Áttatíu og tveir flóttamenn ganga á land á Ítalíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2019 10:59 Flóttafólkið bíður eftir að fá að ganga á land í Lampedusa. AP/Renata Brito Áttatíu og tveir flóttamenn gengu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa eftir að hafa verið á sjó í sex daga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ítölsk yfirvöld segja að þau hafi leift skipinu, Ocean Viking eða Hafvíkingnum, að hleypa flóttafólkinu frá borði þar sem flestir um borð munu vera fluttir til annarra landa innan Evrópusambandsins. Landgangan markar breytingar á flóttamannamálum á Ítalíu eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum á fimmtudag. Fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, kom ítrekað í veg fyrir að björgunarskip kæmust í land. Flóttafólkið var flutt af Hafvíkingnum yfir í skip landhelgisgæslunnar áður en það var flutt í land. Nýr utanríkisráðherra, Luigi Di Maio, sagði í samtali við ítalskar fréttastöðvar að höfnin í Lampedusa verði nú opin vegna þess að Evrópusambandið hafi samþykkt beiðni yfirvalda um að flóttafólkið yrði flutt til annarra landa innan sambandsins. Hann bætti við að stefna yfirvalda um opnar hafnir myndi ekki breytast. „Það verður að vera á hreinu að, jafnvel hjá fyrri yfirvöldum, var markmið okkar að tryggja að flóttafólkið sem kæmi til Ítalíu yrði flutt til annarra Evrópulanda.“ Salvini, sem er leiðtogi hægriflokksins League og fyrrverandi stuðningsmaður Di Maio, sagði upp stjórnarsamstarfi flokks síns við Fimm stjörnu flokkinn í síðasta mánuði til þess að til nýrra kosninga yrði blásið. Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, tísti á laugardag að samþykktur hafi verið sértækur evrópskur sáttmáli milli Ítalíu, Frakklands, Þýskalands, Portúgal og Lúxemborgar sem leifði flóttafólkinu á þessu skipi að koma til hafnar. „Við þurfum núna að komast að samkomulagi um það hvernig tekið verður á svona málum í Evrópu,“ bætti hann við.Evrópskt samkomulag um flóttafólk í bígerð Evrópusambandið virðist nálgast einhverskonar samkomulag um það hvernig bregðast eigi við skipum flóttamanna, að minnsta kosti tímabundið. Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði að ef til samkomulagsins kæmi myndi Þýskaland taka við 25% flóttamanna sem kæmu til Ítalíu. „Það mun vera í samræmi við innflytjendastefnu okkar,“ sagði hann í samtali við Sueddeutche Zeitung dagblaðið á laugardag. Hann sagði tíma til kominn að binda endi á „sársaukafulla ferlið“ sem ganga þarf í gegn um í hvert skipti sem björgunarbátur kæmi í land með flóttafólk. Innanríkisráðherrar Evrópusambandslandanna munu funda í Möltu síðar í mánuðinum til að reyna að komast að samkomulagi um málið áður en leiðtogafundur Evrópusambandsins verður haldinn í Lúxemborg í október. Samkvæmt fréttastofu AFP hafa bæði Frakkland og Þýskaland samþykkt að taka að sér fjórðung flóttafólksins og Ítalía muni taka að sér 10%. Hjálparsamtökin SOS Méditerranée gera út björgunarskipið í samstarfi við Médecins Sans Frontiéres (MSF).82 vulnerable people on board #OceanViking are waiting to be assigned a Place of Safety: 58 men, 6 women, 17 minors & a 1 year old child. Who knows how many more people will lose their lives in the #Mediterranean while #EU member states deliberate their fate? pic.twitter.com/jrW7zbQHic — MSF Sea (@MSF_Sea) September 12, 2019 MSF sagði á Twitter að það hafi fengið leifi fyrir því að sigla til Lampedusa, sex dögum eftir að flóttafólkinu var bjargað undan ströndum Líbíu. Þá hafi 58 karlmenn, sex konur og átján einstaklingar undir lögaldri verið í hópi flóttafólksins. Þar áður hafði MSF birt myndband af viðbrögðum fólksins þegar það fékk fréttirnar um að þau fengju að ganga í land á Ítalíu.The moment 82 rescued men, women and children onboard the #OceanViking heard they had finally been granted a place of safety and are on their way to the island of #Lampedusa in #Italypic.twitter.com/myBY1ZJotp — MSF Sea (@MSF_Sea) September 14, 2019 Á síðustu árum hefur Ítalía, líkt og Grikkland, átt erfitt með að takast á við björgunarbátana sem siglt hafa frá Norður Afríku eða Tyrklandi. Evrópusambandið Frakkland Ítalía Þýskaland Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Áttatíu og tveir flóttamenn gengu á land á ítölsku eyjunni Lampedusa eftir að hafa verið á sjó í sex daga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ítölsk yfirvöld segja að þau hafi leift skipinu, Ocean Viking eða Hafvíkingnum, að hleypa flóttafólkinu frá borði þar sem flestir um borð munu vera fluttir til annarra landa innan Evrópusambandsins. Landgangan markar breytingar á flóttamannamálum á Ítalíu eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum á fimmtudag. Fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, kom ítrekað í veg fyrir að björgunarskip kæmust í land. Flóttafólkið var flutt af Hafvíkingnum yfir í skip landhelgisgæslunnar áður en það var flutt í land. Nýr utanríkisráðherra, Luigi Di Maio, sagði í samtali við ítalskar fréttastöðvar að höfnin í Lampedusa verði nú opin vegna þess að Evrópusambandið hafi samþykkt beiðni yfirvalda um að flóttafólkið yrði flutt til annarra landa innan sambandsins. Hann bætti við að stefna yfirvalda um opnar hafnir myndi ekki breytast. „Það verður að vera á hreinu að, jafnvel hjá fyrri yfirvöldum, var markmið okkar að tryggja að flóttafólkið sem kæmi til Ítalíu yrði flutt til annarra Evrópulanda.“ Salvini, sem er leiðtogi hægriflokksins League og fyrrverandi stuðningsmaður Di Maio, sagði upp stjórnarsamstarfi flokks síns við Fimm stjörnu flokkinn í síðasta mánuði til þess að til nýrra kosninga yrði blásið. Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, tísti á laugardag að samþykktur hafi verið sértækur evrópskur sáttmáli milli Ítalíu, Frakklands, Þýskalands, Portúgal og Lúxemborgar sem leifði flóttafólkinu á þessu skipi að koma til hafnar. „Við þurfum núna að komast að samkomulagi um það hvernig tekið verður á svona málum í Evrópu,“ bætti hann við.Evrópskt samkomulag um flóttafólk í bígerð Evrópusambandið virðist nálgast einhverskonar samkomulag um það hvernig bregðast eigi við skipum flóttamanna, að minnsta kosti tímabundið. Horst Seehofer, innanríkisráðherra Þýskalands, sagði að ef til samkomulagsins kæmi myndi Þýskaland taka við 25% flóttamanna sem kæmu til Ítalíu. „Það mun vera í samræmi við innflytjendastefnu okkar,“ sagði hann í samtali við Sueddeutche Zeitung dagblaðið á laugardag. Hann sagði tíma til kominn að binda endi á „sársaukafulla ferlið“ sem ganga þarf í gegn um í hvert skipti sem björgunarbátur kæmi í land með flóttafólk. Innanríkisráðherrar Evrópusambandslandanna munu funda í Möltu síðar í mánuðinum til að reyna að komast að samkomulagi um málið áður en leiðtogafundur Evrópusambandsins verður haldinn í Lúxemborg í október. Samkvæmt fréttastofu AFP hafa bæði Frakkland og Þýskaland samþykkt að taka að sér fjórðung flóttafólksins og Ítalía muni taka að sér 10%. Hjálparsamtökin SOS Méditerranée gera út björgunarskipið í samstarfi við Médecins Sans Frontiéres (MSF).82 vulnerable people on board #OceanViking are waiting to be assigned a Place of Safety: 58 men, 6 women, 17 minors & a 1 year old child. Who knows how many more people will lose their lives in the #Mediterranean while #EU member states deliberate their fate? pic.twitter.com/jrW7zbQHic — MSF Sea (@MSF_Sea) September 12, 2019 MSF sagði á Twitter að það hafi fengið leifi fyrir því að sigla til Lampedusa, sex dögum eftir að flóttafólkinu var bjargað undan ströndum Líbíu. Þá hafi 58 karlmenn, sex konur og átján einstaklingar undir lögaldri verið í hópi flóttafólksins. Þar áður hafði MSF birt myndband af viðbrögðum fólksins þegar það fékk fréttirnar um að þau fengju að ganga í land á Ítalíu.The moment 82 rescued men, women and children onboard the #OceanViking heard they had finally been granted a place of safety and are on their way to the island of #Lampedusa in #Italypic.twitter.com/myBY1ZJotp — MSF Sea (@MSF_Sea) September 14, 2019 Á síðustu árum hefur Ítalía, líkt og Grikkland, átt erfitt með að takast á við björgunarbátana sem siglt hafa frá Norður Afríku eða Tyrklandi.
Evrópusambandið Frakkland Ítalía Þýskaland Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira