Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Heimir Már Pétursson skrifar 2. október 2019 13:15 Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun. Vísir/vilhelm Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. Seðlabankastjóri segir heimilin í landinu að einhverju leyti hafa verið að halda að sér höndum og reiknað sé með að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist á ný upp úr áramótum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að áfram muni hægja á vexti efnahagsumsvifa en sjá megi merki þess að þjóðarbúið sé mögulega að ná viðspyrnu.Þessar horfur sem þið eruð að fara í gegnum, sýna þær ekki að við erum á leið í töluverðan samdrátt?„Ekki beinlínis. Við munum sjá samdrátt áþessu ári en það bendir margt til þess að hagkerfið sé að ná viðspyrnu. Við erum ekki að sjá eins og við höfum séðáður samdrátt í innlendri eftirspurn eins og verið hefur oft áður. Það gefur okkur von um að við getum verið að ná tiltölulega mjúkri lendingu,“ segir Ásgeir. Verðbólga mældist 3,1% áþriðja ársfjórðungi og hjaðnaði milli fjórðunga en verðbólgumarkmiðin eru 2,5 prósent. Verðbólga jókst hins vegar milli mánaða í september. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar vegna lækkunar stýrivaxtanna nú segir að nýleg þróun bendi til þess að efnahagsumsvif hafi veriðþróttmeiri en gert hafi verið ráð fyrir. Hins vegar séu horfur framundan óvissar, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú er búist við. Hóflegum kjarasamningum hefur verið fagnað af mörgum en heimilin í landinu eru greinilega varkár.En benda þessir „skynsömu kjarasamningar“ til þess að heimilin bregðist við með því að halda að sér höndum?„Að einhverju leyti hafa heimilin verið að halda að sér höndum og spara að einhverju leyti. Við erum að sjá miklu minni kaup á erlendum vörum. Miklu minni kaup á bílum og þess sem við köllum varanlegir neyslufjármunir (heimilistæki o.s.frv.) færri utanlandsferðir. Að einhverju leyti hefur eftirspurnin þá verið að beinast inn í landið sem er mjög jákvætt,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Íslenska krónan Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. Seðlabankastjóri segir heimilin í landinu að einhverju leyti hafa verið að halda að sér höndum og reiknað sé með að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist á ný upp úr áramótum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að áfram muni hægja á vexti efnahagsumsvifa en sjá megi merki þess að þjóðarbúið sé mögulega að ná viðspyrnu.Þessar horfur sem þið eruð að fara í gegnum, sýna þær ekki að við erum á leið í töluverðan samdrátt?„Ekki beinlínis. Við munum sjá samdrátt áþessu ári en það bendir margt til þess að hagkerfið sé að ná viðspyrnu. Við erum ekki að sjá eins og við höfum séðáður samdrátt í innlendri eftirspurn eins og verið hefur oft áður. Það gefur okkur von um að við getum verið að ná tiltölulega mjúkri lendingu,“ segir Ásgeir. Verðbólga mældist 3,1% áþriðja ársfjórðungi og hjaðnaði milli fjórðunga en verðbólgumarkmiðin eru 2,5 prósent. Verðbólga jókst hins vegar milli mánaða í september. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar vegna lækkunar stýrivaxtanna nú segir að nýleg þróun bendi til þess að efnahagsumsvif hafi veriðþróttmeiri en gert hafi verið ráð fyrir. Hins vegar séu horfur framundan óvissar, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú er búist við. Hóflegum kjarasamningum hefur verið fagnað af mörgum en heimilin í landinu eru greinilega varkár.En benda þessir „skynsömu kjarasamningar“ til þess að heimilin bregðist við með því að halda að sér höndum?„Að einhverju leyti hafa heimilin verið að halda að sér höndum og spara að einhverju leyti. Við erum að sjá miklu minni kaup á erlendum vörum. Miklu minni kaup á bílum og þess sem við köllum varanlegir neyslufjármunir (heimilistæki o.s.frv.) færri utanlandsferðir. Að einhverju leyti hefur eftirspurnin þá verið að beinast inn í landið sem er mjög jákvætt,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Íslenska krónan Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57