Kristín hættir hjá Fréttablaðinu Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2019 15:43 Kristín Þorsetinsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kristín Þorsteinsdóttir hefur látið af störfum hjá Fréttablaðinu. Hún hefur verið útgefandi Fréttablaðsins síðustu ár og þar áður aðalritstjóri. Í bréfi sem Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður og helmingseigandi í Torgi sem rekur Fréttablaðið, sendi á starfsmenn blaðsins í dag segir að starf útgefanda hafi einfaldast við sölu á eignum til Sýnar og hefur það því verið lagt niður í núverandi mynd. Allir rekstrarþættir starfsins færast til Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins. Ingibjörg sjálf tekur við öðrum þáttum starfsins. Ingibjörg átti Torg í heild sinni þar til í júlí þegar Helgi Magnússon keypti helming félagsins.Sjá einnig: Helgi Magnússon kaupir helminginn í FréttablaðinuÍ færslu á Facebook-síðu sinni segir Kristín að um dýrðlega daga hafi verið að ræða, þó auðvitað hafi skipst á skin og skúrir. Hún stýrði fréttastofu 365 sem aðalritstjóri og útgefandi, og svo Fréttablaðinu, eftir að fyrirtækinu var skipt upp, í rúm fimm ár. „En nú skilur leiðir. Allt tekur enda. Vonandi tekur eitthvað nýtt og skemmtilegt við. Nóg er starfsorkan,“ skrifar Kristín. Kristín var á sínum tíma fréttamaður á Ríkisútvarpinu en varð síðar meðal annars kynningarfulltrúi Baugs þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður Ingibjargar, var forstjóri, og upplýsingafulltrúi Iceland Express. Hún sat í stjórn 365 miðla, tók við sem aðalritstjóri árið 2014 af Mikael Torfasyni. Hún hefur undanfarin ár verið útgefandi Fréttablaðsins. Þær breytingar urðu á eignarhaldi Torgs í sumar að Helgi Magnússon keypti helmingshlut í Torgi af Ingibjörgu Pálmadóttur. Kristín hefur verið í veikindaleyfi undanfarna mánuði og kveður nú Fréttablaðið. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Kristín Þorsteinsdóttir hefur látið af störfum hjá Fréttablaðinu. Hún hefur verið útgefandi Fréttablaðsins síðustu ár og þar áður aðalritstjóri. Í bréfi sem Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður og helmingseigandi í Torgi sem rekur Fréttablaðið, sendi á starfsmenn blaðsins í dag segir að starf útgefanda hafi einfaldast við sölu á eignum til Sýnar og hefur það því verið lagt niður í núverandi mynd. Allir rekstrarþættir starfsins færast til Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins. Ingibjörg sjálf tekur við öðrum þáttum starfsins. Ingibjörg átti Torg í heild sinni þar til í júlí þegar Helgi Magnússon keypti helming félagsins.Sjá einnig: Helgi Magnússon kaupir helminginn í FréttablaðinuÍ færslu á Facebook-síðu sinni segir Kristín að um dýrðlega daga hafi verið að ræða, þó auðvitað hafi skipst á skin og skúrir. Hún stýrði fréttastofu 365 sem aðalritstjóri og útgefandi, og svo Fréttablaðinu, eftir að fyrirtækinu var skipt upp, í rúm fimm ár. „En nú skilur leiðir. Allt tekur enda. Vonandi tekur eitthvað nýtt og skemmtilegt við. Nóg er starfsorkan,“ skrifar Kristín. Kristín var á sínum tíma fréttamaður á Ríkisútvarpinu en varð síðar meðal annars kynningarfulltrúi Baugs þar sem Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginmaður Ingibjargar, var forstjóri, og upplýsingafulltrúi Iceland Express. Hún sat í stjórn 365 miðla, tók við sem aðalritstjóri árið 2014 af Mikael Torfasyni. Hún hefur undanfarin ár verið útgefandi Fréttablaðsins. Þær breytingar urðu á eignarhaldi Torgs í sumar að Helgi Magnússon keypti helmingshlut í Torgi af Ingibjörgu Pálmadóttur. Kristín hefur verið í veikindaleyfi undanfarna mánuði og kveður nú Fréttablaðið.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira