Geng Shuang, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, fór í dag fram á að bandarískir þingmenn myndu draga til baka frumvarp um stuðning við Hong Kong og mögulegar þvinganir gegn hverjum þeim sem gerast sekir um að pynta mannréttindabaráttufólk í borginni.
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kynnti þessa nýjustu útgáfu frumvarpsins í gær með Joshua Wong, mótmælanda frá Hong Kong, sér við hlið.
Amnesty International sagði frá því í gær að lögregla hafi beitt mótmælendur grófu ofbeldi og pyntingum undanfarnar vikur á meðan lögregla varar við ofbeldi af hálfu mótmælenda nú á sextándu viku mótmæla.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-10-05T144457.831Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-10-05T144408.023Z-keflavik.png)