Mál SGS og SÍS fyrir Hæstarétt Sighvatur Arnmundsson skrifar 5. október 2019 07:45 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri SGS. Í yfirlýsingu SGS er lýst yfir miklum vonbrigðum. Vísir/vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur kært til Hæstaréttar úrskurð Félagsdóms í máli sem Starfsgreinasambandið (SGS) höfðaði til að knýja fram viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda. Með úrskurði í síðustu viku féllst Félagsdómur á að yfirlýsing sem gefin var út í tengslum við kjarasamninga 2009 um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda lyti að kjaraatriðum. Forsaga málsins er sú að í yfirstandandi kjaraviðræðum aðila vildi SGS að gengið yrði til viðræðna um hvernig ná megi fram jöfnuði milli almenna og opinbera lífeyriskerfisins. Var þar vísað til áðurnefndrar yfirlýsingar frá 2009. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur hins vegar ekki viljað ræða þetta í viðræðunum nú. Af þeim sökum ákvað SGS í ágústmánuði að höfða mál fyrir Félagsdómi. Voru þar settar fram aðal- og varakröfur um að sveitarfélögin tryggðu starfsmönnum sínum sem eiga aðild að SGS greiðslu á sérstöku viðbótariðgjaldi til að jafna lífeyrisréttindi. Þessum kröfum var í síðustu viku vísað frá Félagsdómi þar sem þær voru ekki taldar lúta að réttarágreiningi um skilning eða gildi kjarasamnings. Til þrautavara krafðist SGS þess að aðilar hæfu viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda en eins og fyrr segir hafnaði Félagsdómur frávísunarkröfu SÍS í þeim lið. Til stóð að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar í Félagsdómi í næstu viku. SÍS ákvað hins vegar að nýta sér heimild til að vísa málinu til Hæstaréttar. Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, rekur málið fyrir hönd Starfsgreinasambandsins. Hann segir sveitarfélögin byggja á því að samkomulagið frá 2009 hafi ekkert skuldbindandi gildi. „Sveitarfélögin eru að svara af fullri hörku í þessu efni og það er ekkert rosalega gott innlegg í samningaviðræðurnar,“ segir Magnús. Hann hafnar alfarið málflutningi SÍS um að hér sé um „skúffuskjal“ að ræða sem sé ekki hluti af undirrituðum kjarasamningi. „Þessi samningur um lífeyrismálin er gerður sérstaklega. Þar er skuldbinding um að aðilar ætli að setjast niður og ræða lífeyrismálin. Það er bara verkefni sem menn þurfa að fara í. Það verður ekkert komist undan því.“ Samningurinn sé ótímabundinn en sé uppsegjanlegur með mánaðar fyrirvara einu sinni á ári. Hann sé því enn í gildi. „Samningur er samningur og samninga ber að virða,“ segir Magnús. Gera má ráð fyrir að SÍS fái vikufrest til að skila Hæstarétti kærumálsgögnum í málinu. Að því loknu fær SGS vikufrest til að skila sínum gögnum. Það gæti svo tekið Hæstarétt aðra viku að komast að niðurstöðu. Það gætu því liðið um þrjár vikur þangað til það liggur fyrir hvort Félagsdómur muni fjalla efnislega um málið. Í yfirlýsingu SGS segir að málflutningur SÍS veki upp spurningar um hvernig hægt sé að gera samninga við aðila sem kalli samninga sem þeir sjálfir skrifi undir „skúffuskjal“. „Þessi harða og ósveigjanlega afstaða gagnvart starfsmönnum sveitarfélaganna er gríðarlega mikil vonbrigði og getur haft afar alvarlegar afleiðingar á næstu vikum,“ segir í yfirlýsingu SGS. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kjaramál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur kært til Hæstaréttar úrskurð Félagsdóms í máli sem Starfsgreinasambandið (SGS) höfðaði til að knýja fram viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda. Með úrskurði í síðustu viku féllst Félagsdómur á að yfirlýsing sem gefin var út í tengslum við kjarasamninga 2009 um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda lyti að kjaraatriðum. Forsaga málsins er sú að í yfirstandandi kjaraviðræðum aðila vildi SGS að gengið yrði til viðræðna um hvernig ná megi fram jöfnuði milli almenna og opinbera lífeyriskerfisins. Var þar vísað til áðurnefndrar yfirlýsingar frá 2009. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur hins vegar ekki viljað ræða þetta í viðræðunum nú. Af þeim sökum ákvað SGS í ágústmánuði að höfða mál fyrir Félagsdómi. Voru þar settar fram aðal- og varakröfur um að sveitarfélögin tryggðu starfsmönnum sínum sem eiga aðild að SGS greiðslu á sérstöku viðbótariðgjaldi til að jafna lífeyrisréttindi. Þessum kröfum var í síðustu viku vísað frá Félagsdómi þar sem þær voru ekki taldar lúta að réttarágreiningi um skilning eða gildi kjarasamnings. Til þrautavara krafðist SGS þess að aðilar hæfu viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda en eins og fyrr segir hafnaði Félagsdómur frávísunarkröfu SÍS í þeim lið. Til stóð að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar í Félagsdómi í næstu viku. SÍS ákvað hins vegar að nýta sér heimild til að vísa málinu til Hæstaréttar. Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, rekur málið fyrir hönd Starfsgreinasambandsins. Hann segir sveitarfélögin byggja á því að samkomulagið frá 2009 hafi ekkert skuldbindandi gildi. „Sveitarfélögin eru að svara af fullri hörku í þessu efni og það er ekkert rosalega gott innlegg í samningaviðræðurnar,“ segir Magnús. Hann hafnar alfarið málflutningi SÍS um að hér sé um „skúffuskjal“ að ræða sem sé ekki hluti af undirrituðum kjarasamningi. „Þessi samningur um lífeyrismálin er gerður sérstaklega. Þar er skuldbinding um að aðilar ætli að setjast niður og ræða lífeyrismálin. Það er bara verkefni sem menn þurfa að fara í. Það verður ekkert komist undan því.“ Samningurinn sé ótímabundinn en sé uppsegjanlegur með mánaðar fyrirvara einu sinni á ári. Hann sé því enn í gildi. „Samningur er samningur og samninga ber að virða,“ segir Magnús. Gera má ráð fyrir að SÍS fái vikufrest til að skila Hæstarétti kærumálsgögnum í málinu. Að því loknu fær SGS vikufrest til að skila sínum gögnum. Það gæti svo tekið Hæstarétt aðra viku að komast að niðurstöðu. Það gætu því liðið um þrjár vikur þangað til það liggur fyrir hvort Félagsdómur muni fjalla efnislega um málið. Í yfirlýsingu SGS segir að málflutningur SÍS veki upp spurningar um hvernig hægt sé að gera samninga við aðila sem kalli samninga sem þeir sjálfir skrifi undir „skúffuskjal“. „Þessi harða og ósveigjanlega afstaða gagnvart starfsmönnum sveitarfélaganna er gríðarlega mikil vonbrigði og getur haft afar alvarlegar afleiðingar á næstu vikum,“ segir í yfirlýsingu SGS.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kjaramál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira