Danir flykktust ofan í nýjar neðanjarðarlestir í gær Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. september 2019 06:15 Margrét Þórhildur Danadrottning opnaði nýja lestakerfið. Nordicphotos/Getty Nýtt neðanjarðarlestakerfi var opnað í Kaupmannahöfn í gær og fjölmenntu Danir sem og ferðamenn í borginni í lestirnar enda ókeypis þennan fyrsta dag. Samkvæmt frétt Danmarks Radio stóðu börn og fullorðnir í löngum biðröðum við margar af hinum sautján nýju lestarstöðvum. Það var Margrét Þórhildur Danadrottning sem setti nýja lestakerfið formlega í gang. Samkvæmt frétt DR vekur nýja kerfið mikla lukku meðal almennings. Hver lestarstöð er skreytt á sinn hátt og er það ekki síst þess vegna sem fólk er hrifið. Rætt var við verkfræðinginn Ole Quistgaard sem kvað lestakerfið góða fjárfestingu fyrir Kaupmannahöfn, íbúa höfuðborgarinnar og alla sem þangað koma. „Neðanjarðarlest heyrir til í stórborg,“ sagði Quistgaard. Lestarævintýrinu fylgir þó að fargjöld í allt lestakerfið hækka að meðaltali um eina danska krónu – jafnvirði 18 íslenskra króna. „Mér finnst það svínarí að það komi aukagjöld á öllum leiðum,“ hafði DR eftir Charlotte Axelsen sem býr í Frederiksberg. Nýju stöðvarnar munu tengja Vesterbro, Frederiksberg, Nørrebro, Østerbro og miðbæinn og sagt er að lengsta ferðin taki að hámarki tólf mínútur. Engir lestarstjórar eru um borð og aka lestirnar á þriggja mínútna fresti á háannatímum. Með framkvæmdinni er áætlað að ferðir í neðanjarðarlestunum verði orðnar tvöfalt fleiri á næsta ári. Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Nýtt neðanjarðarlestakerfi var opnað í Kaupmannahöfn í gær og fjölmenntu Danir sem og ferðamenn í borginni í lestirnar enda ókeypis þennan fyrsta dag. Samkvæmt frétt Danmarks Radio stóðu börn og fullorðnir í löngum biðröðum við margar af hinum sautján nýju lestarstöðvum. Það var Margrét Þórhildur Danadrottning sem setti nýja lestakerfið formlega í gang. Samkvæmt frétt DR vekur nýja kerfið mikla lukku meðal almennings. Hver lestarstöð er skreytt á sinn hátt og er það ekki síst þess vegna sem fólk er hrifið. Rætt var við verkfræðinginn Ole Quistgaard sem kvað lestakerfið góða fjárfestingu fyrir Kaupmannahöfn, íbúa höfuðborgarinnar og alla sem þangað koma. „Neðanjarðarlest heyrir til í stórborg,“ sagði Quistgaard. Lestarævintýrinu fylgir þó að fargjöld í allt lestakerfið hækka að meðaltali um eina danska krónu – jafnvirði 18 íslenskra króna. „Mér finnst það svínarí að það komi aukagjöld á öllum leiðum,“ hafði DR eftir Charlotte Axelsen sem býr í Frederiksberg. Nýju stöðvarnar munu tengja Vesterbro, Frederiksberg, Nørrebro, Østerbro og miðbæinn og sagt er að lengsta ferðin taki að hámarki tólf mínútur. Engir lestarstjórar eru um borð og aka lestirnar á þriggja mínútna fresti á háannatímum. Með framkvæmdinni er áætlað að ferðir í neðanjarðarlestunum verði orðnar tvöfalt fleiri á næsta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira