Aðrir tímar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. september 2019 10:00 Sennilega er það svo að samtíminn er hverju sinni sannfærður um að hann hafi höndlað sannleikann og kunni allar leikreglur. Um leið þykir næsta sjálfsagt að fussa og sveia yfir fortíðinni og fólkinu sem lifði í henni og kunni ekki skil á hinum réttu leikreglum. Þannig er sáraeinfalt að þefa uppi alls kyns gjörðir og demba þeim yfir fólk áratugum seinna og saka það til dæmis um rasisma. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, fór ungur maður í partí, þar sem þemað var Þúsund og ein nótt, og klæddi sig sem Aladdin og litaði andlit sitt dökkt til að vera í stíl við gervið. Eins og hæfir tilefni eins og þessu var tekin af honum mynd. Svo liðu átján ár. Ungi maðurinn var orðinn frjálslyndur og vel metinn forsætisráðherra og líða fór að kosningum og vonandi endurkjöri. Þá var myndin grafin upp og skandall var opinberaður: Forsætisráðherrann var rasisti. Fleiri myndir birtust síðan af honum þar sem hann hafði á sínum yngri árum svert andlit sitt. Enn ein sönnun um rasískt eðli forsætisráðherrans.Skiljanlegt væri ef einhverjum hefði svelgst illilega á hefði Trudeau farið á sínum yngri árum á grímuball klæddur Ku Klux Klan-búningi. Ekkert slíkt gerðist. Hann fór sem Aladdin með dökkt andlit. Aladdin er ævintýrapersóna, sveipuð ljóma. Það er ekkert rangt við að vilja vera í sporum hans í boði þar sem fólk mætir í búningi.Trudeau varð að svara gagnrýnendum sínum og sagðist ekki hafa áttað sig á því á sínum tíma að uppátæki hans væri rasískt. Auðvitað ekki, enda er ekkert sem bendir til að hann hafi verið að hæða og spotta Aladdin, hann virðist einmitt hafa verið að hylla hann. Nú segist hann vita að gjörningurinn hafi verið rasískur. Auðvitað segir hann það. Hann er forsætisráðherra í viðkvæmri stöðu og verður að reyna að hafa sem flesta góða þegar kosningar eru í vændum. Trudeau bugtar sig og beygir fyrir hinum gólandi gagnrýnendum. Sjálfsagt gerir hann það í þeirri trú að það borgi sig að gera sér sér upp iðrun um leið og hann vonar að fárinu sloti.Mál Trudeau hefur verið blásið upp. Hann er ekki stjórnmálamaður sem hefur hrellt heiminn með rasískum ummælum, ólíkt ýmsum ráðamönnum heims. Gervið á grímuballinu er ekki þess eðlis að ástæða sé til að froðufella yfir því. Trudeau hefur sjálfur sagt að hann hafi gaman af alls kyns gervum. Það að hann hafi svert andlit sitt á sínum yngri árum gerir hann ekki að óhæfum stjórnmálamanni og með því ætlaði hann sér örugglega ekki að gera lítið úr blökkumönnum. Þetta voru aðrir tímar og það sem þá þótti næsta sjálfsagt er fordæmt í dag, oft af æði miklum ofsa.Og var það á þessum tíma eða kannski stuttu eftir það sem hér á landi voru seldir negrakossar? Fullorðið fólk keypti þetta sælgæti og börn og unglingar hámuðu það sömuleiðis í sig. Hugsanlega eru einhvers staðar til gamlar myndir af því viðurstyggilega áti. Líklega er löngu orðið tímabært að þeir seku biðjist afsökunar á rasísku áti sínu á negrakossum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kanada Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Sennilega er það svo að samtíminn er hverju sinni sannfærður um að hann hafi höndlað sannleikann og kunni allar leikreglur. Um leið þykir næsta sjálfsagt að fussa og sveia yfir fortíðinni og fólkinu sem lifði í henni og kunni ekki skil á hinum réttu leikreglum. Þannig er sáraeinfalt að þefa uppi alls kyns gjörðir og demba þeim yfir fólk áratugum seinna og saka það til dæmis um rasisma. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, fór ungur maður í partí, þar sem þemað var Þúsund og ein nótt, og klæddi sig sem Aladdin og litaði andlit sitt dökkt til að vera í stíl við gervið. Eins og hæfir tilefni eins og þessu var tekin af honum mynd. Svo liðu átján ár. Ungi maðurinn var orðinn frjálslyndur og vel metinn forsætisráðherra og líða fór að kosningum og vonandi endurkjöri. Þá var myndin grafin upp og skandall var opinberaður: Forsætisráðherrann var rasisti. Fleiri myndir birtust síðan af honum þar sem hann hafði á sínum yngri árum svert andlit sitt. Enn ein sönnun um rasískt eðli forsætisráðherrans.Skiljanlegt væri ef einhverjum hefði svelgst illilega á hefði Trudeau farið á sínum yngri árum á grímuball klæddur Ku Klux Klan-búningi. Ekkert slíkt gerðist. Hann fór sem Aladdin með dökkt andlit. Aladdin er ævintýrapersóna, sveipuð ljóma. Það er ekkert rangt við að vilja vera í sporum hans í boði þar sem fólk mætir í búningi.Trudeau varð að svara gagnrýnendum sínum og sagðist ekki hafa áttað sig á því á sínum tíma að uppátæki hans væri rasískt. Auðvitað ekki, enda er ekkert sem bendir til að hann hafi verið að hæða og spotta Aladdin, hann virðist einmitt hafa verið að hylla hann. Nú segist hann vita að gjörningurinn hafi verið rasískur. Auðvitað segir hann það. Hann er forsætisráðherra í viðkvæmri stöðu og verður að reyna að hafa sem flesta góða þegar kosningar eru í vændum. Trudeau bugtar sig og beygir fyrir hinum gólandi gagnrýnendum. Sjálfsagt gerir hann það í þeirri trú að það borgi sig að gera sér sér upp iðrun um leið og hann vonar að fárinu sloti.Mál Trudeau hefur verið blásið upp. Hann er ekki stjórnmálamaður sem hefur hrellt heiminn með rasískum ummælum, ólíkt ýmsum ráðamönnum heims. Gervið á grímuballinu er ekki þess eðlis að ástæða sé til að froðufella yfir því. Trudeau hefur sjálfur sagt að hann hafi gaman af alls kyns gervum. Það að hann hafi svert andlit sitt á sínum yngri árum gerir hann ekki að óhæfum stjórnmálamanni og með því ætlaði hann sér örugglega ekki að gera lítið úr blökkumönnum. Þetta voru aðrir tímar og það sem þá þótti næsta sjálfsagt er fordæmt í dag, oft af æði miklum ofsa.Og var það á þessum tíma eða kannski stuttu eftir það sem hér á landi voru seldir negrakossar? Fullorðið fólk keypti þetta sælgæti og börn og unglingar hámuðu það sömuleiðis í sig. Hugsanlega eru einhvers staðar til gamlar myndir af því viðurstyggilega áti. Líklega er löngu orðið tímabært að þeir seku biðjist afsökunar á rasísku áti sínu á negrakossum
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar