Spánverjar lokuðu öllum leiðum á úrslitastundu og eru áfram ósigraðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 14:23 Spánverjinn Juan Hernangómez var flottur í dag. Getty/Li Zhiteng Spánn og Argentína hafa unnið alla fjóra leiki sína á heimsmeistaramótinu í körfubolta í Kína eftir að þau unnu bæði fyrsta leik sinn í milliriðli í dag. Spánverjar höfðu betur í hörkuleik á móti Ítölum en Argentínumenn þurftu ekki að hafa mikið fyrir sínum sigri. Úrslitin í dag þýða jafnframt að Spánn og Serbía eru bæði búin að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar þrátt fyrir að eiga einn leik eftir í milliriðlinum. Spánverjar unnu sjö stiga sigur á Ítölum, 67-60, í miklum baráttuleik. Ítalir höfðu unnið alla leiki sína nema þann á móti Serbum og stóðu vel í Spánverjum í dag. Írtalir voru líka í fínum málum fjórum mínútum fyrir leikslok og fjórum stigum yfir, 56-51. Þá komu tíu spænsk stig í röð, Spánverjar lokuðu öllum leiðum og náðu frumkvæðinu sem þeir héldu út leikinn. Juan Hernangómez (Denver Nuggets) var atkvæðamestur hjá Spánverjum með 16 stig en Ricky Rubio (Phoenix Suns) skoraði 15 stig. Þá var Sergio Llull (Real Madrid) með 11 stig. Það kom ekki að sök að Marc Gasol (Toronto Raptors) skoraði bara eina körfu úr sex skotum en hún kom á lykiltíma undir lok leiksins. Danilo Gallinari (Oklahoma City Thunder) var stigahæstur hjá Argentínu með 15 stig. Argentínumenn áttu ekki í miklum vandræðum með Venesúela og héldu sigurgöngu sinni áfram á HM. Argentínska liðið vann tuttugu stiga sigur, 87-67. Lið Venesúela var búið að vinna tvo leiki í röð þar af hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti heimamönnum í kínverska landsliðinu. Liðið átti hins vegar enga möguleika á móti sterku argentínsku liði. Gabriel Deck, leikmaður Real Madrid, fór á kostum og skoraði 25 stig en liðsfélagi hans hjá Real Facundo Campazzo var líka mjög flottur með 12 stig og 9 stoðsendingar. Luis Scola, sem er 39 ára og spilar nú í Kína, skoraði 15 stig.Úrslit í milliriðlum í keppni um 1. til 16. sæti á HM í Körfubolta í Kína:I-riðill Pólland - Rússland 79-74 Argentína - Venesúela 87-67Röð þjóða (Sigrar-töp): Argentína 4-0, Pólland 4-0, Rússland 2-2, Venesúela 2-2.J-riðill Serbía - Púertó Ríkó 90-47 Spánn - Ítalía 67-60Röð þjóða (Sigrar-töp): Serbía 4-0, Spánn 4-0, Ítalía 2-2, Púertó Ríkó 2-2Úrslit í keppni um sæti 17. til 32. sæti: Nígería - Fílabeinsströndin 83-66 Angóla - Íran 62-71 Kína- Suður Kórea 77-73 Túnis - Filippseyjar 86-67 Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Spánn og Argentína hafa unnið alla fjóra leiki sína á heimsmeistaramótinu í körfubolta í Kína eftir að þau unnu bæði fyrsta leik sinn í milliriðli í dag. Spánverjar höfðu betur í hörkuleik á móti Ítölum en Argentínumenn þurftu ekki að hafa mikið fyrir sínum sigri. Úrslitin í dag þýða jafnframt að Spánn og Serbía eru bæði búin að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar þrátt fyrir að eiga einn leik eftir í milliriðlinum. Spánverjar unnu sjö stiga sigur á Ítölum, 67-60, í miklum baráttuleik. Ítalir höfðu unnið alla leiki sína nema þann á móti Serbum og stóðu vel í Spánverjum í dag. Írtalir voru líka í fínum málum fjórum mínútum fyrir leikslok og fjórum stigum yfir, 56-51. Þá komu tíu spænsk stig í röð, Spánverjar lokuðu öllum leiðum og náðu frumkvæðinu sem þeir héldu út leikinn. Juan Hernangómez (Denver Nuggets) var atkvæðamestur hjá Spánverjum með 16 stig en Ricky Rubio (Phoenix Suns) skoraði 15 stig. Þá var Sergio Llull (Real Madrid) með 11 stig. Það kom ekki að sök að Marc Gasol (Toronto Raptors) skoraði bara eina körfu úr sex skotum en hún kom á lykiltíma undir lok leiksins. Danilo Gallinari (Oklahoma City Thunder) var stigahæstur hjá Argentínu með 15 stig. Argentínumenn áttu ekki í miklum vandræðum með Venesúela og héldu sigurgöngu sinni áfram á HM. Argentínska liðið vann tuttugu stiga sigur, 87-67. Lið Venesúela var búið að vinna tvo leiki í röð þar af hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli á móti heimamönnum í kínverska landsliðinu. Liðið átti hins vegar enga möguleika á móti sterku argentínsku liði. Gabriel Deck, leikmaður Real Madrid, fór á kostum og skoraði 25 stig en liðsfélagi hans hjá Real Facundo Campazzo var líka mjög flottur með 12 stig og 9 stoðsendingar. Luis Scola, sem er 39 ára og spilar nú í Kína, skoraði 15 stig.Úrslit í milliriðlum í keppni um 1. til 16. sæti á HM í Körfubolta í Kína:I-riðill Pólland - Rússland 79-74 Argentína - Venesúela 87-67Röð þjóða (Sigrar-töp): Argentína 4-0, Pólland 4-0, Rússland 2-2, Venesúela 2-2.J-riðill Serbía - Púertó Ríkó 90-47 Spánn - Ítalía 67-60Röð þjóða (Sigrar-töp): Serbía 4-0, Spánn 4-0, Ítalía 2-2, Púertó Ríkó 2-2Úrslit í keppni um sæti 17. til 32. sæti: Nígería - Fílabeinsströndin 83-66 Angóla - Íran 62-71 Kína- Suður Kórea 77-73 Túnis - Filippseyjar 86-67
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira