Sýknaður af nauðgunarákæru eftir átján mánaða dóm í héraði Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2019 17:59 Landsréttur sýknaði manninn eftir að hann hlaut átján mánaða dóm í héraði. Vísir/vilhelm Karlmaður, sem í fyrra var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun, var sýknaður af nauðgunarákærunni í Landsrétti í dag. Dómurinn leit m.a. til þess að framburður vitnis í málinu, sem svaf í sama rúmi og þolandi og ákærði, hefði verið óstöðugur.Gistu saman í rúmi eftir skemmtiferð Þann 12. júní 2017 kærði stúlkan manninn, sem þá var sautján ára, fyrir nauðgun. Hjá lögreglu sagðist hún hafa farið með frænku sinni, kærasta hennar og hinum dæmda í skemmtiferð austur í sveitir í maí sama ár. Þegar komið var til baka hefði kærastinn farið heim til sín en hin þrjú farið heim til frænkunnar. Maðurinn hafi beðið um að fá að gista og var það samþykkt. Þau hefðu legið þrjú í sama rúmi og hefði ákærði legið við vegg, stúlkan í miðjunni og loks frænkan. Stúlkan sagði að þau hafi sofnað en hún hefði vaknað við að ákærði hefði verið að káfa á henni innanklæða og sagði að þau hefðu öll verið klædd í boli og nærbuxur. Stúlkan sagðist hafa ýtt ákærða frá sér og hefði hann hætt og beðist afsökunar. Þau hefðu þá sofnað aftur en stúlkan síðar vaknað aftur við að ákærði hefði verið búinn að draga nærbuxur hennar niður á læri og hefði verið að reyna að setja lim sinn inn í leggöng hennar þar sem hún hefði legið með bakið í hann. Hún kvaðst hafa sofnað aftur en vaknað á ný við það að ákærði var að setja liminn inn í leggöng hennar. Þá kvaðst hún hafa „frosið“ og þá hefði ákærða tekist að koma limnum inn og byrjað að hafa við hana samfarir. Hann hefði svo hætt þegar frænkan hefði vaknað. Í framhaldinu hefðu þau öll sofnað. Maðurinn neitaði ávallt sök. Niðurstaða héraðsdóms var að endingu sú að framburður stúlkunnar væri trúverðugur og stöðugur allt frá upphafi. Jafnframt hefði hann passað við sönnunargögn í málinu og einkum vitnisburði frænkunnar sem svaf í rúminu umrædda nótt. Framburður frænkunnar ekki í samræmi við framburð konunnar Maðurinn áfrýjaði málinu í desember í fyrra og krafðist þess að málinu yrði vísað frá en til vara að hann yrði sýknaður. Maðurinn, konan og frænkan komu öll fyrir dóminn þegar málið var tekið fyrir í Landsrétti. Þar hélt maðurinn áfram fram sakleysi sínu en viðurkenndi þó að hafa farið undir sæng brotaþola vegna þess að honum var kalt. Rétturinn leit til þess að framburður frænkunnar hefði verið í ósamræmi við framburð konunnar og „nokkuð óstöðugur um þýðingarmikil atriði“. Framburðir annarra væru byggðir á endursögn konunnar og sama ætti við um vottorð sérfræðinga en þau voru ekki talin styðja með beinum hætti að maðurinn hefði gerst sekur um brot gegn henni. Með vísan til þess og eindreginni neitun mannsins var ekki talið að sýnt hefði verið fram á, svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hefði haft samræði við konuna án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi eða ólögmætri nauðung. Hann var því sýknaður. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun eftir skemmtiferð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 18 ára karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa í maí 2017 haft samræði við ólögráða stúlku án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. 13. desember 2018 16:21 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Karlmaður, sem í fyrra var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun, var sýknaður af nauðgunarákærunni í Landsrétti í dag. Dómurinn leit m.a. til þess að framburður vitnis í málinu, sem svaf í sama rúmi og þolandi og ákærði, hefði verið óstöðugur.Gistu saman í rúmi eftir skemmtiferð Þann 12. júní 2017 kærði stúlkan manninn, sem þá var sautján ára, fyrir nauðgun. Hjá lögreglu sagðist hún hafa farið með frænku sinni, kærasta hennar og hinum dæmda í skemmtiferð austur í sveitir í maí sama ár. Þegar komið var til baka hefði kærastinn farið heim til sín en hin þrjú farið heim til frænkunnar. Maðurinn hafi beðið um að fá að gista og var það samþykkt. Þau hefðu legið þrjú í sama rúmi og hefði ákærði legið við vegg, stúlkan í miðjunni og loks frænkan. Stúlkan sagði að þau hafi sofnað en hún hefði vaknað við að ákærði hefði verið að káfa á henni innanklæða og sagði að þau hefðu öll verið klædd í boli og nærbuxur. Stúlkan sagðist hafa ýtt ákærða frá sér og hefði hann hætt og beðist afsökunar. Þau hefðu þá sofnað aftur en stúlkan síðar vaknað aftur við að ákærði hefði verið búinn að draga nærbuxur hennar niður á læri og hefði verið að reyna að setja lim sinn inn í leggöng hennar þar sem hún hefði legið með bakið í hann. Hún kvaðst hafa sofnað aftur en vaknað á ný við það að ákærði var að setja liminn inn í leggöng hennar. Þá kvaðst hún hafa „frosið“ og þá hefði ákærða tekist að koma limnum inn og byrjað að hafa við hana samfarir. Hann hefði svo hætt þegar frænkan hefði vaknað. Í framhaldinu hefðu þau öll sofnað. Maðurinn neitaði ávallt sök. Niðurstaða héraðsdóms var að endingu sú að framburður stúlkunnar væri trúverðugur og stöðugur allt frá upphafi. Jafnframt hefði hann passað við sönnunargögn í málinu og einkum vitnisburði frænkunnar sem svaf í rúminu umrædda nótt. Framburður frænkunnar ekki í samræmi við framburð konunnar Maðurinn áfrýjaði málinu í desember í fyrra og krafðist þess að málinu yrði vísað frá en til vara að hann yrði sýknaður. Maðurinn, konan og frænkan komu öll fyrir dóminn þegar málið var tekið fyrir í Landsrétti. Þar hélt maðurinn áfram fram sakleysi sínu en viðurkenndi þó að hafa farið undir sæng brotaþola vegna þess að honum var kalt. Rétturinn leit til þess að framburður frænkunnar hefði verið í ósamræmi við framburð konunnar og „nokkuð óstöðugur um þýðingarmikil atriði“. Framburðir annarra væru byggðir á endursögn konunnar og sama ætti við um vottorð sérfræðinga en þau voru ekki talin styðja með beinum hætti að maðurinn hefði gerst sekur um brot gegn henni. Með vísan til þess og eindreginni neitun mannsins var ekki talið að sýnt hefði verið fram á, svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hefði haft samræði við konuna án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi eða ólögmætri nauðung. Hann var því sýknaður.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun eftir skemmtiferð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 18 ára karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa í maí 2017 haft samræði við ólögráða stúlku án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. 13. desember 2018 16:21 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun eftir skemmtiferð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 18 ára karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun með því að hafa í maí 2017 haft samræði við ólögráða stúlku án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. 13. desember 2018 16:21