Hjörtur búinn að vinna sér fast sæti í landsliðinu en spilar samt ekki sína stöðu Óskar Ófeigur Jónsson í Tirana skrifar 10. september 2019 10:00 Hjörtur Hermannsson. Mynd/S2 Sport Hjörtur Hermannsson er nýjasta nafnið í byrjunarliði íslenska landsliðsins. Hann hefur verið í kringum liðið í nokkur ár en hefur fengið sitt fyrsta alvöru tækifæri í þessari undankeppni. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi komið mjög vel út að setja hann í liðið því íslenska landsliðið hefur unnið alla sína leiki síðan. Íslenska liðið mætir Albaníu í kvöld og getur þar haldið sigurgöngu sinni áfram. „Þetta verður erfiður leikur hjá okkur. Við erum búnir að klára þá á heimavelli og það var erfiður leikur svo það sé á hreinu. Nú erum við komnir út í Albaníu og við erum að fara mæta sterku liði en ég held að þetta verði allt annar leikur en var á okkar heimavelli,“ sagði Hjörtur Hermannsson. „Þetta verður líka allt annar leikur en við spiluðum á laugardaginn. Við verðum bara að vera gíraðir. Þeir eru mjög fastir fyrir og sterkir, með stóra og sterka framherja og fara í mörg návígi. Við þurfum bara að mæta þeim í því,“ sagði Hjörtur. Hann er nú kominn í öðruvísi hlutverk hjá íslenska liðinu og er ekki lengur áhorfandi og varaskeifa. „Eins og í mörgu öðru þegar þú færð meiri reynslu þá líður þér betur. Nú er ég kominn með fleiri leiki undir beltið og fleiri leiki með strákunum í liðinu. Mér líður því bara betur með hverju verkefninu sem kemur. Ég er búinn að vera í kringum þennan hóp alveg frá því á EM og fyrir EM jafnvel. Þetta er meira eða minna sami hópurinn þannig að ég er búinn að vera ágætlega lengi í kringum þessa drengi. Ég þekki því alveg inn á þetta en það er öðruvísi að vera vikur þátttakandi og það er frábært,“ sagði Hjörtur. Hann er samt ekki að spila sína stöðu með íslenska landsliðinu eins og er. „Ég er að spila sem miðvörður í Danmörku og það er öðruvísi en að spila hægri bakvörð með landsliðinu. Ég er náttúrulega varnarmaður og sem miðvörður þá veit ég vel hvað ég ætlast til að mínum hægri bakverði. Ég reyni bara að skila því sem best hér eins og ég myndi vilja að minn hægri bakvörður myndi spila. Það er bara að skila minni varnarvinnu sem best og reyna svo að vaxa inn í mitt hlutverk sóknarlega. Mér finnst það hafa gengið þó nokkuð vel og þá sérstaklega í síðasta leik,“ sagði Hjörtur.Klippa: Hjörtur um sína stöðu í landsliðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Hjörtur Hermannsson er nýjasta nafnið í byrjunarliði íslenska landsliðsins. Hann hefur verið í kringum liðið í nokkur ár en hefur fengið sitt fyrsta alvöru tækifæri í þessari undankeppni. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi komið mjög vel út að setja hann í liðið því íslenska landsliðið hefur unnið alla sína leiki síðan. Íslenska liðið mætir Albaníu í kvöld og getur þar haldið sigurgöngu sinni áfram. „Þetta verður erfiður leikur hjá okkur. Við erum búnir að klára þá á heimavelli og það var erfiður leikur svo það sé á hreinu. Nú erum við komnir út í Albaníu og við erum að fara mæta sterku liði en ég held að þetta verði allt annar leikur en var á okkar heimavelli,“ sagði Hjörtur Hermannsson. „Þetta verður líka allt annar leikur en við spiluðum á laugardaginn. Við verðum bara að vera gíraðir. Þeir eru mjög fastir fyrir og sterkir, með stóra og sterka framherja og fara í mörg návígi. Við þurfum bara að mæta þeim í því,“ sagði Hjörtur. Hann er nú kominn í öðruvísi hlutverk hjá íslenska liðinu og er ekki lengur áhorfandi og varaskeifa. „Eins og í mörgu öðru þegar þú færð meiri reynslu þá líður þér betur. Nú er ég kominn með fleiri leiki undir beltið og fleiri leiki með strákunum í liðinu. Mér líður því bara betur með hverju verkefninu sem kemur. Ég er búinn að vera í kringum þennan hóp alveg frá því á EM og fyrir EM jafnvel. Þetta er meira eða minna sami hópurinn þannig að ég er búinn að vera ágætlega lengi í kringum þessa drengi. Ég þekki því alveg inn á þetta en það er öðruvísi að vera vikur þátttakandi og það er frábært,“ sagði Hjörtur. Hann er samt ekki að spila sína stöðu með íslenska landsliðinu eins og er. „Ég er að spila sem miðvörður í Danmörku og það er öðruvísi en að spila hægri bakvörð með landsliðinu. Ég er náttúrulega varnarmaður og sem miðvörður þá veit ég vel hvað ég ætlast til að mínum hægri bakverði. Ég reyni bara að skila því sem best hér eins og ég myndi vilja að minn hægri bakvörður myndi spila. Það er bara að skila minni varnarvinnu sem best og reyna svo að vaxa inn í mitt hlutverk sóknarlega. Mér finnst það hafa gengið þó nokkuð vel og þá sérstaklega í síðasta leik,“ sagði Hjörtur.Klippa: Hjörtur um sína stöðu í landsliðinu
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira