Opinberuðu ekki árásir Kína af ótta við afleiðingar Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2019 12:01 Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu. Forsætisráðuneytið neitaði að tjá sig um frétt Reuters. AP/Rod McGuirk Starfsmenn leyniþjónustu Ástralíu komust fyrr á þessu ári að þeirri niðurstöðu að Kína beri ábyrgð á tölvuárásum sem beindust gegn þingi ríkisins og þremur stærstu stjórnmálaflokkum þess skömmu fyrir þingkosningar í maí. Eftir að komist var að þessari niðurstöðu ákvað ríkisstjórn Ástralíu að halda niðurstöðunum leyndum til að skemma ekki viðskiptasamband Ástralíu og Kína. Þetta kemur fram í frétt Reuters sem byggir á viðtölum við fimm aðila sem vita af málinu.Forsætisráðuneyti Ástralíu neitaði að svara spurningum um málið og Utanríkisráðuneyti Kína segir ríkið ekki hafa komist að árásunum og að internetið sé „fullt af kenningum sem erfitt sé að rekja“. Kína er langstærsti viðskiptaaðili Ástralíu og kaupir um þriðjung af öllum útflutningi ríkisins. Þá ferðast rúmlega milljón Kínverja til Ástralíu á ári hverju og þangað fara fjölmargir Kínverjar til að stunda nám. Umræddar árásir voru framkvæmdar í febrúar og sögðu Ástralar fljótt að líklegast hafi annað ríki verið þar að verki. Rannsókn leiddi fljótt í ljós að Kínverjar hefðu framkvæmt árásina og var sérstakur kóði sem notaður var í árásinni tengdur við aðrar árásir Kínverja. Ríkisstjórn Ástralíu óttaðist þó að spenna á milli Ástralíu og Kína gæti komið verulega niður á efnahagi ríkisins. Á undanförnum árum hafa Ástralar reynt að draga úr umfangsmiklum áhrifum Kínverja í Ástralíu með tilheyrandi spennu á milli ríkjanna. Reuters segir innflutning Kínverja frá Ástralíu hafa dregist saman í kjölfar þess. Ástralía Kína Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Starfsmenn leyniþjónustu Ástralíu komust fyrr á þessu ári að þeirri niðurstöðu að Kína beri ábyrgð á tölvuárásum sem beindust gegn þingi ríkisins og þremur stærstu stjórnmálaflokkum þess skömmu fyrir þingkosningar í maí. Eftir að komist var að þessari niðurstöðu ákvað ríkisstjórn Ástralíu að halda niðurstöðunum leyndum til að skemma ekki viðskiptasamband Ástralíu og Kína. Þetta kemur fram í frétt Reuters sem byggir á viðtölum við fimm aðila sem vita af málinu.Forsætisráðuneyti Ástralíu neitaði að svara spurningum um málið og Utanríkisráðuneyti Kína segir ríkið ekki hafa komist að árásunum og að internetið sé „fullt af kenningum sem erfitt sé að rekja“. Kína er langstærsti viðskiptaaðili Ástralíu og kaupir um þriðjung af öllum útflutningi ríkisins. Þá ferðast rúmlega milljón Kínverja til Ástralíu á ári hverju og þangað fara fjölmargir Kínverjar til að stunda nám. Umræddar árásir voru framkvæmdar í febrúar og sögðu Ástralar fljótt að líklegast hafi annað ríki verið þar að verki. Rannsókn leiddi fljótt í ljós að Kínverjar hefðu framkvæmt árásina og var sérstakur kóði sem notaður var í árásinni tengdur við aðrar árásir Kínverja. Ríkisstjórn Ástralíu óttaðist þó að spenna á milli Ástralíu og Kína gæti komið verulega niður á efnahagi ríkisins. Á undanförnum árum hafa Ástralar reynt að draga úr umfangsmiklum áhrifum Kínverja í Ástralíu með tilheyrandi spennu á milli ríkjanna. Reuters segir innflutning Kínverja frá Ástralíu hafa dregist saman í kjölfar þess.
Ástralía Kína Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira