Johnson segir stjórnarandstöðuna hrædda við vilja þjóðarinnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. september 2019 19:00 Þótt Johnson hafi getað teymt þetta naut nærri Aberdeen í dag virðist hann ekki geta boðað til kosninga. AP/Andrew Milligan Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í dag frumvarp stjórnarandstöðunnar um að skuldbinda Boris Johnson til þess að fara fram á að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði frestað. Frumvarpið verður að öllum líkindum að lögum á mánudag. Stjórnarandstaðan tilkynnti um það að hún muni ekki styðja tillögu Johnson-stjórnarinnar um að boða til kosninga þann 15. október, en tillagan verður lögð fram í annað sinn á þingi á mánudag. Flokkarnir vilja fyrst að Johnson og Evrópusambandið sammælist um að fresta settum útgöngudegi, 31. október, líkt og kveðið er á um í fyrrnefndu frumvarpi. „Við erum meðvituð um að staða forsætisráðherrans er veik. Við styrkjum hann bara ef við heimilum honum að boða til kosninga. Ef við styrkjum hann á þann hátt erum við að opna gluggann fyrir samningslausri útgöngu,“ sagði Liz Saville Roberts, þingflokksformaður Velska þjóðarflokksins.Johnson sagði að hann myndi reyna að ná nýjum útgöngusamningi á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins 17. og 18. október. Hann sagði jafnframt að ýmsir á þingi reyndu nú að koma í veg fyrir að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu þann 31. október. „Þar með talinn er Jeremy Corbyn [leiðtogi Verkamannaflokksins] og Skoski þjóðarflokkurinn. Ég tel þau hafa rangt fyrir sér. Ég held að þjóðin vilji að við klárum málið. Ég sagði við þau að þótt þau vildu þessar endalausu frestanir væri ég efins um að þjóðin væri sömu skoðunar. Því ætti að boða til kosninga,“ sagði forsætisráðherrann og hélt áfram: „Þau sögðu nei, sem er undarlegt. Þau treysta ekki þjóðinni, vilja ekki kosningar. Allt í lagi, kannski halda þau að þau geti ekki unnið. Hvað um það. Ég fer til Brussel, ég næ samkomulagi og við klárum málið þann 31. október.“ Bretland Brexit Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í dag frumvarp stjórnarandstöðunnar um að skuldbinda Boris Johnson til þess að fara fram á að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði frestað. Frumvarpið verður að öllum líkindum að lögum á mánudag. Stjórnarandstaðan tilkynnti um það að hún muni ekki styðja tillögu Johnson-stjórnarinnar um að boða til kosninga þann 15. október, en tillagan verður lögð fram í annað sinn á þingi á mánudag. Flokkarnir vilja fyrst að Johnson og Evrópusambandið sammælist um að fresta settum útgöngudegi, 31. október, líkt og kveðið er á um í fyrrnefndu frumvarpi. „Við erum meðvituð um að staða forsætisráðherrans er veik. Við styrkjum hann bara ef við heimilum honum að boða til kosninga. Ef við styrkjum hann á þann hátt erum við að opna gluggann fyrir samningslausri útgöngu,“ sagði Liz Saville Roberts, þingflokksformaður Velska þjóðarflokksins.Johnson sagði að hann myndi reyna að ná nýjum útgöngusamningi á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins 17. og 18. október. Hann sagði jafnframt að ýmsir á þingi reyndu nú að koma í veg fyrir að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu þann 31. október. „Þar með talinn er Jeremy Corbyn [leiðtogi Verkamannaflokksins] og Skoski þjóðarflokkurinn. Ég tel þau hafa rangt fyrir sér. Ég held að þjóðin vilji að við klárum málið. Ég sagði við þau að þótt þau vildu þessar endalausu frestanir væri ég efins um að þjóðin væri sömu skoðunar. Því ætti að boða til kosninga,“ sagði forsætisráðherrann og hélt áfram: „Þau sögðu nei, sem er undarlegt. Þau treysta ekki þjóðinni, vilja ekki kosningar. Allt í lagi, kannski halda þau að þau geti ekki unnið. Hvað um það. Ég fer til Brussel, ég næ samkomulagi og við klárum málið þann 31. október.“
Bretland Brexit Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06 Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Stjórnarandstaðan hafnar nýjum kosningum Flokkarnir sem mynda stjórnarandstöðuna í Bretlandi hafa sammælst um að hafna kröfu Boris Johnson, forsætisráðherra, um að haldnar verði þingkosningar fyrir leiðtogafund Evrópusambandsins í október, þegar Bretland á að ganga úr sambandinu. 6. september 2019 12:06
Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna aftur að boða til kosninga. Þingstyrkur stjórnar hans heldur áfram að minnka og óljóst er hvort stjórnarandstaðan styðji tillögu um nýjar kosningar. 5. september 2019 19:00