skúrir, hiti 6 til 13 stig.

Á þriðjudag:

Austan 5-13, en 13-18 með suðurströndinni. Súld eða rigning, en þurrt N-lands fram á kvöld. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:

Norðanátt og rigning fyrir norðan, en úrkomulítið syðra. Hiti 5 til 13 stig, mildast S-lands.

Á fimmtudag:

Breytileg átt, skýjað og rigning með köflum N- og A-til. Heldur kólnandi.

Á föstudag:

Vestlæg átt og skúrir, en úrkomulítið A-lands. Hiti 4 til 10 stig.

Á laugardag:

Suðlæg átt og rigning, einkum S- og V-lands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×