Jón Daði: Kominn tími til að skora þetta landsliðsmark Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2019 12:00 Jón Daði fyrir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í dag. vísir/vilhelm „Sex stig. Þetta eru leikir sem við verðum að vinna. Þetta er svo mikilvægir leikir og við verðum að vinna þá til að komast á EM. Það er á hreinu,“ sagði Jón Daði Böðvarsson í samtali við Vísi, aðspurður um markmiðið fyrir leikina gegn Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM 2020. Jón Daði gekk í raðir enska B-deildarliðsins Millwall í sumar og kann vel við sig þar. „Þeir hafa verið allt í lagi. Ég var ekki í mínu besta formi þegar ég kom og hafði ekki spilað 90 mínútur í langan tíma. Ég spilaði 60 mínútur með landsliðinu áður en ég fór í frí,“ sagði Jón Daði og vísaði til leiksins gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli þar sem hann lék einkar vel. „Þeir eru búnir að byggja mig hægt og rólega upp. Ég spilaði leik í deildabikarnum sem var mjög gott,“ sagði Jón Daði en í umræddum leik gegn Oxford United skoraði hann tvö mörk, sín fyrstu fyrir Millwall. „Það er alltaf bónus að skora og bara frábært.“ Voru búnir að fylgjast lengi með mérJón Daði hreifst af hugmyndafræðinni sem unnið er eftir hjá Millwall. „Þetta er lítið félag. Það eru hugmyndir þarna sem ég er hrifinn af og þeir hafa fengið góða leikmenn. Þjálfarinn, Neil Harris, er með góða hugmyndafræði og hefur verið lengi með liðið. Þeir voru búnir að fylgjast lengi með mér og ég stökk á þetta,“ sagði Jón Daði. Stuðningsmenn Millwall eru alræmdir en Jón Daði segir að þeir hafi tekið vel á móti sér. „Þeir eru fínir. Þeir eru með þessa sögu í denn að vera aggresívir. En ég hef ekkert fundið fyrir því. Það er miklu minna um svona algjör bullulæti en áður fyrr. Þeir hafa tekið vel við mér og andrúmsloftið þarna er mjög skemmtilegt,“ sagði Jón Daði. Læt þetta ekki pirra migHann segir mikilvægt að hafa skorað fyrir Millwall um daginn og vonast til að fyrsta landsliðsmarkið frá EM 2016 líti dagsins ljós á næstunni. „Það er gott að fá sjálfstraust. Það er kominn tími til að skora þetta landsliðsmark. Það er langt síðan það gerðist. Það gerist vonandi fyrr en síðar. En ég held bara mínu striki,“ sagði Jón Daði. Hann segir að markaleysið leggist ekki þungt á sig. „Ég læt þetta ekki pirra mig. Svo lengi sem ég skila öllu öðru og hjálpa liðinu er þetta í lagi. Við skorum mörk og vinnum leiki. Auðvitað vill maður skora mörk en það versta sem þú getur gert er að velta þessu endalaust fyrir þér.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hópurinn gegn Moldóvu og Albaníu: Jóhann Berg ekki með vegna meiðsla Erik Hamrén hefur valinn landsliðshópinn fyrir næstu tvo leiki í undankeppni EM 2020. 30. ágúst 2019 12:46 Jón Daði með tvö mörk en vítaspyrnuklúður í bikartapi Millwall | Sjáðu öll úrslit kvöldsins Það var nóg af leikjum í enska Carabao-bikarnum í kvöld. 27. ágúst 2019 20:51 Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira
„Sex stig. Þetta eru leikir sem við verðum að vinna. Þetta er svo mikilvægir leikir og við verðum að vinna þá til að komast á EM. Það er á hreinu,“ sagði Jón Daði Böðvarsson í samtali við Vísi, aðspurður um markmiðið fyrir leikina gegn Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM 2020. Jón Daði gekk í raðir enska B-deildarliðsins Millwall í sumar og kann vel við sig þar. „Þeir hafa verið allt í lagi. Ég var ekki í mínu besta formi þegar ég kom og hafði ekki spilað 90 mínútur í langan tíma. Ég spilaði 60 mínútur með landsliðinu áður en ég fór í frí,“ sagði Jón Daði og vísaði til leiksins gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli þar sem hann lék einkar vel. „Þeir eru búnir að byggja mig hægt og rólega upp. Ég spilaði leik í deildabikarnum sem var mjög gott,“ sagði Jón Daði en í umræddum leik gegn Oxford United skoraði hann tvö mörk, sín fyrstu fyrir Millwall. „Það er alltaf bónus að skora og bara frábært.“ Voru búnir að fylgjast lengi með mérJón Daði hreifst af hugmyndafræðinni sem unnið er eftir hjá Millwall. „Þetta er lítið félag. Það eru hugmyndir þarna sem ég er hrifinn af og þeir hafa fengið góða leikmenn. Þjálfarinn, Neil Harris, er með góða hugmyndafræði og hefur verið lengi með liðið. Þeir voru búnir að fylgjast lengi með mér og ég stökk á þetta,“ sagði Jón Daði. Stuðningsmenn Millwall eru alræmdir en Jón Daði segir að þeir hafi tekið vel á móti sér. „Þeir eru fínir. Þeir eru með þessa sögu í denn að vera aggresívir. En ég hef ekkert fundið fyrir því. Það er miklu minna um svona algjör bullulæti en áður fyrr. Þeir hafa tekið vel við mér og andrúmsloftið þarna er mjög skemmtilegt,“ sagði Jón Daði. Læt þetta ekki pirra migHann segir mikilvægt að hafa skorað fyrir Millwall um daginn og vonast til að fyrsta landsliðsmarkið frá EM 2016 líti dagsins ljós á næstunni. „Það er gott að fá sjálfstraust. Það er kominn tími til að skora þetta landsliðsmark. Það er langt síðan það gerðist. Það gerist vonandi fyrr en síðar. En ég held bara mínu striki,“ sagði Jón Daði. Hann segir að markaleysið leggist ekki þungt á sig. „Ég læt þetta ekki pirra mig. Svo lengi sem ég skila öllu öðru og hjálpa liðinu er þetta í lagi. Við skorum mörk og vinnum leiki. Auðvitað vill maður skora mörk en það versta sem þú getur gert er að velta þessu endalaust fyrir þér.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hópurinn gegn Moldóvu og Albaníu: Jóhann Berg ekki með vegna meiðsla Erik Hamrén hefur valinn landsliðshópinn fyrir næstu tvo leiki í undankeppni EM 2020. 30. ágúst 2019 12:46 Jón Daði með tvö mörk en vítaspyrnuklúður í bikartapi Millwall | Sjáðu öll úrslit kvöldsins Það var nóg af leikjum í enska Carabao-bikarnum í kvöld. 27. ágúst 2019 20:51 Mest lesið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Sjá meira
Hópurinn gegn Moldóvu og Albaníu: Jóhann Berg ekki með vegna meiðsla Erik Hamrén hefur valinn landsliðshópinn fyrir næstu tvo leiki í undankeppni EM 2020. 30. ágúst 2019 12:46
Jón Daði með tvö mörk en vítaspyrnuklúður í bikartapi Millwall | Sjáðu öll úrslit kvöldsins Það var nóg af leikjum í enska Carabao-bikarnum í kvöld. 27. ágúst 2019 20:51