Andstæðingar Brexit fá að bera fram frumvarp sitt Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2019 21:00 Stuðningsmenn áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu hafa mótmælt fyrir utan þinghúsið í Westminster í kvöld. Vísir/EPA Ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varð undir í breska þinginu í kvöld þegar uppreisnarmenn í Íhaldsflokknum lögðu stjórnarandstæðingum lið og greiddu atkvæði með tillögu sem gerir andstæðingum Brexit kleift að bera fram frumvarp til að stöðva útgöngu án samnings. Tillagan sem var samþykkt í sérstakri umræðu í þinginu í kvöld veitir þverpólitískum hópi þingmanna leyfi til að stjórna dagskrá þingsins. Hópurinn ætlar í kjölfarið að leggja fram frumvarp á morgun sem myndi neyða Johnson til að fresta útgöngunni fram yfir 31. október nema þingið samþykki útgöngusamning eða greiði atkvæði með útgöngu án samnings fyrir þann tíma. The Guardian segir að tillagan hafi verið samþykkt með 27 manna meirihluta, 328 atkvæðum gegn 301. Nokkur fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins greiddi atkvæði með tillögunni í kvöld þrátt fyrir að Johnson hefði í byrjun vikunnar hótað því að reka uppreisnarmenn úr flokknum og banna þeim að bjóða sig fram aftur fyrir hann.MPs vote by 328 to 301 to take control of the Commons agenda tomorrow, paving the way for a bill designed to block Boris Johnson from taking the UK out of the EU without a #Brexit dealLive updates: https://t.co/TIaH4BJrtv pic.twitter.com/rGvfChpYEW— BBC Politics (@BBCPolitics) September 3, 2019 Þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar varð ljós sagðist Johnson hafna frumvarpinu um að stöðva útgöngu án samnings. Hann vilji ekki nýjar kosningar en greiði þingmenn atkvæði með frumvarpinu á morgun muni hann boða til þeirra 17. október. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, svaraði því að Johnson þyrfti þá að fá frumvarp þess efnis samþykkt áður. Verkamannaflokkurinn muni ekki styðja frumvarp um kosningar nema frumvarp sem komi í veg fyrir útgöngu án samnings verði samþykkt áður. Fyrr í dag tapaði Íhaldsflokkur Johnson eins manns meirihluta sínum á þingi þegar Philipp Lee, þingmaður hans, gekk til liðs við Frjálslynda demókrata.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ríkisstjórn Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varð undir í breska þinginu í kvöld þegar uppreisnarmenn í Íhaldsflokknum lögðu stjórnarandstæðingum lið og greiddu atkvæði með tillögu sem gerir andstæðingum Brexit kleift að bera fram frumvarp til að stöðva útgöngu án samnings. Tillagan sem var samþykkt í sérstakri umræðu í þinginu í kvöld veitir þverpólitískum hópi þingmanna leyfi til að stjórna dagskrá þingsins. Hópurinn ætlar í kjölfarið að leggja fram frumvarp á morgun sem myndi neyða Johnson til að fresta útgöngunni fram yfir 31. október nema þingið samþykki útgöngusamning eða greiði atkvæði með útgöngu án samnings fyrir þann tíma. The Guardian segir að tillagan hafi verið samþykkt með 27 manna meirihluta, 328 atkvæðum gegn 301. Nokkur fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins greiddi atkvæði með tillögunni í kvöld þrátt fyrir að Johnson hefði í byrjun vikunnar hótað því að reka uppreisnarmenn úr flokknum og banna þeim að bjóða sig fram aftur fyrir hann.MPs vote by 328 to 301 to take control of the Commons agenda tomorrow, paving the way for a bill designed to block Boris Johnson from taking the UK out of the EU without a #Brexit dealLive updates: https://t.co/TIaH4BJrtv pic.twitter.com/rGvfChpYEW— BBC Politics (@BBCPolitics) September 3, 2019 Þegar niðurstaða atkvæðagreiðslunnar varð ljós sagðist Johnson hafna frumvarpinu um að stöðva útgöngu án samnings. Hann vilji ekki nýjar kosningar en greiði þingmenn atkvæði með frumvarpinu á morgun muni hann boða til þeirra 17. október. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, svaraði því að Johnson þyrfti þá að fá frumvarp þess efnis samþykkt áður. Verkamannaflokkurinn muni ekki styðja frumvarp um kosningar nema frumvarp sem komi í veg fyrir útgöngu án samnings verði samþykkt áður. Fyrr í dag tapaði Íhaldsflokkur Johnson eins manns meirihluta sínum á þingi þegar Philipp Lee, þingmaður hans, gekk til liðs við Frjálslynda demókrata.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06
Erfið staða fyrir Johnson Ríkisstjórn Boris Johnson á Bretlandi hefur ekki lengur meirihluta á þingi eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Þingforseti samþykkti að hefja neyðarumræður um útgönguna úr Evrópusambandinu. 3. september 2019 19:00
Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53