Serbar unnu toppslaginn sannfærandi og líta rosalega vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 14:30 Nikola Jokic og félagar í serbneska landsliðinu eru að spila vel. Getty/ VCG Serbar, Pólverjar, Spánverjar og Argentínumenn enduðu öll með fullt hús í riðlakeppni HM í körfubolta í Kína eftir sigra í lokaumferð riðla sinna í dag. Serbía teflir fram frábæru liði á þessu heimsmeistaramóti og er líklegt til að fara alla leið á þessu móti. Spánverjar voru í miklum vandræðum með Írana og hafa ekki verið alltof sannfærandi í riðlakeppninni þrátt fyrir fullt hús. Pólland og Serbía unnu stóra sigra í dag og Argentínumenn voru skrefi á undan Rússum eftir að hafa komið til baka í öðrum leikhlutanum. Púertó Ríkó tryggði sér sæti í milliriðli með dramatískum sigri á Túnis þar sem að Gary Browne skoraði sigurkörfuna 5,1 sekúndu fyrir leikslok. Venesúela komst líka áfram eftir þrettán stiga sigur á gestgjöfum Kínverja, 72-59, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðlinum. Þessi sigur kom mörgum á óvart en heimamenn geta því hæst endaði í sautjánda sæti. Heissler Guillent var með 15 stig og 8 stoðsendingar og Dwight Lewis skoraði 13 stig fyrir Venesúela. Venesúela varð þar með sjötta Ameríkuþjóðin sem kemst áfram í milliriðlana en aðeins Kanada sat eftir í riðlakeppninni. Serbar sýndu styrk sinn í fimmtán stiga sigri á Ítölum, 92-77, en bæði lið voru búin að vinna tvo fyrstu leiki sína á HM. Bogdan Bogdanovic (Sacramento Kings) var frábær með Serbum en hann skoraði 31 stig, gaf 5 stoðsendingar, stal 5 boltum og setti niður sex þriggja stiga körfur. Nikola Jokic (Denver Nuggets) var með 15 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar en hann kom inn af bekknum. Danilo Gallinari (Oklahoma City Thunder) skoraði mest fyrir Ítala eða 26 stig. Spánverjar lentu í hörkuleik á móti Írönum en voru mun sterkari á lokamínútunum, unnu þær 16-3 og þar með leikinn með átta stigum, 73-65. Íranir voru 62-57 yfir þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum. Marc Gasol (Toronto Raptors) var stigahæstur hjá Spánverjum með 16 stig en þeir Víctor Claver (Barcelona) og Juan Hernangómez (Denver Nuggets) skoruðu báðir 11 stig. Mohammad Jamshidi skoraði 15 stig fyrir Írana en besti maður liðsins var Hamed Haddadi með 10 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar. Argentínumenn tryggðu sér sigur í sínum riðli með átta stiga sigri á Rússum, 69-61, í hreinum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum en bæði lið voru komin áfram. Real Madrid maðurinn Facundo Campazzo var frábær í liði Argentínu með 21 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst. Luis Scola skoraði síðan 13 stig og Marcos Delia var með 13 stig á 23 mínútum. Andrey Zubkov skoraði 18 stig fyrir Rússa.Úrslit dagsins á HM í körfubolta í Kína:A-riðill Fílabeinsströndin - Pólland 63-80 Venesúela - Kína 72-59Stig þjóða: Pólland 6, Venesúela 4, Kína 2, Fílabeinsströndin 0B-riðill Suður Kórea - Nígería 66-108 Rússland - Argentína 61-69Stig þjóða: Argentína 6, Rússland 3, Nígería 2, Suður Kórea 0.C-riðill Púertó Ríkó - Túnis 67-64 Spánn - Íran 73-65Stig þjóða: Spánn 6, Púertó Ríkó 4, Túnis 2, Íran 0.D-riðilll Angóla - Filippseyjar 84-81 (framlenging) Ítalía - Serbía 77-82Stig þjóða: Serbía 6, Ítalía 4, Angóla 2, Filippseyjar 0.Þjóðir komnar áfram í milliriðla: Pólland, Venesúela, Rússland, Argentína, Spánn, Púertó Ríkó, Serbía og Ítalía.Þjóðir komnar áfram í milliriðla úr hinum riðlinum fyrir lokaumferðina á morgun: Bandaríkin, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið, Ástralía og Litháen. Körfubolti Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
Serbar, Pólverjar, Spánverjar og Argentínumenn enduðu öll með fullt hús í riðlakeppni HM í körfubolta í Kína eftir sigra í lokaumferð riðla sinna í dag. Serbía teflir fram frábæru liði á þessu heimsmeistaramóti og er líklegt til að fara alla leið á þessu móti. Spánverjar voru í miklum vandræðum með Írana og hafa ekki verið alltof sannfærandi í riðlakeppninni þrátt fyrir fullt hús. Pólland og Serbía unnu stóra sigra í dag og Argentínumenn voru skrefi á undan Rússum eftir að hafa komið til baka í öðrum leikhlutanum. Púertó Ríkó tryggði sér sæti í milliriðli með dramatískum sigri á Túnis þar sem að Gary Browne skoraði sigurkörfuna 5,1 sekúndu fyrir leikslok. Venesúela komst líka áfram eftir þrettán stiga sigur á gestgjöfum Kínverja, 72-59, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðlinum. Þessi sigur kom mörgum á óvart en heimamenn geta því hæst endaði í sautjánda sæti. Heissler Guillent var með 15 stig og 8 stoðsendingar og Dwight Lewis skoraði 13 stig fyrir Venesúela. Venesúela varð þar með sjötta Ameríkuþjóðin sem kemst áfram í milliriðlana en aðeins Kanada sat eftir í riðlakeppninni. Serbar sýndu styrk sinn í fimmtán stiga sigri á Ítölum, 92-77, en bæði lið voru búin að vinna tvo fyrstu leiki sína á HM. Bogdan Bogdanovic (Sacramento Kings) var frábær með Serbum en hann skoraði 31 stig, gaf 5 stoðsendingar, stal 5 boltum og setti niður sex þriggja stiga körfur. Nikola Jokic (Denver Nuggets) var með 15 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar en hann kom inn af bekknum. Danilo Gallinari (Oklahoma City Thunder) skoraði mest fyrir Ítala eða 26 stig. Spánverjar lentu í hörkuleik á móti Írönum en voru mun sterkari á lokamínútunum, unnu þær 16-3 og þar með leikinn með átta stigum, 73-65. Íranir voru 62-57 yfir þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum. Marc Gasol (Toronto Raptors) var stigahæstur hjá Spánverjum með 16 stig en þeir Víctor Claver (Barcelona) og Juan Hernangómez (Denver Nuggets) skoruðu báðir 11 stig. Mohammad Jamshidi skoraði 15 stig fyrir Írana en besti maður liðsins var Hamed Haddadi með 10 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar. Argentínumenn tryggðu sér sigur í sínum riðli með átta stiga sigri á Rússum, 69-61, í hreinum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum en bæði lið voru komin áfram. Real Madrid maðurinn Facundo Campazzo var frábær í liði Argentínu með 21 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst. Luis Scola skoraði síðan 13 stig og Marcos Delia var með 13 stig á 23 mínútum. Andrey Zubkov skoraði 18 stig fyrir Rússa.Úrslit dagsins á HM í körfubolta í Kína:A-riðill Fílabeinsströndin - Pólland 63-80 Venesúela - Kína 72-59Stig þjóða: Pólland 6, Venesúela 4, Kína 2, Fílabeinsströndin 0B-riðill Suður Kórea - Nígería 66-108 Rússland - Argentína 61-69Stig þjóða: Argentína 6, Rússland 3, Nígería 2, Suður Kórea 0.C-riðill Púertó Ríkó - Túnis 67-64 Spánn - Íran 73-65Stig þjóða: Spánn 6, Púertó Ríkó 4, Túnis 2, Íran 0.D-riðilll Angóla - Filippseyjar 84-81 (framlenging) Ítalía - Serbía 77-82Stig þjóða: Serbía 6, Ítalía 4, Angóla 2, Filippseyjar 0.Þjóðir komnar áfram í milliriðla: Pólland, Venesúela, Rússland, Argentína, Spánn, Púertó Ríkó, Serbía og Ítalía.Þjóðir komnar áfram í milliriðla úr hinum riðlinum fyrir lokaumferðina á morgun: Bandaríkin, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið, Ástralía og Litháen.
Körfubolti Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira