Offita tengd mikilli skjánotkun Elín Albertsdóttir skrifar 4. október 2019 10:00 Margir krakkar venja sig á að borða á meðan þau horfa. Það getur skapað offituvandamál. Vísindamenn í Finnlandi hafa uppgötvað að mikil seta barna fyrir framan sjónvarp, snjalltæki eða tölvur getur aukið mjög magafitu þeirra. Það getur gerst þótt börnin hreyfi sig líka. Vísindamenn við háskólann í Helsinki hafa kannað tengsl milli skjátíma barna og ofþyngdar. Rannsóknin sýnir að krakkar sem eyða miklum tíma fyrir framan skjáinn eru í aukinni hættu að fá fitu um sig miðja. Vitað er að börn narta gjarnan í eitthvað gott á meðan horft er á sjónvarp eða iPad. Jafnvel mjög virkum börnum sem hreyfa sig mikið er hætt við að fá magafitu sitji þau of lengi fyrir framan sjónvarpið eða snjalltæki. Niðurstaðan var sú sama óháð aldri barnsins, kyni, móðurmáli eða hreyfingu í frítíma. Elina Engberg, vísindamaður við háskólann í Helsinki, segir að vel geti verið að of þung börn eyði meiri tíma fyrir framan skjáinn en þau sem grennri eru. Sömuleiðis getur vel verið að of mikill tími fyrir framan tækin leiði til ofþyngdar. Rannsóknin var unnin í samvinnu við Rannsóknasetur í lýðheilsu í Finnlandi. Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Scientific Reports. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að skoða betur samspil skjátíma, hreyfingar og mataræðis meðal barnanna. Yfir tíu þúsund börn tóku þátt í rannsókninni og voru þau á aldrinum 9-12 ára. Börnin voru vigtuð, hæðin könnuð auk þess sem mittismál þeirra var mælt. Þetta er ein af fáum rannsóknum sinnar tegundar. Spurt var hversu miklum tíma þau eyða fyrir framan sjónvarp, tölvu eða snjalltæki á degi hverjum utan skólatíma. Foreldrar ættu að setja reglur um skjátíma barna og fylgjast með hvað þau eru að borða með bíómyndunum. Þau börn sem eyddu mestum tíma fyrir framan skjáinn voru jafnframt þau feitustu. Samkvæmt könnun í Svíþjóð beita margir foreldrar einhvers konar takmörkunum eða hafa reglur um skjátíma barna, sérstaklega í sumarfríinu. Af þeim sem voru spurðir voru 46% foreldra með einhvers konar reglur. Sænskur sálfræðingur segir að foreldrar ættu að beita sama aga gagnvart skjátíma og nammidögum. Að takmarka eða stjórna skjátíma barna skapar góða siði og eykur heilbrigða hreyfingu og góðar svefnvenjur. Um leið er komið í veg fyrir ýmsa vanheilsu. Það ætti að vera auðvelt að stjórna skjátíma ungra barna en getur orðið erfiðara þegar barnið verður unglingur. Hins vegar þurfa foreldrar að vera á varðbergi þegar börnin komast á þann aldur. Fylgjast þarf með og vera vakandi yfir því á hvers konar síðum unglingarnir eru. Mikil skjánotkun ungmenna getur gert þau einmana því félagsleg tengsl verða minni. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Samfélagsmiðlar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Vísindamenn í Finnlandi hafa uppgötvað að mikil seta barna fyrir framan sjónvarp, snjalltæki eða tölvur getur aukið mjög magafitu þeirra. Það getur gerst þótt börnin hreyfi sig líka. Vísindamenn við háskólann í Helsinki hafa kannað tengsl milli skjátíma barna og ofþyngdar. Rannsóknin sýnir að krakkar sem eyða miklum tíma fyrir framan skjáinn eru í aukinni hættu að fá fitu um sig miðja. Vitað er að börn narta gjarnan í eitthvað gott á meðan horft er á sjónvarp eða iPad. Jafnvel mjög virkum börnum sem hreyfa sig mikið er hætt við að fá magafitu sitji þau of lengi fyrir framan sjónvarpið eða snjalltæki. Niðurstaðan var sú sama óháð aldri barnsins, kyni, móðurmáli eða hreyfingu í frítíma. Elina Engberg, vísindamaður við háskólann í Helsinki, segir að vel geti verið að of þung börn eyði meiri tíma fyrir framan skjáinn en þau sem grennri eru. Sömuleiðis getur vel verið að of mikill tími fyrir framan tækin leiði til ofþyngdar. Rannsóknin var unnin í samvinnu við Rannsóknasetur í lýðheilsu í Finnlandi. Rannsóknin birtist í vísindatímaritinu Scientific Reports. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að skoða betur samspil skjátíma, hreyfingar og mataræðis meðal barnanna. Yfir tíu þúsund börn tóku þátt í rannsókninni og voru þau á aldrinum 9-12 ára. Börnin voru vigtuð, hæðin könnuð auk þess sem mittismál þeirra var mælt. Þetta er ein af fáum rannsóknum sinnar tegundar. Spurt var hversu miklum tíma þau eyða fyrir framan sjónvarp, tölvu eða snjalltæki á degi hverjum utan skólatíma. Foreldrar ættu að setja reglur um skjátíma barna og fylgjast með hvað þau eru að borða með bíómyndunum. Þau börn sem eyddu mestum tíma fyrir framan skjáinn voru jafnframt þau feitustu. Samkvæmt könnun í Svíþjóð beita margir foreldrar einhvers konar takmörkunum eða hafa reglur um skjátíma barna, sérstaklega í sumarfríinu. Af þeim sem voru spurðir voru 46% foreldra með einhvers konar reglur. Sænskur sálfræðingur segir að foreldrar ættu að beita sama aga gagnvart skjátíma og nammidögum. Að takmarka eða stjórna skjátíma barna skapar góða siði og eykur heilbrigða hreyfingu og góðar svefnvenjur. Um leið er komið í veg fyrir ýmsa vanheilsu. Það ætti að vera auðvelt að stjórna skjátíma ungra barna en getur orðið erfiðara þegar barnið verður unglingur. Hins vegar þurfa foreldrar að vera á varðbergi þegar börnin komast á þann aldur. Fylgjast þarf með og vera vakandi yfir því á hvers konar síðum unglingarnir eru. Mikil skjánotkun ungmenna getur gert þau einmana því félagsleg tengsl verða minni.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Heilsa Samfélagsmiðlar Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira