Risavaxin reikistjarna veldur heilabrotum Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2019 14:30 Teikning listamanns af hvernig gasrisinn GJ3512b gæti litið út á braut um móðurstjörnu sína. Háskólinn í Bern/CARMENES/RenderArea/J. Bollaín/C. Gallego Fjarreikistjarna sem stjörnufræðingar fundu er svo stór að hún ætti ekki að geta verið til samkvæmt kenningum um myndun og þróun reikistjarna. Hlutfallslega er reikistjarnan mun stærri borið saman við móðurstjörnu sína en Júpíter og sólin. Gasrisinn gengur á braut um stjörnuna GJ3512 sem er svonefndur rauður dvergur, algengasta tegund stjörnu í alheiminum, í um 39 ljósára fjarlægð frá jöðinni. Massi hans er aðeins um tíundi hluti af massa sólarinnar okkar. Reikistjarnan er afar stór í samanburði við móðurstjörnuna. Þannig er stjarnan um 270 sinnum massameiri en reikistjarnan en til samanburðar er sólin okkar um 1.050 sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Núverandi kenningar manna um hvernig reikistjörnur myndast úr gas- og rykskífum umhverfis rauða dverga gera ráð fyrir að þær ættu aðeins að vera á stærð við jörðina eða nokkru stærri. Massi reikistjörnunnar á braut um GJ3512 er hins vegar um það bil helmingurinn af massa Júpíters. Til samanburðar er Júpíter um 318 sinnum massameiri en jörðin. Vísindamenn frá Spáni og Þýskalandi birtu grein um uppgötvun sína í vísindaritinu Science í gær.Reynir á núverandi kenningar Almennt telja menn að reikistjörnur myndist í gas- og rykskýjum í kringum nýjar stjörnur þegar litlir hnullungar stækka smám saman í stærri hnetti. Fram að þessu hafa vísindamenn talið að stórar reikistjörnur myndist utarlega í nýjum sólkerfum. Ískjarnar safni til sín gasi hratt og vaxi í gas- og ísrisa. Alþjóðlegur hópur vísindamanna sem fann reikistjörnuna GJ3512b setur fram þá tilgátu að gas- og rykskífur utan um litlar stjörnur séu ekki nógu efnismiklar til að þetta gerist. Þeir telja líklegra að reikistjarnan GJ3512b hafi myndast hratt þegar hluti skífunnar féll saman undir eigin þunga. Það geti gerst í tilfellum þegar massi skífunnar er meiri en einn tíundi af massa móðurstjörnunnar. Þyngdarkraftur stjörnunnar dugi þá ekki til að halda skífunni stöðugri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Efni skífunnar dragist inn að stjörnunni þar sem það myndar klump sem þróast á endanum í reikistjörnu. Þetta ætti að gerast fjær stjörnunni á meðan hefðbundnari reikistjörnumyndun eigi sér stað nær henni. Þannig telja vísindamennirnir að GJ3512b hafi færst töluvert innar í sólkerfinu frá þeim stað þar sem hún myndaðist. GJ3512b gengur um móðurstjörnu sína á 204 dögum og er stærstan hluta þess tíma nær henni en Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar, er sólinni. Sérkennileg sporöskjulaga brautin er talin vísbending um að fleiri stórar reikistjörnur sé að finna í sólkerfinu sem hafi áhrif á braut GJ3512b. Hubert Klahr, einn höfunda rannsóknarinnar frá Max Plank-stjarnvísindastofnuninni í Þýskalandi segir að uppgötvun reikistjörnunnar þýði að vísindamenn þurfi að endurskoða líkön sín um hvernig reikistjörnum myndast. Geimurinn Vísindi Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Fjarreikistjarna sem stjörnufræðingar fundu er svo stór að hún ætti ekki að geta verið til samkvæmt kenningum um myndun og þróun reikistjarna. Hlutfallslega er reikistjarnan mun stærri borið saman við móðurstjörnu sína en Júpíter og sólin. Gasrisinn gengur á braut um stjörnuna GJ3512 sem er svonefndur rauður dvergur, algengasta tegund stjörnu í alheiminum, í um 39 ljósára fjarlægð frá jöðinni. Massi hans er aðeins um tíundi hluti af massa sólarinnar okkar. Reikistjarnan er afar stór í samanburði við móðurstjörnuna. Þannig er stjarnan um 270 sinnum massameiri en reikistjarnan en til samanburðar er sólin okkar um 1.050 sinnum massameiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Núverandi kenningar manna um hvernig reikistjörnur myndast úr gas- og rykskífum umhverfis rauða dverga gera ráð fyrir að þær ættu aðeins að vera á stærð við jörðina eða nokkru stærri. Massi reikistjörnunnar á braut um GJ3512 er hins vegar um það bil helmingurinn af massa Júpíters. Til samanburðar er Júpíter um 318 sinnum massameiri en jörðin. Vísindamenn frá Spáni og Þýskalandi birtu grein um uppgötvun sína í vísindaritinu Science í gær.Reynir á núverandi kenningar Almennt telja menn að reikistjörnur myndist í gas- og rykskýjum í kringum nýjar stjörnur þegar litlir hnullungar stækka smám saman í stærri hnetti. Fram að þessu hafa vísindamenn talið að stórar reikistjörnur myndist utarlega í nýjum sólkerfum. Ískjarnar safni til sín gasi hratt og vaxi í gas- og ísrisa. Alþjóðlegur hópur vísindamanna sem fann reikistjörnuna GJ3512b setur fram þá tilgátu að gas- og rykskífur utan um litlar stjörnur séu ekki nógu efnismiklar til að þetta gerist. Þeir telja líklegra að reikistjarnan GJ3512b hafi myndast hratt þegar hluti skífunnar féll saman undir eigin þunga. Það geti gerst í tilfellum þegar massi skífunnar er meiri en einn tíundi af massa móðurstjörnunnar. Þyngdarkraftur stjörnunnar dugi þá ekki til að halda skífunni stöðugri, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Efni skífunnar dragist inn að stjörnunni þar sem það myndar klump sem þróast á endanum í reikistjörnu. Þetta ætti að gerast fjær stjörnunni á meðan hefðbundnari reikistjörnumyndun eigi sér stað nær henni. Þannig telja vísindamennirnir að GJ3512b hafi færst töluvert innar í sólkerfinu frá þeim stað þar sem hún myndaðist. GJ3512b gengur um móðurstjörnu sína á 204 dögum og er stærstan hluta þess tíma nær henni en Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar, er sólinni. Sérkennileg sporöskjulaga brautin er talin vísbending um að fleiri stórar reikistjörnur sé að finna í sólkerfinu sem hafi áhrif á braut GJ3512b. Hubert Klahr, einn höfunda rannsóknarinnar frá Max Plank-stjarnvísindastofnuninni í Þýskalandi segir að uppgötvun reikistjörnunnar þýði að vísindamenn þurfi að endurskoða líkön sín um hvernig reikistjörnum myndast.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent