Gasblaður Arnar Tómas Valgeirsson skrifar 30. september 2019 07:00 Fyrir skömmu körpuðu borgarfulltrúar um bann á gasblöðrum, eins og þýska söngkonan Nena hafi ekki átt nógu erfitt. Rökin fyrir hugmyndinni eru að í dag sé skortur á helíum í heiminum, en í vísindasamfélaginu er gastegundin meðal annars notuð í geimvísindum og heilbrigðisgeiranum. Sú notkun hlýtur að þykja öllu mikilvægari í breiðara samhenginu en stundargleði óvita í sykursjokki á þjóðhátíðardegi Íslands sem núllast gjarnan út þegar blaðran fýkur á braut. Þess vegna var erfitt að husga sér að nokkur myndi stilla sér upp gegn þessu banni. Það gerðist nú samt og mótrökin voru hvimleið. Að stærri vandamál steðji að heiminum í dag, hægt sé að beita sér betur í flokkun og endurvinnslu, aðgengi að rusli geti verið bætt og að hægt sé að skipuleggja SORPU betur. Það má lengi bæta við þennan lista enda er enginn skortur á stórum vandamálum í heiminum í dag. Við gætum til að mynda byrjað á að komast að því af hverju slæmir hlutir gerast fyrir gott fólk áður en við förum að banna gasblöðrur. Þessi gamla tugga er gömul og ný tugga því þótt vissulega séu stærri vandamál í heiminum þá koma þau ekki í veg fyrir að unnið sé að smærri vandamálum líka. Lítil vandamál eru oft auðveld viðureignar, í þessu tilfelli einfalt bann á skemmtilegum óþarfa. Stór vandamál eiga það til að vera erfið viðureignar, og það þarf ekki að setja allt annað á hakann þar til þau eru leyst. Ef verkefni væru leyst í röð frá því stærsta að því smæsta þá kæmist ekkert í verk. Það er alveg hægt að bursta tennurnar þótt maður sé fótbrotinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Tómas Valgeirsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu körpuðu borgarfulltrúar um bann á gasblöðrum, eins og þýska söngkonan Nena hafi ekki átt nógu erfitt. Rökin fyrir hugmyndinni eru að í dag sé skortur á helíum í heiminum, en í vísindasamfélaginu er gastegundin meðal annars notuð í geimvísindum og heilbrigðisgeiranum. Sú notkun hlýtur að þykja öllu mikilvægari í breiðara samhenginu en stundargleði óvita í sykursjokki á þjóðhátíðardegi Íslands sem núllast gjarnan út þegar blaðran fýkur á braut. Þess vegna var erfitt að husga sér að nokkur myndi stilla sér upp gegn þessu banni. Það gerðist nú samt og mótrökin voru hvimleið. Að stærri vandamál steðji að heiminum í dag, hægt sé að beita sér betur í flokkun og endurvinnslu, aðgengi að rusli geti verið bætt og að hægt sé að skipuleggja SORPU betur. Það má lengi bæta við þennan lista enda er enginn skortur á stórum vandamálum í heiminum í dag. Við gætum til að mynda byrjað á að komast að því af hverju slæmir hlutir gerast fyrir gott fólk áður en við förum að banna gasblöðrur. Þessi gamla tugga er gömul og ný tugga því þótt vissulega séu stærri vandamál í heiminum þá koma þau ekki í veg fyrir að unnið sé að smærri vandamálum líka. Lítil vandamál eru oft auðveld viðureignar, í þessu tilfelli einfalt bann á skemmtilegum óþarfa. Stór vandamál eiga það til að vera erfið viðureignar, og það þarf ekki að setja allt annað á hakann þar til þau eru leyst. Ef verkefni væru leyst í röð frá því stærsta að því smæsta þá kæmist ekkert í verk. Það er alveg hægt að bursta tennurnar þótt maður sé fótbrotinn.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun