Allt í hnút þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2019 11:38 Avigdor Liberman er í kjörstöðu eftir kosningarnar. Hér er hann að kjósa með eiginkonu sinni, Ellu. AP/Tsafrir Abayov Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. Heilt yfir eru vinstri-flokkar með 56 þingsæti á móti 55 sætum hægri-flokka, samkvæmt Times of Israel. Ljóst þykir að erfitt verður að mynda ríkisstjórn og er Yisrael Beiteinu, flokkur Avigdors Lieberman, í lykilstöðu.Sá flokkur stefnir á níu þingsæti en 61 þarf til að mynda meirihluta. Þingsæti í Knesset, ísraelska þinginu, eru 120 talsins. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanjahú því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka.Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Lieberman lýst því yfir að trúarflokkar muni ekki koma að ríkisstjórn sem hann sé í.„Niðurstaðan er ljós og allt sem við sögðum í kosningabaráttunni er að rætast,“ sagði Lieberman í morgun. „Það er aðeins einn kostur: Þjóðstjórn sem er víð og frjálslynd og við munum ekki taka þátt í neinu öðru.“ Gantz hefur lýst því yfir að hann muni aldrei sitja í sömu ríkisstjórn og Netanyahu.Samkvæmt sérfræðingum Times of Israel er einhverskonar ríkisstjórn sem inniheldur bæði Likud og Blá og hvít enn líklegasti kosturinn. Erfitt sé þó að sjá hver geti verið forsætisráðherra í slíkri ríkisstjórn. Líklegasta niðurstaðan þykir vera sú að Netanyahu og Gantz skiptist á því að vera forsætisráðherra en þá er þeirri spurningu hver á sitja fyrstur í embættinu ósvarað.Einnig væri mögulegt að mynda slíka ríkisstjórn án Netanyahu, eins og Gantz hefur krafist, en hann stendur frammi fyrir ákærum vegna spillingar í þremur mismunandi málum. Réttarhöld í einu þeirra eiga að fara fram í byrjun október. Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar ganga að kjörborðinu í dag Þetta er í annað sinn á fimm mánuðum sem boðað er til kosninga. 17. september 2019 06:38 Þröng staða fyrir Netanjahú Ísraelar kjósa sér nýtt þing á morgun, í annað skipti á árinu. Kannanir benda til þess að Líkúd-flokkur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra fái álíka mörg sæti og hið bláa og hvíta bandalag miðjumanna. Stjórnarmyndun gæti því reynst erfið. 16. september 2019 19:00 Kosningar í Ísrael: Mjótt á munum í útgönguspám Kjörstöðum hefur verið lokað í þingkosningunum í Ísrael. Útgönguspár þriggja ísraelskra fjölmiðla gefa til kynna að mjótt verði á munum milli Líkúd flokks forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú og Bláhvíts flokks Benny Gantz. 17. september 2019 19:23 Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Þegar búið er að telja 90 prósent atkvæða í þingkosningunum í Ísrael eru Blá og hvít, bandalag miðjuflokka sem Benjamín Gantz stýrir, komin með fleiri þingsæti en Likud-flokkur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra. Blá og hvít eru með 32 sæti og Likud með 31. Heilt yfir eru vinstri-flokkar með 56 þingsæti á móti 55 sætum hægri-flokka, samkvæmt Times of Israel. Ljóst þykir að erfitt verður að mynda ríkisstjórn og er Yisrael Beiteinu, flokkur Avigdors Lieberman, í lykilstöðu.Sá flokkur stefnir á níu þingsæti en 61 þarf til að mynda meirihluta. Þingsæti í Knesset, ísraelska þinginu, eru 120 talsins. Lieberman var varnarmálaráðherra í fyrri stjórn en lenti upp á kant við Netanjahú því honum þótti hann gefa flokkum heittrúaðra gyðinga innan ríkisstjórnarinnar of mikil völd á kostnað þjóðernishyggjuflokka.Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur Lieberman lýst því yfir að trúarflokkar muni ekki koma að ríkisstjórn sem hann sé í.„Niðurstaðan er ljós og allt sem við sögðum í kosningabaráttunni er að rætast,“ sagði Lieberman í morgun. „Það er aðeins einn kostur: Þjóðstjórn sem er víð og frjálslynd og við munum ekki taka þátt í neinu öðru.“ Gantz hefur lýst því yfir að hann muni aldrei sitja í sömu ríkisstjórn og Netanyahu.Samkvæmt sérfræðingum Times of Israel er einhverskonar ríkisstjórn sem inniheldur bæði Likud og Blá og hvít enn líklegasti kosturinn. Erfitt sé þó að sjá hver geti verið forsætisráðherra í slíkri ríkisstjórn. Líklegasta niðurstaðan þykir vera sú að Netanyahu og Gantz skiptist á því að vera forsætisráðherra en þá er þeirri spurningu hver á sitja fyrstur í embættinu ósvarað.Einnig væri mögulegt að mynda slíka ríkisstjórn án Netanyahu, eins og Gantz hefur krafist, en hann stendur frammi fyrir ákærum vegna spillingar í þremur mismunandi málum. Réttarhöld í einu þeirra eiga að fara fram í byrjun október.
Ísrael Tengdar fréttir Ísraelar ganga að kjörborðinu í dag Þetta er í annað sinn á fimm mánuðum sem boðað er til kosninga. 17. september 2019 06:38 Þröng staða fyrir Netanjahú Ísraelar kjósa sér nýtt þing á morgun, í annað skipti á árinu. Kannanir benda til þess að Líkúd-flokkur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra fái álíka mörg sæti og hið bláa og hvíta bandalag miðjumanna. Stjórnarmyndun gæti því reynst erfið. 16. september 2019 19:00 Kosningar í Ísrael: Mjótt á munum í útgönguspám Kjörstöðum hefur verið lokað í þingkosningunum í Ísrael. Útgönguspár þriggja ísraelskra fjölmiðla gefa til kynna að mjótt verði á munum milli Líkúd flokks forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú og Bláhvíts flokks Benny Gantz. 17. september 2019 19:23 Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ísraelar ganga að kjörborðinu í dag Þetta er í annað sinn á fimm mánuðum sem boðað er til kosninga. 17. september 2019 06:38
Þröng staða fyrir Netanjahú Ísraelar kjósa sér nýtt þing á morgun, í annað skipti á árinu. Kannanir benda til þess að Líkúd-flokkur Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra fái álíka mörg sæti og hið bláa og hvíta bandalag miðjumanna. Stjórnarmyndun gæti því reynst erfið. 16. september 2019 19:00
Kosningar í Ísrael: Mjótt á munum í útgönguspám Kjörstöðum hefur verið lokað í þingkosningunum í Ísrael. Útgönguspár þriggja ísraelskra fjölmiðla gefa til kynna að mjótt verði á munum milli Líkúd flokks forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú og Bláhvíts flokks Benny Gantz. 17. september 2019 19:23
Afar mjótt á munum í Ísrael Útgönguspár í Ísrael benda til þess að afar mjótt sé á munum í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær og ekki má á milli sjá hvor hinna tveggja stóru flokka í landinu hafi farið með sigur af hólmi. 18. september 2019 07:01