Innlent

Kjaradeilu við ríkið vísað til ríkissáttasemjara

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki komi til greina að skrifa undir nýja kjarasamninga án þess að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki komi til greina að skrifa undir nýja kjarasamninga án þess að hafa náð fram styttingu vinnuvikunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Samningseiningar BSRB funduðu í dag eftir að slitnaði upp úr viðræðum við ríkið í gær. Niðurstaða fundarins var sú að vísa kjaradeilunni við ríki til ríkissáttasemjara.

Í tilkynningu frá BSRB kemur fram að fundurinn hefði verið gagnlegur og að mikil samstaða hefði ríkt þar.

Deilan hverfist að mestu um kröfu BSRB um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir án kjaraskerðingar en með meiri styttingu fyrir vaktavinnufólk. Í tilboði ríkisins var áfram miðað við 40 stunda vinnuviku en opnað á að samið yrði um styttingu vinnuvikunnar á einstökum vinnustöðum gegn því að þeir starfsmenn sleppi kaffitímanum.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir að ekki komi til greina að starfsfólk borgi fyrir styttinguna.

Enn á eftir að taka umræðu um jöfnun launa á milli markaða, launaþróunartryggingu og launaliðinn.


Tengdar fréttir

Vonbrigði og hægagangur einkenna kjaraviðræðurnar

Rúmur mánuður er nú síðan kjaraviðræður á opinbera markaðnum hófust að nýju eftir sumarfrí. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að lítið hafi áunnist á þeim tíma en samningar hafa nú verið lausir í tæpt hálft ár. Fari ekki að draga til tíðinda fljótlega gætu viðræður enda hjá ríkissáttasemjara.

Kjaraviðræðum BSRB og ríkisins slitið

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræður lítið sem ekkert hafa þokast áfram, með tilliti til styttingu vinnuvikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×