Trump segir ljósaperur gera sig appelsínugulan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2019 14:01 Trump segir ljósaperur gera sig appelsínugulan. getty/Paul Hennessy Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á fimmtudagskvöld að orkusparandi ljósaperur létu hann líta út fyrir að vera appelsínugulur. Þetta voru aðeins ein fjölda furðulegra ummæla sem hann lét falla um græna orku og loftslagsmál þegar hann ræddi við flokksmenn Repúblikanaflokksins í Baltimore. „Hvað er í gangi með ljósaperurnar?“ spurði Trump í þegar hann lét móðan mása um nokkur umhverfismál í meira en klukkutíma. Hann sagði orkusparandi ljósaperur vera „margfalt dýrari en gömlu perurnar sem virkuðu mjög vel“ og að „ljósið [frá nýju perunum] væri alls ekki gott.“ „Ljósaperurnar sem við erum neydd til að nota láta mig alltaf líta út fyrir að vera appelsínugulur,“ sagði hann á meðan áhorfendur hlógu. Trump hefur ítrekað gert ljósaperur að skotspæni sínum en hann hefur notað þær sem táknmynd alls þess sem hann telur þurfa gagnrýna þegar kemur að orku- og loftslagsmálum. Í upphafi mánaðarins var reglum um orkusjálfbærni lyft í Bandaríkjunum sem leifðu á ný nokkrar týpur ljósapera en gagnrýnendur telja þetta nýjustu tilraun stjórnvalda til að vinna gegn hamfarhlýnun og orkunotkun. Ríkisstjórnin segir afturkölluðu reglurnar, sem voru samdar á síðustu dögum Obama stjórnarinnar og áttu að taka gildi í janúar, myndu láta verð ljósapera hækka upp úr öllu valdi.Loftgæði í Bandaríkjunum best í heimi Í ræðu sinni á fimmtudag talaði Trump einnig gegn Parísarsamkomulaginu sem var undirritað árið 2015, en Trump ákvað að Bandaríkin myndu segja sig úr samkomulaginu snemma á valdatíð sinni. „Hvernig gengur þetta hjá París?“ spurði Trump og benti á gulvesta mótmælin í Frakklandi. Trump sagði mótmælendur „ekki líka það að allir þessir peningar væru sendir til fólks sem það hafði aldrei heyrt af eða landanna þaðan sem það kæmi.“ En sérstaklega hafi gulvesta mótmælendur mótmælt hækkandi skatta á olíu í Frakklandi og hafi kallað eftir að lágmarkslaun yrðu hækkuð. „Talandi um Parísarsamkomulagið,“ sagði Trump, „Þeir ætluðu að ræna af okkur auðnum okkar. Þeir ætluðu að segja að við gætum ekki stundað ákveðin viðskipti. Við getum ekki notað olíuna og gasið. Við getum ekki gert neitt. Þetta hefði verið einn af stærstu harmleikjunum.“ Trump sagði einnig að samkomulagið „myndi ekki gera neitt til að bæta umhverfi okkar“ en myndi þess í stað „refsa“ Bandaríkjunum „á meðan erlendir mengunarvaldar myndu halda áfram án afskipta.“ Obama stjórnin hét því við undirritun samkomulagsins að losun gróðurhúsalofttegunda myndi lækka um 26-28%, miðað við hlutfall gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu árið 2005, árið 2025. Trump tilkynnti árið 2017 að Bandaríkin myndu draga sig úr samkomulaginu. Trump snerti á mörgu öðru í ræðunni, þar á meðal að þar til gerð löggjöf hefði engin áhrif á hreinleika vatna í Bandaríkjunum, en Umhverfisstofnun ríkisins dró þann sama dag til baka löggjöf sem verndar vötn. Hann sagði einnig að loftgæði í Bandaríkjunum væru þau bestu í heiminum, að vatnið í ríkjunum væri hreinna núna en það hefur verið síðustu 25 ár. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á fimmtudagskvöld að orkusparandi ljósaperur létu hann líta út fyrir að vera appelsínugulur. Þetta voru aðeins ein fjölda furðulegra ummæla sem hann lét falla um græna orku og loftslagsmál þegar hann ræddi við flokksmenn Repúblikanaflokksins í Baltimore. „Hvað er í gangi með ljósaperurnar?“ spurði Trump í þegar hann lét móðan mása um nokkur umhverfismál í meira en klukkutíma. Hann sagði orkusparandi ljósaperur vera „margfalt dýrari en gömlu perurnar sem virkuðu mjög vel“ og að „ljósið [frá nýju perunum] væri alls ekki gott.“ „Ljósaperurnar sem við erum neydd til að nota láta mig alltaf líta út fyrir að vera appelsínugulur,“ sagði hann á meðan áhorfendur hlógu. Trump hefur ítrekað gert ljósaperur að skotspæni sínum en hann hefur notað þær sem táknmynd alls þess sem hann telur þurfa gagnrýna þegar kemur að orku- og loftslagsmálum. Í upphafi mánaðarins var reglum um orkusjálfbærni lyft í Bandaríkjunum sem leifðu á ný nokkrar týpur ljósapera en gagnrýnendur telja þetta nýjustu tilraun stjórnvalda til að vinna gegn hamfarhlýnun og orkunotkun. Ríkisstjórnin segir afturkölluðu reglurnar, sem voru samdar á síðustu dögum Obama stjórnarinnar og áttu að taka gildi í janúar, myndu láta verð ljósapera hækka upp úr öllu valdi.Loftgæði í Bandaríkjunum best í heimi Í ræðu sinni á fimmtudag talaði Trump einnig gegn Parísarsamkomulaginu sem var undirritað árið 2015, en Trump ákvað að Bandaríkin myndu segja sig úr samkomulaginu snemma á valdatíð sinni. „Hvernig gengur þetta hjá París?“ spurði Trump og benti á gulvesta mótmælin í Frakklandi. Trump sagði mótmælendur „ekki líka það að allir þessir peningar væru sendir til fólks sem það hafði aldrei heyrt af eða landanna þaðan sem það kæmi.“ En sérstaklega hafi gulvesta mótmælendur mótmælt hækkandi skatta á olíu í Frakklandi og hafi kallað eftir að lágmarkslaun yrðu hækkuð. „Talandi um Parísarsamkomulagið,“ sagði Trump, „Þeir ætluðu að ræna af okkur auðnum okkar. Þeir ætluðu að segja að við gætum ekki stundað ákveðin viðskipti. Við getum ekki notað olíuna og gasið. Við getum ekki gert neitt. Þetta hefði verið einn af stærstu harmleikjunum.“ Trump sagði einnig að samkomulagið „myndi ekki gera neitt til að bæta umhverfi okkar“ en myndi þess í stað „refsa“ Bandaríkjunum „á meðan erlendir mengunarvaldar myndu halda áfram án afskipta.“ Obama stjórnin hét því við undirritun samkomulagsins að losun gróðurhúsalofttegunda myndi lækka um 26-28%, miðað við hlutfall gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu árið 2005, árið 2025. Trump tilkynnti árið 2017 að Bandaríkin myndu draga sig úr samkomulaginu. Trump snerti á mörgu öðru í ræðunni, þar á meðal að þar til gerð löggjöf hefði engin áhrif á hreinleika vatna í Bandaríkjunum, en Umhverfisstofnun ríkisins dró þann sama dag til baka löggjöf sem verndar vötn. Hann sagði einnig að loftgæði í Bandaríkjunum væru þau bestu í heiminum, að vatnið í ríkjunum væri hreinna núna en það hefur verið síðustu 25 ár.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira