Giannis mætti til leiks með látum og Grikkir komust áfram á HM í körfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2019 14:15 Giannis Antetokounmpo treður boltanum í körfuna í dag. Getty/VCG Giannis Antetokounmpo og félagar í gríska landsliðinu voru síðasta liðið til að tryggja sér sæti í milliriðli á HM í körfubolta og Kína. Grikkland og Tékkland voru fimmtánda og sextánda liðið sem komust upp úr sínum riðli. Bandaríkjamenn voru sárir eftir síðasta leik þar sem þeir sluppu með sigur í framlengingu og létu Japani heldur betur finna fyrir því. Bandaríkin endar riðlakeppnina með fullt hús stiga eins og Pólland, Argentína, Spánn, Serbía, Brasilía, Frakkland og Ástralía. Giannis Antetokounmpo hefur verið daufur í byrjun heimsmeistaramótsins en hann sýndi mátt sinn í dag með 24 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum í sex stiga sigri á Nýja-Sjálandi, 103-97. Þetta var hreinn úrslitaleikur um annað sætið og þar með tækifæri til að keppa um sextán efstu sæti mótsins.Ástralar unnu mikilvægan fimm stiga sigur á Litháen, 87-82, sem tryggði þeim ekki aðeins sigur í riðlinum heldur kom þeim einnig í mjög góða stöðu fyrir keppni í milliriðlinum. Litháar voru búnir að tryggja sér sæti í keppni sextán efstu þjóðanna. Ástralska liðið var með frumkvæðið nær allan leikinn en 11-0 sprettur Litháa í upphafi fjórða leikhluta kom þeim skyndilega yfir í leiknum. Ástralar voru hins vegar sterkari í lokin og lönduðu sigri. Þar munaði mikið um frammistöðu San Antonio Spurs leikmannsins Patty Mills sem kláraði leikinn með stórum körfum undir lokin. Patty Mills endaði með 23 stig en miðherjinn Aron Baynes (Phoenix Suns) var mjög öflugur með 21 stig og 13 fráköst. Marius Grigonis var atkvæðamestur hjá Litháen með 19 stig.Bandaríkjamenn mættu heldur betur tilbúnir eftir skrekkinn á móti Tyrkjum og unnu 53 stiga sigur á Japan, 98-45. Bandaríska liðið vann því alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni. Það gerðu einnig Frakkar sem burstuðu spútniklið Dóminíska Lýðveldisins með 34 stigum. Dóminíska Lýðveldið fer samt með Frökkum í milliriðla. Boston Celtics maðurinn Jaylen Brown var stigahæstur hjá bandaríska liðinu með 20 stig og annar Boston maður, Kemba Walker, skoraði 15 stig.Brasilíumenn kláruðu riðlakeppnina með fullt hús stiga úr þremur leikjum eftir ellefu stiga sigur á Svartfjallalandi, 84-73, í lokaumferðinni. Marcelinho Huertas var atkvæðamestur með 16 stig og 6 stoðsendingar, Cristiano Felicio (Chicago Bulls) skoraði 14 stig og Marquinhos var með 13 stig.Tyrkir voru nálægt því að vinna Bandaríkjamenn en þeir áttu ekki möguleika á móti Tékkum sem tryggðu sér sæti í milliriðli með sannfræandi fimmtán stiga sigri. Tomas Satoransky (Chicago Bulls) var öflugur hjá Tékkum með 11 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar, Vojtech Hruban skoraði 18 stig og Ondrej Balvin var með 17 stig og 11 fráköst. Cedi Osman (Cleveland Cavaliers) skoraði mest fyrir Tyrki eða 24 stig. Tyrkneska liðið var í lykilstöðu í leiknum á móti Bandaríkjunum, sem tapaðist í framlengingu, en þessi úrslit þýða að Tyrkir spilar um 17. til 32. sæti.Kanada þarf líka að spila um 17. til 32. sæti en kom sér í betri stöðu í baráttu um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna eftir 22 stiga sigur á Senegal. Cory Joseph hjá Sacramento Kings var atkvæðamestur með 24 stig en Kevin Pangos (FC Barcelona) bauð upp á 13 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.Úrslitin á HM í körfubolta í Kína í dag:E-riðill Tyrkland - Tékkland 76-91 Bandaríkin - Japan 98-45Stig þjóða: Bandaríkin 5, Tékkland 3, Tyrkland 2, Japan 0F-riðill Brasilía-Svartfjallaland 84-73 Grikkland - Nýja Sjáland 103-97Stig þjóða: Brasilía 6, Grikkland 4, Nýja-Sjáland 2, Svarfjallaland 0G-riðill Þýskaland - Jórdanía 96-62 Dóminíska Lýðveldið - Frakkland 56-90Stig þjóða: Frakkland 6, Dóminíska Lýðveldið 4, Þýskaland 2, Jórdanía 0.H-riðill Kanada - Senegal 82-60 Litháen - Ástralía 82-87Stig þjóða: Ástralía 6, Litháen 4, Kanada 2, Senegal 0.Þessar þjóðir komust áfram í milliriðla: Pólland, Venesúela, Rússland, Argentína, Spánn, Púertó Ríkó, Serbía, Ítalía, Bandaríkin, Tékkland, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið, Ástralía og Litháen.Milliriðlarnir líta þannig út (með stigum sem þjóðirnar taka með):Milliriðill I: Argentína 6 stig Pólland 6 stig Venesúela 5 stig Rússland 5 stigMilliriðill J Serbía 6 stig Spánn 6 stig Ítalía 5 stig Púertó Ríka 5 stigMilliriðill K Bandaríkin 6 stig Brasilía 6 stig Tékkland 5 stig Grikkland 5 sitgMilliriðill L Frakkland 6 stig Ástralía 6 stig Litháen 5 stig Dóminíska Lýðveldið 5 stig Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Giannis Antetokounmpo og félagar í gríska landsliðinu voru síðasta liðið til að tryggja sér sæti í milliriðli á HM í körfubolta og Kína. Grikkland og Tékkland voru fimmtánda og sextánda liðið sem komust upp úr sínum riðli. Bandaríkjamenn voru sárir eftir síðasta leik þar sem þeir sluppu með sigur í framlengingu og létu Japani heldur betur finna fyrir því. Bandaríkin endar riðlakeppnina með fullt hús stiga eins og Pólland, Argentína, Spánn, Serbía, Brasilía, Frakkland og Ástralía. Giannis Antetokounmpo hefur verið daufur í byrjun heimsmeistaramótsins en hann sýndi mátt sinn í dag með 24 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum í sex stiga sigri á Nýja-Sjálandi, 103-97. Þetta var hreinn úrslitaleikur um annað sætið og þar með tækifæri til að keppa um sextán efstu sæti mótsins.Ástralar unnu mikilvægan fimm stiga sigur á Litháen, 87-82, sem tryggði þeim ekki aðeins sigur í riðlinum heldur kom þeim einnig í mjög góða stöðu fyrir keppni í milliriðlinum. Litháar voru búnir að tryggja sér sæti í keppni sextán efstu þjóðanna. Ástralska liðið var með frumkvæðið nær allan leikinn en 11-0 sprettur Litháa í upphafi fjórða leikhluta kom þeim skyndilega yfir í leiknum. Ástralar voru hins vegar sterkari í lokin og lönduðu sigri. Þar munaði mikið um frammistöðu San Antonio Spurs leikmannsins Patty Mills sem kláraði leikinn með stórum körfum undir lokin. Patty Mills endaði með 23 stig en miðherjinn Aron Baynes (Phoenix Suns) var mjög öflugur með 21 stig og 13 fráköst. Marius Grigonis var atkvæðamestur hjá Litháen með 19 stig.Bandaríkjamenn mættu heldur betur tilbúnir eftir skrekkinn á móti Tyrkjum og unnu 53 stiga sigur á Japan, 98-45. Bandaríska liðið vann því alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni. Það gerðu einnig Frakkar sem burstuðu spútniklið Dóminíska Lýðveldisins með 34 stigum. Dóminíska Lýðveldið fer samt með Frökkum í milliriðla. Boston Celtics maðurinn Jaylen Brown var stigahæstur hjá bandaríska liðinu með 20 stig og annar Boston maður, Kemba Walker, skoraði 15 stig.Brasilíumenn kláruðu riðlakeppnina með fullt hús stiga úr þremur leikjum eftir ellefu stiga sigur á Svartfjallalandi, 84-73, í lokaumferðinni. Marcelinho Huertas var atkvæðamestur með 16 stig og 6 stoðsendingar, Cristiano Felicio (Chicago Bulls) skoraði 14 stig og Marquinhos var með 13 stig.Tyrkir voru nálægt því að vinna Bandaríkjamenn en þeir áttu ekki möguleika á móti Tékkum sem tryggðu sér sæti í milliriðli með sannfræandi fimmtán stiga sigri. Tomas Satoransky (Chicago Bulls) var öflugur hjá Tékkum með 11 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar, Vojtech Hruban skoraði 18 stig og Ondrej Balvin var með 17 stig og 11 fráköst. Cedi Osman (Cleveland Cavaliers) skoraði mest fyrir Tyrki eða 24 stig. Tyrkneska liðið var í lykilstöðu í leiknum á móti Bandaríkjunum, sem tapaðist í framlengingu, en þessi úrslit þýða að Tyrkir spilar um 17. til 32. sæti.Kanada þarf líka að spila um 17. til 32. sæti en kom sér í betri stöðu í baráttu um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna eftir 22 stiga sigur á Senegal. Cory Joseph hjá Sacramento Kings var atkvæðamestur með 24 stig en Kevin Pangos (FC Barcelona) bauð upp á 13 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.Úrslitin á HM í körfubolta í Kína í dag:E-riðill Tyrkland - Tékkland 76-91 Bandaríkin - Japan 98-45Stig þjóða: Bandaríkin 5, Tékkland 3, Tyrkland 2, Japan 0F-riðill Brasilía-Svartfjallaland 84-73 Grikkland - Nýja Sjáland 103-97Stig þjóða: Brasilía 6, Grikkland 4, Nýja-Sjáland 2, Svarfjallaland 0G-riðill Þýskaland - Jórdanía 96-62 Dóminíska Lýðveldið - Frakkland 56-90Stig þjóða: Frakkland 6, Dóminíska Lýðveldið 4, Þýskaland 2, Jórdanía 0.H-riðill Kanada - Senegal 82-60 Litháen - Ástralía 82-87Stig þjóða: Ástralía 6, Litháen 4, Kanada 2, Senegal 0.Þessar þjóðir komust áfram í milliriðla: Pólland, Venesúela, Rússland, Argentína, Spánn, Púertó Ríkó, Serbía, Ítalía, Bandaríkin, Tékkland, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið, Ástralía og Litháen.Milliriðlarnir líta þannig út (með stigum sem þjóðirnar taka með):Milliriðill I: Argentína 6 stig Pólland 6 stig Venesúela 5 stig Rússland 5 stigMilliriðill J Serbía 6 stig Spánn 6 stig Ítalía 5 stig Púertó Ríka 5 stigMilliriðill K Bandaríkin 6 stig Brasilía 6 stig Tékkland 5 stig Grikkland 5 sitgMilliriðill L Frakkland 6 stig Ástralía 6 stig Litháen 5 stig Dóminíska Lýðveldið 5 stig
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira