Serbar unnu toppslaginn sannfærandi og líta rosalega vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 14:30 Nikola Jokic og félagar í serbneska landsliðinu eru að spila vel. Getty/ VCG Serbar, Pólverjar, Spánverjar og Argentínumenn enduðu öll með fullt hús í riðlakeppni HM í körfubolta í Kína eftir sigra í lokaumferð riðla sinna í dag. Serbía teflir fram frábæru liði á þessu heimsmeistaramóti og er líklegt til að fara alla leið á þessu móti. Spánverjar voru í miklum vandræðum með Írana og hafa ekki verið alltof sannfærandi í riðlakeppninni þrátt fyrir fullt hús. Pólland og Serbía unnu stóra sigra í dag og Argentínumenn voru skrefi á undan Rússum eftir að hafa komið til baka í öðrum leikhlutanum. Púertó Ríkó tryggði sér sæti í milliriðli með dramatískum sigri á Túnis þar sem að Gary Browne skoraði sigurkörfuna 5,1 sekúndu fyrir leikslok. Venesúela komst líka áfram eftir þrettán stiga sigur á gestgjöfum Kínverja, 72-59, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðlinum. Þessi sigur kom mörgum á óvart en heimamenn geta því hæst endaði í sautjánda sæti. Heissler Guillent var með 15 stig og 8 stoðsendingar og Dwight Lewis skoraði 13 stig fyrir Venesúela. Venesúela varð þar með sjötta Ameríkuþjóðin sem kemst áfram í milliriðlana en aðeins Kanada sat eftir í riðlakeppninni. Serbar sýndu styrk sinn í fimmtán stiga sigri á Ítölum, 92-77, en bæði lið voru búin að vinna tvo fyrstu leiki sína á HM. Bogdan Bogdanovic (Sacramento Kings) var frábær með Serbum en hann skoraði 31 stig, gaf 5 stoðsendingar, stal 5 boltum og setti niður sex þriggja stiga körfur. Nikola Jokic (Denver Nuggets) var með 15 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar en hann kom inn af bekknum. Danilo Gallinari (Oklahoma City Thunder) skoraði mest fyrir Ítala eða 26 stig. Spánverjar lentu í hörkuleik á móti Írönum en voru mun sterkari á lokamínútunum, unnu þær 16-3 og þar með leikinn með átta stigum, 73-65. Íranir voru 62-57 yfir þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum. Marc Gasol (Toronto Raptors) var stigahæstur hjá Spánverjum með 16 stig en þeir Víctor Claver (Barcelona) og Juan Hernangómez (Denver Nuggets) skoruðu báðir 11 stig. Mohammad Jamshidi skoraði 15 stig fyrir Írana en besti maður liðsins var Hamed Haddadi með 10 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar. Argentínumenn tryggðu sér sigur í sínum riðli með átta stiga sigri á Rússum, 69-61, í hreinum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum en bæði lið voru komin áfram. Real Madrid maðurinn Facundo Campazzo var frábær í liði Argentínu með 21 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst. Luis Scola skoraði síðan 13 stig og Marcos Delia var með 13 stig á 23 mínútum. Andrey Zubkov skoraði 18 stig fyrir Rússa.Úrslit dagsins á HM í körfubolta í Kína:A-riðill Fílabeinsströndin - Pólland 63-80 Venesúela - Kína 72-59Stig þjóða: Pólland 6, Venesúela 4, Kína 2, Fílabeinsströndin 0B-riðill Suður Kórea - Nígería 66-108 Rússland - Argentína 61-69Stig þjóða: Argentína 6, Rússland 3, Nígería 2, Suður Kórea 0.C-riðill Púertó Ríkó - Túnis 67-64 Spánn - Íran 73-65Stig þjóða: Spánn 6, Púertó Ríkó 4, Túnis 2, Íran 0.D-riðilll Angóla - Filippseyjar 84-81 (framlenging) Ítalía - Serbía 77-82Stig þjóða: Serbía 6, Ítalía 4, Angóla 2, Filippseyjar 0.Þjóðir komnar áfram í milliriðla: Pólland, Venesúela, Rússland, Argentína, Spánn, Púertó Ríkó, Serbía og Ítalía.Þjóðir komnar áfram í milliriðla úr hinum riðlinum fyrir lokaumferðina á morgun: Bandaríkin, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið, Ástralía og Litháen. Körfubolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Serbar, Pólverjar, Spánverjar og Argentínumenn enduðu öll með fullt hús í riðlakeppni HM í körfubolta í Kína eftir sigra í lokaumferð riðla sinna í dag. Serbía teflir fram frábæru liði á þessu heimsmeistaramóti og er líklegt til að fara alla leið á þessu móti. Spánverjar voru í miklum vandræðum með Írana og hafa ekki verið alltof sannfærandi í riðlakeppninni þrátt fyrir fullt hús. Pólland og Serbía unnu stóra sigra í dag og Argentínumenn voru skrefi á undan Rússum eftir að hafa komið til baka í öðrum leikhlutanum. Púertó Ríkó tryggði sér sæti í milliriðli með dramatískum sigri á Túnis þar sem að Gary Browne skoraði sigurkörfuna 5,1 sekúndu fyrir leikslok. Venesúela komst líka áfram eftir þrettán stiga sigur á gestgjöfum Kínverja, 72-59, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðlinum. Þessi sigur kom mörgum á óvart en heimamenn geta því hæst endaði í sautjánda sæti. Heissler Guillent var með 15 stig og 8 stoðsendingar og Dwight Lewis skoraði 13 stig fyrir Venesúela. Venesúela varð þar með sjötta Ameríkuþjóðin sem kemst áfram í milliriðlana en aðeins Kanada sat eftir í riðlakeppninni. Serbar sýndu styrk sinn í fimmtán stiga sigri á Ítölum, 92-77, en bæði lið voru búin að vinna tvo fyrstu leiki sína á HM. Bogdan Bogdanovic (Sacramento Kings) var frábær með Serbum en hann skoraði 31 stig, gaf 5 stoðsendingar, stal 5 boltum og setti niður sex þriggja stiga körfur. Nikola Jokic (Denver Nuggets) var með 15 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar en hann kom inn af bekknum. Danilo Gallinari (Oklahoma City Thunder) skoraði mest fyrir Ítala eða 26 stig. Spánverjar lentu í hörkuleik á móti Írönum en voru mun sterkari á lokamínútunum, unnu þær 16-3 og þar með leikinn með átta stigum, 73-65. Íranir voru 62-57 yfir þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum. Marc Gasol (Toronto Raptors) var stigahæstur hjá Spánverjum með 16 stig en þeir Víctor Claver (Barcelona) og Juan Hernangómez (Denver Nuggets) skoruðu báðir 11 stig. Mohammad Jamshidi skoraði 15 stig fyrir Írana en besti maður liðsins var Hamed Haddadi með 10 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar. Argentínumenn tryggðu sér sigur í sínum riðli með átta stiga sigri á Rússum, 69-61, í hreinum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum en bæði lið voru komin áfram. Real Madrid maðurinn Facundo Campazzo var frábær í liði Argentínu með 21 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst. Luis Scola skoraði síðan 13 stig og Marcos Delia var með 13 stig á 23 mínútum. Andrey Zubkov skoraði 18 stig fyrir Rússa.Úrslit dagsins á HM í körfubolta í Kína:A-riðill Fílabeinsströndin - Pólland 63-80 Venesúela - Kína 72-59Stig þjóða: Pólland 6, Venesúela 4, Kína 2, Fílabeinsströndin 0B-riðill Suður Kórea - Nígería 66-108 Rússland - Argentína 61-69Stig þjóða: Argentína 6, Rússland 3, Nígería 2, Suður Kórea 0.C-riðill Púertó Ríkó - Túnis 67-64 Spánn - Íran 73-65Stig þjóða: Spánn 6, Púertó Ríkó 4, Túnis 2, Íran 0.D-riðilll Angóla - Filippseyjar 84-81 (framlenging) Ítalía - Serbía 77-82Stig þjóða: Serbía 6, Ítalía 4, Angóla 2, Filippseyjar 0.Þjóðir komnar áfram í milliriðla: Pólland, Venesúela, Rússland, Argentína, Spánn, Púertó Ríkó, Serbía og Ítalía.Þjóðir komnar áfram í milliriðla úr hinum riðlinum fyrir lokaumferðina á morgun: Bandaríkin, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið, Ástralía og Litháen.
Körfubolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira