Johnson neitar því að hafa logið að drottningunni Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2019 12:38 Deilt er um hvað Johnson gekk til þegar hann frestaði þingfundum í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu úr ESB. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafnar því að hann hafi logið að Elísabetu drottningu þegar hann lagði til við hana að fresta þingfundum í fimm vikur. Dómstóll á Skotlandi úrskurðaði að sú ákvörðun hefði verið ólögmæt og að Johnson hefði í reynt blekkt drottninguna. Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. Johnson hefur verið sakaður um „valdarán“. Honum gangi það til að koma í veg fyrir að þingið geti komið í veg fyrir að hann dragi Breta úr ESB án útgöngusamnings. Undir það tók dómstóllinn á Skotlandi að hluta til í gær. Töldu þrír dómarar að fyrir Johnson hafi vakað að „múlbinda“ þingið á ólögmætan hátt. Hann hefði þannig í reynd blekkt drottninguna þegar hann gerði tillögu við hana að fresta þingi. Formlega séð er það drottnigin sem hefur vald til að fresta þingi en það gerir hún samkvæmt venju að ráði forsætisráðherra. Johnson vísaði til þess að það væri alvanalegt að ný ríkisstjórn frestaði þingi þegar hún tæki við og hún fengi tækifæri til að lýsa stefnu sinni við upphaf nýs þings. „Alls ekki,“ svaraði Johnson þegar hann var spurður að því hvort hann hefði logið að drottningunni um ástæður þess að fresta ætti þingi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hæstiréttur muni hafa lokaorðið um hvort ákvörðunin um frestun þingfunda hafi verið lögleg. Breskir stjórnmálamenn deila nú um skýrslu um neyðarráðstafanir stjórnvalda vegna Brexit sem birt var í gær. Í henni kemur fram að hætta sé á matvæla- og eldsneytisskorti gangi Bretland úr Evrópusambandinu án samnings í lok október. Johnson fullyrðir að Bretland verði tilbúið fyrir útgönguna án samnings ef þörf krefur. Skýrslan lýsi aðeins skynsamlegum undirbúningi og viðbúnaði við verstu mögulegu sviðsmynd. Bretland Brexit Tengdar fréttir Svört skýrsla um áhrif Brexit án samnings ekki lengur leyndarmál Fari svo að Bretar gangi út Evrópusambandinu án samnings eins og stefnir í þann 31. október næstkomandi gæti matarverð hækkað, eldsneyti orðið dýrara og skortur á lyfjum gæti orðið viðvarandi um tíma. 12. september 2019 07:02 Áfangasigri gegn Johnson fagnað Breska stjórnarandstaðan fagnar ákaflega niðurstöðu æðsta dómstóls Skotlands. Dómari úrskurðaði ákvörðun ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum ólöglega í dag. 11. september 2019 19:00 Skoskur dómstóll telur frestun þingfunda ólöglega Úrskurðurinn hefur ekki áhrif á frestunina strax. Hæstiréttur tekur málið fyrir í næstu viku. 11. september 2019 10:18 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafnar því að hann hafi logið að Elísabetu drottningu þegar hann lagði til við hana að fresta þingfundum í fimm vikur. Dómstóll á Skotlandi úrskurðaði að sú ákvörðun hefði verið ólögmæt og að Johnson hefði í reynt blekkt drottninguna. Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. Johnson hefur verið sakaður um „valdarán“. Honum gangi það til að koma í veg fyrir að þingið geti komið í veg fyrir að hann dragi Breta úr ESB án útgöngusamnings. Undir það tók dómstóllinn á Skotlandi að hluta til í gær. Töldu þrír dómarar að fyrir Johnson hafi vakað að „múlbinda“ þingið á ólögmætan hátt. Hann hefði þannig í reynd blekkt drottninguna þegar hann gerði tillögu við hana að fresta þingi. Formlega séð er það drottnigin sem hefur vald til að fresta þingi en það gerir hún samkvæmt venju að ráði forsætisráðherra. Johnson vísaði til þess að það væri alvanalegt að ný ríkisstjórn frestaði þingi þegar hún tæki við og hún fengi tækifæri til að lýsa stefnu sinni við upphaf nýs þings. „Alls ekki,“ svaraði Johnson þegar hann var spurður að því hvort hann hefði logið að drottningunni um ástæður þess að fresta ætti þingi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hæstiréttur muni hafa lokaorðið um hvort ákvörðunin um frestun þingfunda hafi verið lögleg. Breskir stjórnmálamenn deila nú um skýrslu um neyðarráðstafanir stjórnvalda vegna Brexit sem birt var í gær. Í henni kemur fram að hætta sé á matvæla- og eldsneytisskorti gangi Bretland úr Evrópusambandinu án samnings í lok október. Johnson fullyrðir að Bretland verði tilbúið fyrir útgönguna án samnings ef þörf krefur. Skýrslan lýsi aðeins skynsamlegum undirbúningi og viðbúnaði við verstu mögulegu sviðsmynd.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Svört skýrsla um áhrif Brexit án samnings ekki lengur leyndarmál Fari svo að Bretar gangi út Evrópusambandinu án samnings eins og stefnir í þann 31. október næstkomandi gæti matarverð hækkað, eldsneyti orðið dýrara og skortur á lyfjum gæti orðið viðvarandi um tíma. 12. september 2019 07:02 Áfangasigri gegn Johnson fagnað Breska stjórnarandstaðan fagnar ákaflega niðurstöðu æðsta dómstóls Skotlands. Dómari úrskurðaði ákvörðun ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum ólöglega í dag. 11. september 2019 19:00 Skoskur dómstóll telur frestun þingfunda ólöglega Úrskurðurinn hefur ekki áhrif á frestunina strax. Hæstiréttur tekur málið fyrir í næstu viku. 11. september 2019 10:18 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Svört skýrsla um áhrif Brexit án samnings ekki lengur leyndarmál Fari svo að Bretar gangi út Evrópusambandinu án samnings eins og stefnir í þann 31. október næstkomandi gæti matarverð hækkað, eldsneyti orðið dýrara og skortur á lyfjum gæti orðið viðvarandi um tíma. 12. september 2019 07:02
Áfangasigri gegn Johnson fagnað Breska stjórnarandstaðan fagnar ákaflega niðurstöðu æðsta dómstóls Skotlands. Dómari úrskurðaði ákvörðun ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum ólöglega í dag. 11. september 2019 19:00
Skoskur dómstóll telur frestun þingfunda ólöglega Úrskurðurinn hefur ekki áhrif á frestunina strax. Hæstiréttur tekur málið fyrir í næstu viku. 11. september 2019 10:18