Styttist í afdrifaríka ákvörðun um réttindi hinsegin fólks í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2019 21:15 Málin sem nú verða tekin fyrir gætu markað stórt skref í átt að auknum réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. getty/ David Greedy Hæstiréttur Bandaríkjanna er nú að taka það fyrir hvort lög sem banna mismunun á vinnustöðum eigi líka við hinsegin fólk, þar á meðal samkynhneigða og trans einstaklinga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Verið er að taka fyrir tvö mál fyrir hæstarétti um meinta mismunun gegn hinsegin starfsmönnum og þriðja mál sem snýst um mismunun gegn trans einstaklingi. Mótmælendur, sem styðja sitthvora hlið málsins, söfnuðust saman fyrir utan byggingu hæstaréttar í Washington borg í dag þegar málaferli hófust. Málin gætu markað mikla framför í réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum en aðeins fjögur ár eru síðan samkynja hjónabönd voru leyfð með lögum í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Búast má við því að hæstaréttardómararnir níu muni kynna niðurstöðu sína í júní næstkomandi.Segja núverandi lög um borgararéttindi eigi ekki við kynhneigð og kynvitund Fyrstu tvö málin hafa verið sameinuð, þar sem þau fjalla bæði um meinta mismunun gegn samkynhneigðum starfsmönnum. Donald Zarda, fallhlífastökksleiðbeinandi frá New York, og Gerald Bostock , fyrrverandi starfsmaður barnaverndarnefndar í Georgíu, segjast báðir hafa verið reknir úr vinnum sínum vegna kynhneigðar. Þriðja málið sækir fyrrverandi starfsmaður útfararstofu í Michigan, Aimee Stephens, sem segist hafa verið rekin vegna þess að hún er trans. Dómsmálaráðuneytið, í ríkisstjórn Donalds Trumps, hefur stutt vinnuveitendurna í öllum þessum málum og hefur ráðuneytið sagt að núverandi lög um borgararéttindi eigi ekki við um kynhneigð eða kynvitund.Fólk fjölmennti fyrir utan hæstarétt Bandaríkjanna í gær og í dag.getty/Chip SomodevillaÍ þriðja kafla í lögum um borgararéttindi frá árinu 1964 er vinnuveitendum bannað að mismuna starfsmönnum sínum vegna kyns, kynþáttar, litarhafts, uppruna og trúar. Nú liggur frammi sú spurning hvort kyn (e. sex) eigi líka við um kynvitund og kynhneigð. Eins og staðan er nú hafa flestir alríkisdómar í Bandaríkjunum túlkað lögin þannig að þau eigi ekki við um mismunun gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og trans fólki. Tveir dómar hafa hins vegar dæmt svo að mismunun gegn hinsegin fólki falli undir mismunun byggða á kyni (e. sex).Staða hæstaréttardómaranna Hæstaréttardómararnir virtust vera mjög ósammála á þriðjudag um það hvort ákvæðið verndaði samkynhneigða- og trans starfsmenn. Íhaldssami dómarinn Samuel Alito sagði að ef dómurinn dæmdi þannig að ákvæðið ætti við hinsegin fólk væri hæstiréttur að ákveða „mikilvæga stefnu,“ og tók því hlið óbreyttra laga.Dómarinn John Roberts gæti lent öðru hvoru megin, ekki er vitað í hvora átt hann hallist. Á þriðjudag spurði hann hvort, ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að ákvæðið ætti við um hinsegin starfsmenn, gera ætti undanþágu fyrir vinnuveitendur sem væru strangtrúaðir. Þetta er fyrsta skipti síðan 2018 sem dómurinn tekur fyrir hinsegin mál. Síðan 2018 hefur staða dómara breyst en nú eru fimm af níu dómurum íhaldssamir, þar á meðal eru dómararnir tveir sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur skipað þeir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh. Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna er nú að taka það fyrir hvort lög sem banna mismunun á vinnustöðum eigi líka við hinsegin fólk, þar á meðal samkynhneigða og trans einstaklinga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Verið er að taka fyrir tvö mál fyrir hæstarétti um meinta mismunun gegn hinsegin starfsmönnum og þriðja mál sem snýst um mismunun gegn trans einstaklingi. Mótmælendur, sem styðja sitthvora hlið málsins, söfnuðust saman fyrir utan byggingu hæstaréttar í Washington borg í dag þegar málaferli hófust. Málin gætu markað mikla framför í réttindum hinsegin fólks í Bandaríkjunum en aðeins fjögur ár eru síðan samkynja hjónabönd voru leyfð með lögum í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Búast má við því að hæstaréttardómararnir níu muni kynna niðurstöðu sína í júní næstkomandi.Segja núverandi lög um borgararéttindi eigi ekki við kynhneigð og kynvitund Fyrstu tvö málin hafa verið sameinuð, þar sem þau fjalla bæði um meinta mismunun gegn samkynhneigðum starfsmönnum. Donald Zarda, fallhlífastökksleiðbeinandi frá New York, og Gerald Bostock , fyrrverandi starfsmaður barnaverndarnefndar í Georgíu, segjast báðir hafa verið reknir úr vinnum sínum vegna kynhneigðar. Þriðja málið sækir fyrrverandi starfsmaður útfararstofu í Michigan, Aimee Stephens, sem segist hafa verið rekin vegna þess að hún er trans. Dómsmálaráðuneytið, í ríkisstjórn Donalds Trumps, hefur stutt vinnuveitendurna í öllum þessum málum og hefur ráðuneytið sagt að núverandi lög um borgararéttindi eigi ekki við um kynhneigð eða kynvitund.Fólk fjölmennti fyrir utan hæstarétt Bandaríkjanna í gær og í dag.getty/Chip SomodevillaÍ þriðja kafla í lögum um borgararéttindi frá árinu 1964 er vinnuveitendum bannað að mismuna starfsmönnum sínum vegna kyns, kynþáttar, litarhafts, uppruna og trúar. Nú liggur frammi sú spurning hvort kyn (e. sex) eigi líka við um kynvitund og kynhneigð. Eins og staðan er nú hafa flestir alríkisdómar í Bandaríkjunum túlkað lögin þannig að þau eigi ekki við um mismunun gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og trans fólki. Tveir dómar hafa hins vegar dæmt svo að mismunun gegn hinsegin fólki falli undir mismunun byggða á kyni (e. sex).Staða hæstaréttardómaranna Hæstaréttardómararnir virtust vera mjög ósammála á þriðjudag um það hvort ákvæðið verndaði samkynhneigða- og trans starfsmenn. Íhaldssami dómarinn Samuel Alito sagði að ef dómurinn dæmdi þannig að ákvæðið ætti við hinsegin fólk væri hæstiréttur að ákveða „mikilvæga stefnu,“ og tók því hlið óbreyttra laga.Dómarinn John Roberts gæti lent öðru hvoru megin, ekki er vitað í hvora átt hann hallist. Á þriðjudag spurði hann hvort, ef dómurinn kæmist að þeirri niðurstöðu að ákvæðið ætti við um hinsegin starfsmenn, gera ætti undanþágu fyrir vinnuveitendur sem væru strangtrúaðir. Þetta er fyrsta skipti síðan 2018 sem dómurinn tekur fyrir hinsegin mál. Síðan 2018 hefur staða dómara breyst en nú eru fimm af níu dómurum íhaldssamir, þar á meðal eru dómararnir tveir sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur skipað þeir Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh.
Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira