Ákærður fyrir að hafa hótað starfsmanni TR: „Ég verð víst að heimsækja fjölskylduna þína aftur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2019 20:45 Lögregla fann einnig haglaskot í náttborðsskúffu á heimili mannsins. Vísir/Sigurjón. Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ýmis brot gegn valdstjórninni sem beindust fyrst og fremst að starfsmanni Tryggingastofnunnar ríkisins. Er honum gefið að sök að hafa hótað starfsmanninum líkamsmeiðingum, en starfsmaður hafði með mál mannsins að gera hjá stofnuninni. Meðal þess sem maðurinn er ákærður fyrir er að hafa að kvöldi 25. júlí á síðasta ári kastað brúsa með bensíni að heimili starfsmannsins. Fyrr um daginn hafði hann hótað sama starfsmanni líkamsmeiðingun. Í ákærunni er sagt að það hinn ákærði hafi gert þetta í því skyni að valda starfsmanninum ótta. Er honum gert að sök að hafa reynt að neyða starfsmanninn til þess að leiðrétta og endurgreiða bótagreiðslur mannsins. Þá er honum einnig gefið að sök að hafa hótað starfsmanninum ofbeldi með því að hafa sent starfsmanninum tölvupóst þann 23. febrúar síðastliðinn þar sem eftirfarandi skilaboð komu fram, sem að mati ákæruvaldsins flokkist sem brot gegn valdstjórninni:„ég verð víst að heimsækja fjölskylduna þína aftur, helvítis tussan þín..kannski B þingmaður langi til að nauðga þér ég vill allt annað...“ Er maðurinn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórnni með því að hafa sent sama starfsmanni annan tölvupóst, daginn eftir fyrri tölvupóstinn. Þar hótaði hann starfsmanninum ofbeldi með því að senda eftirfarandi skilaboð:„helvítis tussa sem ætti skilið eða dæturnar að vera stungnar með skítugri sprautunál...þið hatið mig og ég hata ykkur meira og veit hvar þið búið!!!“ Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 0,38 grömm af marijúna sem lögreglan fann við leit á heimi hans í febrúar. Þar fann lögregla einnig tíu haglaskot af tegundini Winchester í ólæstro náttborðsskúffu við leit á heimili hans. Er maðurinn ákærður fyrir brot á vopnalögum fyrir að hafa haglaskotin í vörslu sinni án skotvopnaleyfis, sem og að hafa ekki geymt skotfærin á fullnægjandi hátt. Aðalmeðferð í málinu fer fram þann 17. október í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómsmál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ýmis brot gegn valdstjórninni sem beindust fyrst og fremst að starfsmanni Tryggingastofnunnar ríkisins. Er honum gefið að sök að hafa hótað starfsmanninum líkamsmeiðingum, en starfsmaður hafði með mál mannsins að gera hjá stofnuninni. Meðal þess sem maðurinn er ákærður fyrir er að hafa að kvöldi 25. júlí á síðasta ári kastað brúsa með bensíni að heimili starfsmannsins. Fyrr um daginn hafði hann hótað sama starfsmanni líkamsmeiðingun. Í ákærunni er sagt að það hinn ákærði hafi gert þetta í því skyni að valda starfsmanninum ótta. Er honum gert að sök að hafa reynt að neyða starfsmanninn til þess að leiðrétta og endurgreiða bótagreiðslur mannsins. Þá er honum einnig gefið að sök að hafa hótað starfsmanninum ofbeldi með því að hafa sent starfsmanninum tölvupóst þann 23. febrúar síðastliðinn þar sem eftirfarandi skilaboð komu fram, sem að mati ákæruvaldsins flokkist sem brot gegn valdstjórninni:„ég verð víst að heimsækja fjölskylduna þína aftur, helvítis tussan þín..kannski B þingmaður langi til að nauðga þér ég vill allt annað...“ Er maðurinn einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórnni með því að hafa sent sama starfsmanni annan tölvupóst, daginn eftir fyrri tölvupóstinn. Þar hótaði hann starfsmanninum ofbeldi með því að senda eftirfarandi skilaboð:„helvítis tussa sem ætti skilið eða dæturnar að vera stungnar með skítugri sprautunál...þið hatið mig og ég hata ykkur meira og veit hvar þið búið!!!“ Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa haft í vörslu sinni 0,38 grömm af marijúna sem lögreglan fann við leit á heimi hans í febrúar. Þar fann lögregla einnig tíu haglaskot af tegundini Winchester í ólæstro náttborðsskúffu við leit á heimili hans. Er maðurinn ákærður fyrir brot á vopnalögum fyrir að hafa haglaskotin í vörslu sinni án skotvopnaleyfis, sem og að hafa ekki geymt skotfærin á fullnægjandi hátt. Aðalmeðferð í málinu fer fram þann 17. október í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómsmál Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira