Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2019 16:48 Thunberg hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. Vísir/EPA Sænska baráttustúlkan Greta Thunberg lét þjóðarleiðtoga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fá það óþvegið þegar hún ávarpaði loftslagsfund framkvæmdastjóra samtakanna í dag. Sakaði hún leiðtogana um að hafa stolið draumum hennar og barnæsku með innantómum orðum og aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði til loftslagsfundarins á allsherjarþinginu í dag. Thunberg, sem hefur vakið heimsathygli með skólaverkföllum sínum til að krefjast loftslagsaðgerða síðasta árið, var ein þeirra sem var boðið að ávarpa samkomuna. Fullyrti hún að hún ætti ekki að þurfa að vera á fundinum heldur í skóla hinum megin á hnettinum. Skammaði hún stjórnmálamennina fyrir að láta ungu kynslóðina bera ábyrgð á veita heiminum von. „Þið hafið stolið draumum mínum og æsku með innantómum orðum ykkar,“ sagði Thunberg sem er sextán ára gömul við hóp um sextíu þjóðarleiðtoga. Milljónir manna tóku þátt í loftslagsmótmælum um allan heim á föstudag. Þau fóru fram undir forystu ungs fólks eins og Thunberg. Benti Thunberg leiðtogunum á að jafnvel þó að mannkyninu tækist að helminga losun sína á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2030 væru aðeins 50% að það dygði til að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Þær líkur væru ekki ásættanlegar fyrir fólk eins og hana sem þyrfti að búa við afleiðingarnar.Þora ekki að segja hlutina eins og þeir eru Vísindaskýrsla var gefin út í aðdraganda fundarins þar sem alþjóðlegar vísindastofnanir lýstu því hvernig hert hafi á bæði losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og áhrifum hnattrænnar hlýnunar undanfarin fimm ár. „Með núverandi losun verður kolefnisþakið algerlega búið innan átta og hálfs árs. Það verða engar lausnir eða áætlanir í samræmi við þessar tölur hér í dag vegna þess að tölurnar eru of óþægilegar og þið eruð enn ekki nógu þroskuð til að segja okkur hlutina eins og þeir eru,“ sagði Thunberg og vísaði þar til þess magns gróðurhúsalofttegunda sem þarf til að valda 1,5 gráðu hlýnun. „Þið eruð að bregðast okkur en ungt fólk er byrjað að gera sér grein fyrir svikum ykkar. Augu allra framtíðarkynslóð eru á ykkur. Ef þið veljið að bregðast okkur segi ég að við munum aldrei fyrirgefa ykkur,“ sagði Thunberg þegar hún brýndi leiðtogana til aðgerða.Frá loftslagsfundinum á allsherjarþinginu í dag. Leiðtogar ríkja sem hafa dregið lappirnar í loftslagsmálum eins og Bandaríkjanna, Brasilíu og Ástralíu voru ekki viðstaddir.AP/Craig RuttleLofuðu frekari aðgerðum Guterres framkvæmdastjóri sagði heimsbyggðina í „djúpri loftslagsholu“ og að bráðra aðgerða væri þörf, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Tíminn er að verða á þrotum en það er ekki of seint,“ sagði hann. Sumir þjóðarleiðtoganna boðuðu frekari aðgerðir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði ríkisstjórn sína ætla að tvöfalda fjárveitingar sínar til loftslagsaðgerða, upp í fjóra milljarða evra, jafnvirði um 550 milljarða íslenskra króna. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að alþjóðlegar stofnanir hefðu heitið því að veita 500 hundruð milljón dollurum aukalega í að vernda hitabeltisskóga en mikið hefur verið rætt um eyðingu Amasonfrumskógarins undanfarið. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45 Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
Sænska baráttustúlkan Greta Thunberg lét þjóðarleiðtoga á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fá það óþvegið þegar hún ávarpaði loftslagsfund framkvæmdastjóra samtakanna í dag. Sakaði hún leiðtogana um að hafa stolið draumum hennar og barnæsku með innantómum orðum og aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði til loftslagsfundarins á allsherjarþinginu í dag. Thunberg, sem hefur vakið heimsathygli með skólaverkföllum sínum til að krefjast loftslagsaðgerða síðasta árið, var ein þeirra sem var boðið að ávarpa samkomuna. Fullyrti hún að hún ætti ekki að þurfa að vera á fundinum heldur í skóla hinum megin á hnettinum. Skammaði hún stjórnmálamennina fyrir að láta ungu kynslóðina bera ábyrgð á veita heiminum von. „Þið hafið stolið draumum mínum og æsku með innantómum orðum ykkar,“ sagði Thunberg sem er sextán ára gömul við hóp um sextíu þjóðarleiðtoga. Milljónir manna tóku þátt í loftslagsmótmælum um allan heim á föstudag. Þau fóru fram undir forystu ungs fólks eins og Thunberg. Benti Thunberg leiðtogunum á að jafnvel þó að mannkyninu tækist að helminga losun sína á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2030 væru aðeins 50% að það dygði til að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C. Þær líkur væru ekki ásættanlegar fyrir fólk eins og hana sem þyrfti að búa við afleiðingarnar.Þora ekki að segja hlutina eins og þeir eru Vísindaskýrsla var gefin út í aðdraganda fundarins þar sem alþjóðlegar vísindastofnanir lýstu því hvernig hert hafi á bæði losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og áhrifum hnattrænnar hlýnunar undanfarin fimm ár. „Með núverandi losun verður kolefnisþakið algerlega búið innan átta og hálfs árs. Það verða engar lausnir eða áætlanir í samræmi við þessar tölur hér í dag vegna þess að tölurnar eru of óþægilegar og þið eruð enn ekki nógu þroskuð til að segja okkur hlutina eins og þeir eru,“ sagði Thunberg og vísaði þar til þess magns gróðurhúsalofttegunda sem þarf til að valda 1,5 gráðu hlýnun. „Þið eruð að bregðast okkur en ungt fólk er byrjað að gera sér grein fyrir svikum ykkar. Augu allra framtíðarkynslóð eru á ykkur. Ef þið veljið að bregðast okkur segi ég að við munum aldrei fyrirgefa ykkur,“ sagði Thunberg þegar hún brýndi leiðtogana til aðgerða.Frá loftslagsfundinum á allsherjarþinginu í dag. Leiðtogar ríkja sem hafa dregið lappirnar í loftslagsmálum eins og Bandaríkjanna, Brasilíu og Ástralíu voru ekki viðstaddir.AP/Craig RuttleLofuðu frekari aðgerðum Guterres framkvæmdastjóri sagði heimsbyggðina í „djúpri loftslagsholu“ og að bráðra aðgerða væri þörf, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Tíminn er að verða á þrotum en það er ekki of seint,“ sagði hann. Sumir þjóðarleiðtoganna boðuðu frekari aðgerðir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði ríkisstjórn sína ætla að tvöfalda fjárveitingar sínar til loftslagsaðgerða, upp í fjóra milljarða evra, jafnvirði um 550 milljarða íslenskra króna. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði að alþjóðlegar stofnanir hefðu heitið því að veita 500 hundruð milljón dollurum aukalega í að vernda hitabeltisskóga en mikið hefur verið rætt um eyðingu Amasonfrumskógarins undanfarið.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45 Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45
Obama segir Thunberg einn öflugasta málsvara jarðarinnar Sænska táningsstúlkan segir bandarískum þingmönnum að hlusta frekar á vísindamenn en hana sjálfa í heimsókn til Washington-borgar. 18. september 2019 15:42
Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26