Búa sig undir glundroða í Bretlandi Ari Brynjólfsson og Sighvatur Arnmundsson og Garðar Örn Úlfarsson skrifa 4. október 2019 06:00 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Innflytjendur eru að birgja sig upp og útflytjendur eru að færa sig frá Bretlandi. Samskip hafa fært flutninga sína til Rotterdam og Icelandair Cargo undirbýr breytingar á leiðakerfi sínu um mánaðamótin. „Við höfum fengið skilaboð frá okkar félagsmönnum, sem þeir endurvarpa frá sínum birgjum í Bretlandi, um að birgja sig upp eins og þeir lifandi geta af öllu sem þeir þurfa því það verður alger glundroði í Bretlandi eftir Brexit,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Menn hafa verið að birgja sig upp, fram yfir áramót, af vörum sem koma frá Bretlandi og eru nauðsynlegar í rekstri.“ Að öllu óbreyttu eru minna en fjórar vikur þar til Bretland yfirgefur Evrópusambandið. Eru nú töluverðar líkur á hörðu Brexit, þar sem Bretland gengur úr ESB án samnings. Tímabundinn fríverslunarsamningur kemur í veg fyrir að verð á neysluvörum hækki. „Það er búið að ganga frá þríhliða samningum Íslands, Noregs og Bretlands, það verða engar breytingar á tollfrelsi. Það á við um allt sem flokkast undir hefðbundnar iðnaðarvörur. Þær verða þó einhverjar á landbúnaðarafurðum, sem breytir litlu í heildarmyndinni.“ Fulltrúar atvinnulífsins funduðu um málið með stjórnvöldum í utanríkisráðuneytinu í gær. Þar kom meðal annars fram að Brexit getur haft áhrif á CE-merkingar, sem eru skilyrði fyrir markaðssetningu tiltekinna vara á Evrópska efnahagssvæðinu. Slíkar merkingar frá Bretlandi geta orðið gildislausar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir einn stærsta óvissuþáttinn vera mögulegar tafir við tollafgreiðslu á ferskvörum. „Talsvert stór hluti af ferskfiskútflutningi til Evrópusambandslanda fer í gegnum Bretland og menn vita ekki hvað gerist við Ermarsundsgöngin. Hvort það verða teknar upp heilbrigðisskoðanir og tollafgreiðsla,“ segir Ólafur.Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Andrés leggur áherslu á að stjórnvöld haldi góðu upplýsingaflæði ef hart Brexit verður raunin. „Sendiráðið þarf að vera öflugt, það þarf að passa símsvörun og gæta þess að öllum praktískum spurningum sé svarað. Það er alveg skrifað í skýin ef þetta fer eins það stefnir í, að atvinnulífið verður með aðkallandi spurningar,“ segir Andrés. Guðmundur Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Samskipa, segir félagið hafa brugðist við stöðunni vegna Brexit fyrir um ári. Töluvert af ferskum fiski hafi áður verið flutt til Bretlands og þaðan áfram til Frakklands. Nú fari langmest af honum til Rotterdam. Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo, segir þegar hafa verið brugðist við stöðunni og frá og með næstu mánaðamótum verði gerðar breytingar á leiðakerfi fraktvélanna. „Við höfum verulegar áhyggjur því að þetta eru gríðarlegir hagsmunir fyrir Íslendinga. Fyrir okkur er stærsta málið útflutningur á ferskum fiski en það fer umtalsvert magn í gegnum Bretland og svo áfram í gegnum göngin til Frakklands,“ segir Mikael. „Fyrir ferskvöru skipta klukkutímar máli og ferskur fiskur er svolítið okkar lifibrauð. Við munum því bregðast við með því að færa okkur meira yfir til meginlandsins og erum að aðlaga leiðakerfið að því. Í rauninni á þetta líka við um hraðsendingar og ferskvörur sem fluttar eru inn frá Bretlandi.“ Mikael segir að uppi hafi verið áhyggjur af því hvernig muni ganga að tollafgreiða vörur inn í Bretland eftir Brexit þar sem Bretar notist nú við kerfi ESB. Hann sé þó aðeins rólegri eftir fundinn í ráðuneytinu. Aðföng flytur inn nokkra stóra vöruflokka frá Bretlandi. „Við tókum þá afstöðu að auka umtalsvert magnið sem við flytjum inn sjálfir og skipum því út úr Bretlandi fyrir miðjan október. Þær birgðir endast fram í byrjun desember,“ segir Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga. Þetta sé fimm til sex vikna öryggismörk miðað við þriggja til fjögurra vikna mörk áður. Óvissan er mikil að sögn Lárusar. „Menn eru hræddir við að það strandi allt í tollinum út úr Bretlandi. Það geti annaðhvort orðið kaos eða að það gerist ekkert og það gangi bara vel. Það er talað um að það gæti tekið mánuð að greiða úr þessu.“ Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco á Íslandi, vildi ekki tjá sig. Andrés telur þá vera í svipaðri stöðu og aðrir sem flytja inn mikið magn frá Bretlandi. Í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að markaðsleyfishafar lyfja sem höfðu aðsetur í Bretlandi hafi flutt markaðsleyfin til annarra landa á EES-svæðinu til þess að komast hjá vandamálum tengdum Brexit. Hálfdan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Parlogis, sem sinnir dreifingarþjónustu á lyfjum, segir ekki búast við vandamálum vegna innflutnings á skráðum lyfjum. „Þar er ekki þörf á því að birgja sig upp vegna þess að framleiðendur eru búnir að gera viðeigandi ráðstafanir erlendis með það að flytja markaðsleyfi lyfja frá Bretlandi,“ segir Hálfdan. Almennt eigi Brexit því ekki að hafa áhrif á lyfjamál á Íslandi. þó geti verið um að ræða nokkur undanþágulyf fyrir Landspítalann. Ólafur segir að minni og meðalstór fyrirtæki bæði hér á landi og í Bretlandi hafi mörg hver ekki lagt mikla vinnu í undirbúning. „Það er ekki seinna vænna að skoða málin vel og vandlega með sínum viðskiptafélögum í Bretlandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Markaðir Tengdar fréttir Johnson birtir tillögur sínar í útgönguviðræðum Ríkisstjórn Boris Johnson hefur birt þær tillögur sem hún leggur fram í viðræðum um nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið. Vonast er til að samkomulag náist fyrir fund leiðtogaráðsins þann 17. október. 2. október 2019 18:45 Barnier tekur illa í hugmyndir Johnson Samkvæmt tillögum breska forsætisráðherrans yrði Norður-Írland áfram innan lagaramma ESB til 2025 en ekki innan innri markaðar sambandsins. 3. október 2019 07:58 Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit. 3. október 2019 18:45 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Innflytjendur eru að birgja sig upp og útflytjendur eru að færa sig frá Bretlandi. Samskip hafa fært flutninga sína til Rotterdam og Icelandair Cargo undirbýr breytingar á leiðakerfi sínu um mánaðamótin. „Við höfum fengið skilaboð frá okkar félagsmönnum, sem þeir endurvarpa frá sínum birgjum í Bretlandi, um að birgja sig upp eins og þeir lifandi geta af öllu sem þeir þurfa því það verður alger glundroði í Bretlandi eftir Brexit,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Menn hafa verið að birgja sig upp, fram yfir áramót, af vörum sem koma frá Bretlandi og eru nauðsynlegar í rekstri.“ Að öllu óbreyttu eru minna en fjórar vikur þar til Bretland yfirgefur Evrópusambandið. Eru nú töluverðar líkur á hörðu Brexit, þar sem Bretland gengur úr ESB án samnings. Tímabundinn fríverslunarsamningur kemur í veg fyrir að verð á neysluvörum hækki. „Það er búið að ganga frá þríhliða samningum Íslands, Noregs og Bretlands, það verða engar breytingar á tollfrelsi. Það á við um allt sem flokkast undir hefðbundnar iðnaðarvörur. Þær verða þó einhverjar á landbúnaðarafurðum, sem breytir litlu í heildarmyndinni.“ Fulltrúar atvinnulífsins funduðu um málið með stjórnvöldum í utanríkisráðuneytinu í gær. Þar kom meðal annars fram að Brexit getur haft áhrif á CE-merkingar, sem eru skilyrði fyrir markaðssetningu tiltekinna vara á Evrópska efnahagssvæðinu. Slíkar merkingar frá Bretlandi geta orðið gildislausar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir einn stærsta óvissuþáttinn vera mögulegar tafir við tollafgreiðslu á ferskvörum. „Talsvert stór hluti af ferskfiskútflutningi til Evrópusambandslanda fer í gegnum Bretland og menn vita ekki hvað gerist við Ermarsundsgöngin. Hvort það verða teknar upp heilbrigðisskoðanir og tollafgreiðsla,“ segir Ólafur.Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Andrés leggur áherslu á að stjórnvöld haldi góðu upplýsingaflæði ef hart Brexit verður raunin. „Sendiráðið þarf að vera öflugt, það þarf að passa símsvörun og gæta þess að öllum praktískum spurningum sé svarað. Það er alveg skrifað í skýin ef þetta fer eins það stefnir í, að atvinnulífið verður með aðkallandi spurningar,“ segir Andrés. Guðmundur Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Samskipa, segir félagið hafa brugðist við stöðunni vegna Brexit fyrir um ári. Töluvert af ferskum fiski hafi áður verið flutt til Bretlands og þaðan áfram til Frakklands. Nú fari langmest af honum til Rotterdam. Mikael Tal Grétarsson, forstöðumaður útflutnings hjá Icelandair Cargo, segir þegar hafa verið brugðist við stöðunni og frá og með næstu mánaðamótum verði gerðar breytingar á leiðakerfi fraktvélanna. „Við höfum verulegar áhyggjur því að þetta eru gríðarlegir hagsmunir fyrir Íslendinga. Fyrir okkur er stærsta málið útflutningur á ferskum fiski en það fer umtalsvert magn í gegnum Bretland og svo áfram í gegnum göngin til Frakklands,“ segir Mikael. „Fyrir ferskvöru skipta klukkutímar máli og ferskur fiskur er svolítið okkar lifibrauð. Við munum því bregðast við með því að færa okkur meira yfir til meginlandsins og erum að aðlaga leiðakerfið að því. Í rauninni á þetta líka við um hraðsendingar og ferskvörur sem fluttar eru inn frá Bretlandi.“ Mikael segir að uppi hafi verið áhyggjur af því hvernig muni ganga að tollafgreiða vörur inn í Bretland eftir Brexit þar sem Bretar notist nú við kerfi ESB. Hann sé þó aðeins rólegri eftir fundinn í ráðuneytinu. Aðföng flytur inn nokkra stóra vöruflokka frá Bretlandi. „Við tókum þá afstöðu að auka umtalsvert magnið sem við flytjum inn sjálfir og skipum því út úr Bretlandi fyrir miðjan október. Þær birgðir endast fram í byrjun desember,“ segir Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga. Þetta sé fimm til sex vikna öryggismörk miðað við þriggja til fjögurra vikna mörk áður. Óvissan er mikil að sögn Lárusar. „Menn eru hræddir við að það strandi allt í tollinum út úr Bretlandi. Það geti annaðhvort orðið kaos eða að það gerist ekkert og það gangi bara vel. Það er talað um að það gæti tekið mánuð að greiða úr þessu.“ Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco á Íslandi, vildi ekki tjá sig. Andrés telur þá vera í svipaðri stöðu og aðrir sem flytja inn mikið magn frá Bretlandi. Í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að markaðsleyfishafar lyfja sem höfðu aðsetur í Bretlandi hafi flutt markaðsleyfin til annarra landa á EES-svæðinu til þess að komast hjá vandamálum tengdum Brexit. Hálfdan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Parlogis, sem sinnir dreifingarþjónustu á lyfjum, segir ekki búast við vandamálum vegna innflutnings á skráðum lyfjum. „Þar er ekki þörf á því að birgja sig upp vegna þess að framleiðendur eru búnir að gera viðeigandi ráðstafanir erlendis með það að flytja markaðsleyfi lyfja frá Bretlandi,“ segir Hálfdan. Almennt eigi Brexit því ekki að hafa áhrif á lyfjamál á Íslandi. þó geti verið um að ræða nokkur undanþágulyf fyrir Landspítalann. Ólafur segir að minni og meðalstór fyrirtæki bæði hér á landi og í Bretlandi hafi mörg hver ekki lagt mikla vinnu í undirbúning. „Það er ekki seinna vænna að skoða málin vel og vandlega með sínum viðskiptafélögum í Bretlandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Markaðir Tengdar fréttir Johnson birtir tillögur sínar í útgönguviðræðum Ríkisstjórn Boris Johnson hefur birt þær tillögur sem hún leggur fram í viðræðum um nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið. Vonast er til að samkomulag náist fyrir fund leiðtogaráðsins þann 17. október. 2. október 2019 18:45 Barnier tekur illa í hugmyndir Johnson Samkvæmt tillögum breska forsætisráðherrans yrði Norður-Írland áfram innan lagaramma ESB til 2025 en ekki innan innri markaðar sambandsins. 3. október 2019 07:58 Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit. 3. október 2019 18:45 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Johnson birtir tillögur sínar í útgönguviðræðum Ríkisstjórn Boris Johnson hefur birt þær tillögur sem hún leggur fram í viðræðum um nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið. Vonast er til að samkomulag náist fyrir fund leiðtogaráðsins þann 17. október. 2. október 2019 18:45
Barnier tekur illa í hugmyndir Johnson Samkvæmt tillögum breska forsætisráðherrans yrði Norður-Írland áfram innan lagaramma ESB til 2025 en ekki innan innri markaðar sambandsins. 3. október 2019 07:58
Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit. 3. október 2019 18:45