Stjórnarmyndun í Ísrael verður erfið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. september 2019 06:51 Avigdor Lieberman, forystumaður veraldlega hægriflokksins Yisrael Beitenu sem er klofningur út úr Líkúd-flokki Netanyahu. Vísir/Getty Líkúd-flokkurinn tapaði sjö þingsætum í ísraelsku þingkosningunum sem fram fóru á þriðjudag og forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu er nú í enn verri stöðu til að mynda ríkisstjórn en hann var í kosningunum í apríl. Fylgistap Bláa og hvíta bandalags Benny Gantz var minna en samt upp á þrjá þingmenn. Flokkurinn er nú stærsti þingflokkurinn með 32 þingmenn en Líkúd hefur 31. Þessi niðurstaða samrýmist vel skoðanakönnunum á undanförnum mánuðum sem sýndu hnífjafnt fylgi. Sigurvegari kosninganna er veraldlegi hægriflokkurinn Yisrael Beitenu undir stjórn Avigdor Lieberman, en flokkurinn er klofningur út úr Líkúd. Yisrael Beiteinu bætti við sig fjórum þingsætum, hefur nú níu þingmenn og er Lieberman talinn hafa öll spilin á hendi varðandi stjórnarmyndun. Lieberman hefur talað fyrir breiðri stjórn með báðum stóru flokkunum en óvíst er hver myndi leiða slíka stjórn. Netanyahu getur ekki myndað hægristjórn án aðkomu Lieberman. Sameinaður listi Arabaflokka vann einnig sigur, bætti við sig þremur þingsætum og hefur nú 13. Skýrist það af mikilli kosningaþátttöku ísraelskra Araba, 12 prósent meiri en í vor. Líkur eru á að hann verði áfram einangraður á þinginu. Fylgi smærri flokka, sem margir eru hægrisinnaðir og eiga sterkar rætur í gyðingdómi, breyttist lítið. Verkamannaflokkurinn, sem á rætur í hinum gamla Verkamannaflokki sem áður réð lofum og lögum í ísraelskum stjórnmálum, hélt sínum sex þingmönnum en flokkurinn hlaut mikinn skell í þingkosningunum í vor. Búist er við að stjórnarmyndun muni taka margar vikur, ef hún er þá möguleg eftir kosningarnar. Ljóst er að almenningur hefur litla þolinmæði fyrir þriðju kosningunum á árinu og því mikil pressa á leiðtogunum að útkljá málið. Tveggja flokka stjórn Líkúd og Bláa og hvíta bandalagsins hefur verið rædd. Vandamálið er að Gantz getur ekki unað Netanyahu að vera áfram forsætisráðherra, sérstaklega ekki eftir kosningaúrslitin og spillingarmál sem dómstólar munu taka fyrir í október. Netanyahu er sagður ekki geta tekið annað í mál en að hann sjálfur verði áfram forsætisráðherra eins og hann hefur verið undanfarin tíu ár. Breið stjórn á hægrivængnum, með Líkúd, Yisrael Beiteinu og heittrúuðum gyðingum er ekki líkleg nema að Lieberman brjóti odd af oflæti sínu og gangi gegn eigin kosningaloforðum. Deila Lieberman og smærri flokkanna snýst um kröfu þeirra um að ungir heittrúaðir gyðingar verði undanskildir herþjónustu. Bæði Netanyahu og Gantz hafa heitið að mynda stjórn þrátt fyrir slæma kosningu. „Á næstu dögum munum við byrja viðræður um að mynda sterka síoníska ríkisstjórn til að koma í veg fyrir hættulega and-síoníska,“ sagði Netanyahu á kosninganótt. Gantz talaði fyrir „breiðri stjórn sem endurspeglar vilja þjóðarinnar“, í sinni ræðu. Reuven Rivlin, forseti landsins, á ekki öfundsvert hlutskipti fyrir höndum. Í ljósi úrslitanna er talið að hann muni fyrst ræða við Gantz um stjórnarmyndunarumboð. Gantz þarf samt kraftaverk til að geta myndað stjórn með Aröbum, Verkamannaflokknum og Yisrael Beitenu. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38 Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun Enginn augljós meirihluti á ísraelska þinginu eftir kosningar gærdagsins. 18. september 2019 19:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Líkúd-flokkurinn tapaði sjö þingsætum í ísraelsku þingkosningunum sem fram fóru á þriðjudag og forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu er nú í enn verri stöðu til að mynda ríkisstjórn en hann var í kosningunum í apríl. Fylgistap Bláa og hvíta bandalags Benny Gantz var minna en samt upp á þrjá þingmenn. Flokkurinn er nú stærsti þingflokkurinn með 32 þingmenn en Líkúd hefur 31. Þessi niðurstaða samrýmist vel skoðanakönnunum á undanförnum mánuðum sem sýndu hnífjafnt fylgi. Sigurvegari kosninganna er veraldlegi hægriflokkurinn Yisrael Beitenu undir stjórn Avigdor Lieberman, en flokkurinn er klofningur út úr Líkúd. Yisrael Beiteinu bætti við sig fjórum þingsætum, hefur nú níu þingmenn og er Lieberman talinn hafa öll spilin á hendi varðandi stjórnarmyndun. Lieberman hefur talað fyrir breiðri stjórn með báðum stóru flokkunum en óvíst er hver myndi leiða slíka stjórn. Netanyahu getur ekki myndað hægristjórn án aðkomu Lieberman. Sameinaður listi Arabaflokka vann einnig sigur, bætti við sig þremur þingsætum og hefur nú 13. Skýrist það af mikilli kosningaþátttöku ísraelskra Araba, 12 prósent meiri en í vor. Líkur eru á að hann verði áfram einangraður á þinginu. Fylgi smærri flokka, sem margir eru hægrisinnaðir og eiga sterkar rætur í gyðingdómi, breyttist lítið. Verkamannaflokkurinn, sem á rætur í hinum gamla Verkamannaflokki sem áður réð lofum og lögum í ísraelskum stjórnmálum, hélt sínum sex þingmönnum en flokkurinn hlaut mikinn skell í þingkosningunum í vor. Búist er við að stjórnarmyndun muni taka margar vikur, ef hún er þá möguleg eftir kosningarnar. Ljóst er að almenningur hefur litla þolinmæði fyrir þriðju kosningunum á árinu og því mikil pressa á leiðtogunum að útkljá málið. Tveggja flokka stjórn Líkúd og Bláa og hvíta bandalagsins hefur verið rædd. Vandamálið er að Gantz getur ekki unað Netanyahu að vera áfram forsætisráðherra, sérstaklega ekki eftir kosningaúrslitin og spillingarmál sem dómstólar munu taka fyrir í október. Netanyahu er sagður ekki geta tekið annað í mál en að hann sjálfur verði áfram forsætisráðherra eins og hann hefur verið undanfarin tíu ár. Breið stjórn á hægrivængnum, með Líkúd, Yisrael Beiteinu og heittrúuðum gyðingum er ekki líkleg nema að Lieberman brjóti odd af oflæti sínu og gangi gegn eigin kosningaloforðum. Deila Lieberman og smærri flokkanna snýst um kröfu þeirra um að ungir heittrúaðir gyðingar verði undanskildir herþjónustu. Bæði Netanyahu og Gantz hafa heitið að mynda stjórn þrátt fyrir slæma kosningu. „Á næstu dögum munum við byrja viðræður um að mynda sterka síoníska ríkisstjórn til að koma í veg fyrir hættulega and-síoníska,“ sagði Netanyahu á kosninganótt. Gantz talaði fyrir „breiðri stjórn sem endurspeglar vilja þjóðarinnar“, í sinni ræðu. Reuven Rivlin, forseti landsins, á ekki öfundsvert hlutskipti fyrir höndum. Í ljósi úrslitanna er talið að hann muni fyrst ræða við Gantz um stjórnarmyndunarumboð. Gantz þarf samt kraftaverk til að geta myndað stjórn með Aröbum, Verkamannaflokknum og Yisrael Beitenu.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38 Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun Enginn augljós meirihluti á ísraelska þinginu eftir kosningar gærdagsins. 18. september 2019 19:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. 18. september 2019 11:38
Lieberman lykillinn að stjórnarmyndun Enginn augljós meirihluti á ísraelska þinginu eftir kosningar gærdagsins. 18. september 2019 19:00
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“