Tilgangurinn helgar ekki meðalið Kristín Völundardóttir skrifar 12. september 2019 14:49 Í þessari viku hafa samtökin Réttur barna á flótta birt myndbönd til stuðnings fjáröflunarátaki fyrir börn á flótta. Þar virðist tilgangurinn vera að slá upp spaugilegri mynd af störfum starfsfólks Útlendingastofnunar í þágu átaksins og til að koma á framfæri gagnrýni á meðferð mála þessa viðkvæma hóps. Það er gott og vel en ekki er hægt að láta hjá líða að gera athugasemdir við nálgun átaksins. Í myndböndum samtakanna er vegið gróflega að æru og heiðarleika starfsfólks Útlendingastofnunar og því gefið að sök að fylgja annarlegum sjónarmiðum í sínum störfum og að virða ekki þau lög og reglur sem þeim ber að fara eftir. Það er eitt að hafa skoðun á því hvernig lög og reglur eru hér á landi og eftir atvikum hvort framkvæmd þeirra tryggi þau markmið sem sett eru fram í löggjöf. En að níða skóinn af því starfsfólki sem vinnur við þennan krefjandi málaflokk á hverjum degi er vægast sagt smekklaust og ófyrirleitið. Með því að beina spjótum sínum að starfsfólki, jafnvel undir því yfirskini að um grín sé að ræða, er reynt að hafa áhrif á vinnubrögð starfsfólksins sem og þá ímynd sem almenningur hefur af þeim einstaklingum sem vinna við þennan málaflokk, í þeim tilgangi væntanlega að þeir skammist sín fyrir að fara eftir sinni bestu sannfæringu í störfum sínum við framkvæmd laga og reglna. Málefnalegri nálgun væri að beina gagnrýninni að þeim sem fara með stjórn þessa málaflokks og handhöfum löggjafarvaldsins og gera það með áreiðanlegum upplýsingum og hófstilltri orðræðu.Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessari viku hafa samtökin Réttur barna á flótta birt myndbönd til stuðnings fjáröflunarátaki fyrir börn á flótta. Þar virðist tilgangurinn vera að slá upp spaugilegri mynd af störfum starfsfólks Útlendingastofnunar í þágu átaksins og til að koma á framfæri gagnrýni á meðferð mála þessa viðkvæma hóps. Það er gott og vel en ekki er hægt að láta hjá líða að gera athugasemdir við nálgun átaksins. Í myndböndum samtakanna er vegið gróflega að æru og heiðarleika starfsfólks Útlendingastofnunar og því gefið að sök að fylgja annarlegum sjónarmiðum í sínum störfum og að virða ekki þau lög og reglur sem þeim ber að fara eftir. Það er eitt að hafa skoðun á því hvernig lög og reglur eru hér á landi og eftir atvikum hvort framkvæmd þeirra tryggi þau markmið sem sett eru fram í löggjöf. En að níða skóinn af því starfsfólki sem vinnur við þennan krefjandi málaflokk á hverjum degi er vægast sagt smekklaust og ófyrirleitið. Með því að beina spjótum sínum að starfsfólki, jafnvel undir því yfirskini að um grín sé að ræða, er reynt að hafa áhrif á vinnubrögð starfsfólksins sem og þá ímynd sem almenningur hefur af þeim einstaklingum sem vinna við þennan málaflokk, í þeim tilgangi væntanlega að þeir skammist sín fyrir að fara eftir sinni bestu sannfæringu í störfum sínum við framkvæmd laga og reglna. Málefnalegri nálgun væri að beina gagnrýninni að þeim sem fara með stjórn þessa málaflokks og handhöfum löggjafarvaldsins og gera það með áreiðanlegum upplýsingum og hófstilltri orðræðu.Höfundur er forstjóri Útlendingastofnunar.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar