Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2019 15:42 Obama sagði Thunberg að þau væru saman í liði þegar þau gáfu hvor öðru kumpánlega kveðju. Vísir/EPA Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg bað bandaríska þingmenn um að hlusta á vísindamenn þegar hún kom fyrir þingnefnd í dag. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti táningsstúlkunni sem einum öflugasta málsvara plánetunnar eftir að þau hittust í fyrradag. Thunberg hefur orðið áberandi málsvari yngri kynslóðarinnar fyrir róttækum aðgerðum til að koma í veg fyrir hamfarir af völdum loftslagsbreytinga á jörðinni frá því að hún hóf svonefnd skólaverkföll í fyrra. Hún sigldi til Bandaríkjanna í lok sumars með skútu sem brennir ekki jarðefnaeldsneyti til að vera viðstödd loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í New York síðar í næstu viku. Í millitíðinni hefur Thunberg tekið þátt í mótmælum vegna loftslagsbreytinga í Bandaríkjunum og í dag kemur hún fyrir tvær nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þegar hún kom fyrir utanríkismálanefndina lagði hún fram vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) um 1,5 gráðu hlýnun í stað formlegrar yfirlýsingar. „Ég legg þessa skýrslu fram sem vitnisburð minn því vil ekki að þið hlustið á mig, ég vil að þið hlustið á vísindamennina og ég vil að þið sameinist að baki vísindunum,“ sagði Thunberg sem er sextán ára gömul..@GretaThunberg submits IPCC Special Report on Global Warming: "I don't want you to listen to me. I want you to listen to the scientists and I want you to unite behind science. And then I want you to take real action."Full video here: https://t.co/IWtX1u8Q3b #ClimateChange pic.twitter.com/iip86NUie5— CSPAN (@cspan) September 18, 2019 Sagði þingmönnum að spara lofið Obama, fyrrverandi forseti, lofaði frumkvæði Thunberg eftir að þau hittust í Washington-borg á mánudag. Hún geri sér grein fyrir að hennar kynslóð eigi eftir að bera hitann og þungann af loftslagbreytingum og því sé hún óhrædd við að krefjast raunverulegra aðgerða. „Aðeins sextán ára er Greta Thunberg nú þegar einn öflugasti málsvari plánetunnar okkar,“ tísti Obama um fund þeirra í gær.Just 16, @GretaThunberg is already one of our planet's greatest advocates. Recognizing that her generation will bear the brunt of climate change, she's unafraid to push for real action. She embodies our vision at the @ObamaFoundation: A future shaped by young leaders like her. pic.twitter.com/VgCPAaDp3C— Barack Obama (@BarackObama) September 17, 2019 Thunberg dró heldur ekkert undan þegar hún og fleiri ungir loftslagsaðgerðasinnar komu fyrir hóp öldungadeildarþingmanna í gær. Þar sagði hún þingmönnunum að þeir legðu ekki nóg á sig til að berjast gegn loftslagsbreytingum. „Sparið lof ykkar. Við viljum það ekki. Ekki bjóða okkur hingað til að segja okkur hvað við veitum mikinn innblástur án þess að gera neitt í því vegna þess að það leiðir ekki til neins,“ sagði Thunberg og ítrekaði skilaboð sín um að stjórnmálamenn hlustuðu frekar á vísindamenn en hana eða aðra aðgerðasinna. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg í loftslagsverkfalli hjá SÞ Loftslagsaðgerðasinninn frá Svíþjóð, Greta Thunberg, fékk bandarísk ungmenni með sér í lið þegar hún tók þátt í loftslagsverkfalli við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á árbökkum Manhattan í gær. 31. ágúst 2019 08:00 Greta Thunberg mætt til New York eftir tveggja vikna siglingu Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg er mætt til New York eftir fimmtán daga siglingu yfir Atlantshafið. Greta hyggst sækja tvær loftslagsráðstefnur vestan hafs. 28. ágúst 2019 16:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg bað bandaríska þingmenn um að hlusta á vísindamenn þegar hún kom fyrir þingnefnd í dag. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti táningsstúlkunni sem einum öflugasta málsvara plánetunnar eftir að þau hittust í fyrradag. Thunberg hefur orðið áberandi málsvari yngri kynslóðarinnar fyrir róttækum aðgerðum til að koma í veg fyrir hamfarir af völdum loftslagsbreytinga á jörðinni frá því að hún hóf svonefnd skólaverkföll í fyrra. Hún sigldi til Bandaríkjanna í lok sumars með skútu sem brennir ekki jarðefnaeldsneyti til að vera viðstödd loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í New York síðar í næstu viku. Í millitíðinni hefur Thunberg tekið þátt í mótmælum vegna loftslagsbreytinga í Bandaríkjunum og í dag kemur hún fyrir tvær nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þegar hún kom fyrir utanríkismálanefndina lagði hún fram vísindaskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) um 1,5 gráðu hlýnun í stað formlegrar yfirlýsingar. „Ég legg þessa skýrslu fram sem vitnisburð minn því vil ekki að þið hlustið á mig, ég vil að þið hlustið á vísindamennina og ég vil að þið sameinist að baki vísindunum,“ sagði Thunberg sem er sextán ára gömul..@GretaThunberg submits IPCC Special Report on Global Warming: "I don't want you to listen to me. I want you to listen to the scientists and I want you to unite behind science. And then I want you to take real action."Full video here: https://t.co/IWtX1u8Q3b #ClimateChange pic.twitter.com/iip86NUie5— CSPAN (@cspan) September 18, 2019 Sagði þingmönnum að spara lofið Obama, fyrrverandi forseti, lofaði frumkvæði Thunberg eftir að þau hittust í Washington-borg á mánudag. Hún geri sér grein fyrir að hennar kynslóð eigi eftir að bera hitann og þungann af loftslagbreytingum og því sé hún óhrædd við að krefjast raunverulegra aðgerða. „Aðeins sextán ára er Greta Thunberg nú þegar einn öflugasti málsvari plánetunnar okkar,“ tísti Obama um fund þeirra í gær.Just 16, @GretaThunberg is already one of our planet's greatest advocates. Recognizing that her generation will bear the brunt of climate change, she's unafraid to push for real action. She embodies our vision at the @ObamaFoundation: A future shaped by young leaders like her. pic.twitter.com/VgCPAaDp3C— Barack Obama (@BarackObama) September 17, 2019 Thunberg dró heldur ekkert undan þegar hún og fleiri ungir loftslagsaðgerðasinnar komu fyrir hóp öldungadeildarþingmanna í gær. Þar sagði hún þingmönnunum að þeir legðu ekki nóg á sig til að berjast gegn loftslagsbreytingum. „Sparið lof ykkar. Við viljum það ekki. Ekki bjóða okkur hingað til að segja okkur hvað við veitum mikinn innblástur án þess að gera neitt í því vegna þess að það leiðir ekki til neins,“ sagði Thunberg og ítrekaði skilaboð sín um að stjórnmálamenn hlustuðu frekar á vísindamenn en hana eða aðra aðgerðasinna.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg í loftslagsverkfalli hjá SÞ Loftslagsaðgerðasinninn frá Svíþjóð, Greta Thunberg, fékk bandarísk ungmenni með sér í lið þegar hún tók þátt í loftslagsverkfalli við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á árbökkum Manhattan í gær. 31. ágúst 2019 08:00 Greta Thunberg mætt til New York eftir tveggja vikna siglingu Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg er mætt til New York eftir fimmtán daga siglingu yfir Atlantshafið. Greta hyggst sækja tvær loftslagsráðstefnur vestan hafs. 28. ágúst 2019 16:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Thunberg í loftslagsverkfalli hjá SÞ Loftslagsaðgerðasinninn frá Svíþjóð, Greta Thunberg, fékk bandarísk ungmenni með sér í lið þegar hún tók þátt í loftslagsverkfalli við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á árbökkum Manhattan í gær. 31. ágúst 2019 08:00
Greta Thunberg mætt til New York eftir tveggja vikna siglingu Sænski loftslagsaðgerðarsinninn Greta Thunberg er mætt til New York eftir fimmtán daga siglingu yfir Atlantshafið. Greta hyggst sækja tvær loftslagsráðstefnur vestan hafs. 28. ágúst 2019 16:15