Færri tækifæri fyrir háskólamenntaða Þorsteinn Víglundsson skrifar 7. október 2019 11:13 Fátt finnst mér mikilvægara fyrir dætur mínar en að þær afli sér góðrar menntunar. Góð menntun mun opna fyrir þeim fjölmörg skemmtileg tækifæri og vonandi tryggja þeim sem best lífskjör til framtíðar. Framtíð barna okkar er auðvitað það sem skiptir okkur mestu máli. Að þau njóti allra þeirra tækifæra sem þau eiga skilið. Þar eru hins vegar ákveðnar blikur á lofti. Það er ekki sjálfgefið að þeirra kynslóð geti gengið að því sem vísu að þau muni búa við betri kjör eða lífsskilyrði en kynslóðirnar sem á undan hafa gengið. Okkur er tamt að tala um menntunarstig þjóðar í samhengi við samkeppnishæfni okkar og framtíðartækifæri þjóðar og fylgjumst grannt með alls konar tölfræði og samanburði við aðrar þjóðir. Menntun er hins vegar auðvitað dýrmætust þeim sem hennar afla sér enda fátt sem hefur meiri áhrif á tækifæri viðkomandi til framtíðar, hvort sem er hér á landi eða annars staðar. Fyrir þjóð sem leggur metnað sinn í hátt menntastig er því ekki síður mikilvægt að skapa tækifæri fyrir vel menntað fólk hér heima fyrir því þar stöndum við í alþjóðlegri samkeppni um hæft og gott fólk. Og þar er kannski ástæða fyrir okkur Íslendinga að hafa áhyggjur. Á rúmum áratug hefur hlutfall þeirra Íslendinga sem lokið hafa háskólamenntun hækkað verulega, farið úr liðlega 31% árið 2008 í tæp 44% á síðasta ári, en á sama tíma hefur atvinnutækifærum háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði fækkað.Störfum sem krefjast hás menntastigs fækkar Þegar rýnt er í tölur um þróun íslensks vinnumarkaðar frá 2008 má sjá að störfum hefur fjölgað um 22 þúsund. Það er ánægjulegt og endurspeglar hversu vel okkur hefur gengið að vinna okkur út úr efnahagshruninu. Það er hins vegar meira áhyggjuefni þegar horft er til þess hvar þessi störf hafa orðið til. Í stuttu máli hafa þau orðið til hjá hinu opinbera (tæplega 9 þúsund) og í ferðaþjónustu (rúmlega fjórtán þúsund). Á hinum almenna vinnumarkaði hefur störfum fækkað um liðlega þúsund ef ferðaþjónustan er undanskilin. Ef betur er að gáð sést líka að störfum á hinum almenna vinnumarkaði sem krefjast hás menntastigs hefur fækkað. Munar þar mestu um nærri þrjú þúsund störf sem hafa tapast í fjármálaþjónustu en hátæknistörfum og vísindum hefur einnig fækkað. Samtals starfa um 30 þúsund manns í þessum atvinnugreinum og hefur samtals fækkað um 2.300 frá því í júlí 2008. Sem hlutfall af vinnumarkaði hefur þekkingargeiri hins almenna vinnumarkaðar farið úr tæpum 18% í tæp 15% á röskum áratug. Hér skal ekki lítið gert úr störfum innan hins opinbera sem krefjast hás menntastigs og rétt að halda því til haga að störfum í greinum á borð við mennta- og heilbrigðiskerfi hefur fjölgað á þessu tímabili.Óviðunandi rekstrarumhverfi hátæknifyrirtækja Það er hins vegar verulegt áhyggjuefni að þróunin á hinum almenna vinnumarkaði sé eins og raun ber vitni. Það skortir ekki á frumkvöðlastarfsemi hér á landi. Hér hafa orðið til fjölmörg spennandi fyrirtæki á undanförnum árum og skemmst að minnast mikillar nýsköpunarbylgju sem kom strax í kjölfar hrunsins. En staðreyndin er einfaldlega sú að þrátt fyrir það eru tækni- og sprotafyrirtæki ekki að skjóta rótum hér á landi. Tölurnar hér að ofan um fjölda starfa í atvinnugreininni sýna það svart á hvítu. Spennandi fyrirtæki sem sprottið hafa hér upp á undanförnum árum og náð að komast á legg hafa í stórum stíl flutt megin þunga starfsemi sinnar úr landi. Fjölmörg önnur hafa aldrei náð svo langt. Rekstrarumhverfi þekkingarfyrirtækja er augljóslega ekki til þess fallið og þegar leitað er skýringa hjá forsvarsmönnum þessara fyrirtækja er bent á þann óstöðugleika og háa vaxtastig sem fylgir íslensku krónunni. Núverandi ríkisstjórn talar mjög fallega um mikilvægi nýsköpunar. Margt ágætt hefur líka verið gert. Aukið hefur verið við endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar, sem er vel. Það er hins vegar einföld staðreynd að ríkið getur ekki bætt ósamkeppnishæft rekstrarumhverfi með niðurgreiðslum. Það verður að ráðast að rót vandans. Endurteknar yfirlýsingar um mikilvægi nýsköpunar eru innantómar ef ríkisstjórnin ætlar áfram að neita að horfast í augu við raunveruleikann. Neita að horfast í augu við þann mikla fórnarkostnað sem fylgir blessuðum gjaldmiðlinum okkar. Fórnarkostnaður sem, þegar öllu er á botninn hvolft, felur í sér færri tækifæri fyrir komandi kynslóðir hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tækni Vinnumarkaður Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fátt finnst mér mikilvægara fyrir dætur mínar en að þær afli sér góðrar menntunar. Góð menntun mun opna fyrir þeim fjölmörg skemmtileg tækifæri og vonandi tryggja þeim sem best lífskjör til framtíðar. Framtíð barna okkar er auðvitað það sem skiptir okkur mestu máli. Að þau njóti allra þeirra tækifæra sem þau eiga skilið. Þar eru hins vegar ákveðnar blikur á lofti. Það er ekki sjálfgefið að þeirra kynslóð geti gengið að því sem vísu að þau muni búa við betri kjör eða lífsskilyrði en kynslóðirnar sem á undan hafa gengið. Okkur er tamt að tala um menntunarstig þjóðar í samhengi við samkeppnishæfni okkar og framtíðartækifæri þjóðar og fylgjumst grannt með alls konar tölfræði og samanburði við aðrar þjóðir. Menntun er hins vegar auðvitað dýrmætust þeim sem hennar afla sér enda fátt sem hefur meiri áhrif á tækifæri viðkomandi til framtíðar, hvort sem er hér á landi eða annars staðar. Fyrir þjóð sem leggur metnað sinn í hátt menntastig er því ekki síður mikilvægt að skapa tækifæri fyrir vel menntað fólk hér heima fyrir því þar stöndum við í alþjóðlegri samkeppni um hæft og gott fólk. Og þar er kannski ástæða fyrir okkur Íslendinga að hafa áhyggjur. Á rúmum áratug hefur hlutfall þeirra Íslendinga sem lokið hafa háskólamenntun hækkað verulega, farið úr liðlega 31% árið 2008 í tæp 44% á síðasta ári, en á sama tíma hefur atvinnutækifærum háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði fækkað.Störfum sem krefjast hás menntastigs fækkar Þegar rýnt er í tölur um þróun íslensks vinnumarkaðar frá 2008 má sjá að störfum hefur fjölgað um 22 þúsund. Það er ánægjulegt og endurspeglar hversu vel okkur hefur gengið að vinna okkur út úr efnahagshruninu. Það er hins vegar meira áhyggjuefni þegar horft er til þess hvar þessi störf hafa orðið til. Í stuttu máli hafa þau orðið til hjá hinu opinbera (tæplega 9 þúsund) og í ferðaþjónustu (rúmlega fjórtán þúsund). Á hinum almenna vinnumarkaði hefur störfum fækkað um liðlega þúsund ef ferðaþjónustan er undanskilin. Ef betur er að gáð sést líka að störfum á hinum almenna vinnumarkaði sem krefjast hás menntastigs hefur fækkað. Munar þar mestu um nærri þrjú þúsund störf sem hafa tapast í fjármálaþjónustu en hátæknistörfum og vísindum hefur einnig fækkað. Samtals starfa um 30 þúsund manns í þessum atvinnugreinum og hefur samtals fækkað um 2.300 frá því í júlí 2008. Sem hlutfall af vinnumarkaði hefur þekkingargeiri hins almenna vinnumarkaðar farið úr tæpum 18% í tæp 15% á röskum áratug. Hér skal ekki lítið gert úr störfum innan hins opinbera sem krefjast hás menntastigs og rétt að halda því til haga að störfum í greinum á borð við mennta- og heilbrigðiskerfi hefur fjölgað á þessu tímabili.Óviðunandi rekstrarumhverfi hátæknifyrirtækja Það er hins vegar verulegt áhyggjuefni að þróunin á hinum almenna vinnumarkaði sé eins og raun ber vitni. Það skortir ekki á frumkvöðlastarfsemi hér á landi. Hér hafa orðið til fjölmörg spennandi fyrirtæki á undanförnum árum og skemmst að minnast mikillar nýsköpunarbylgju sem kom strax í kjölfar hrunsins. En staðreyndin er einfaldlega sú að þrátt fyrir það eru tækni- og sprotafyrirtæki ekki að skjóta rótum hér á landi. Tölurnar hér að ofan um fjölda starfa í atvinnugreininni sýna það svart á hvítu. Spennandi fyrirtæki sem sprottið hafa hér upp á undanförnum árum og náð að komast á legg hafa í stórum stíl flutt megin þunga starfsemi sinnar úr landi. Fjölmörg önnur hafa aldrei náð svo langt. Rekstrarumhverfi þekkingarfyrirtækja er augljóslega ekki til þess fallið og þegar leitað er skýringa hjá forsvarsmönnum þessara fyrirtækja er bent á þann óstöðugleika og háa vaxtastig sem fylgir íslensku krónunni. Núverandi ríkisstjórn talar mjög fallega um mikilvægi nýsköpunar. Margt ágætt hefur líka verið gert. Aukið hefur verið við endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar, sem er vel. Það er hins vegar einföld staðreynd að ríkið getur ekki bætt ósamkeppnishæft rekstrarumhverfi með niðurgreiðslum. Það verður að ráðast að rót vandans. Endurteknar yfirlýsingar um mikilvægi nýsköpunar eru innantómar ef ríkisstjórnin ætlar áfram að neita að horfast í augu við raunveruleikann. Neita að horfast í augu við þann mikla fórnarkostnað sem fylgir blessuðum gjaldmiðlinum okkar. Fórnarkostnaður sem, þegar öllu er á botninn hvolft, felur í sér færri tækifæri fyrir komandi kynslóðir hér á landi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun