Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Heimir Már Pétursson skrifar 2. október 2019 13:15 Rannveig Sigurðardóttir, aðstoðarseðlabankastjóri, og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun. Vísir/vilhelm Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. Seðlabankastjóri segir heimilin í landinu að einhverju leyti hafa verið að halda að sér höndum og reiknað sé með að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist á ný upp úr áramótum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að áfram muni hægja á vexti efnahagsumsvifa en sjá megi merki þess að þjóðarbúið sé mögulega að ná viðspyrnu.Þessar horfur sem þið eruð að fara í gegnum, sýna þær ekki að við erum á leið í töluverðan samdrátt?„Ekki beinlínis. Við munum sjá samdrátt áþessu ári en það bendir margt til þess að hagkerfið sé að ná viðspyrnu. Við erum ekki að sjá eins og við höfum séðáður samdrátt í innlendri eftirspurn eins og verið hefur oft áður. Það gefur okkur von um að við getum verið að ná tiltölulega mjúkri lendingu,“ segir Ásgeir. Verðbólga mældist 3,1% áþriðja ársfjórðungi og hjaðnaði milli fjórðunga en verðbólgumarkmiðin eru 2,5 prósent. Verðbólga jókst hins vegar milli mánaða í september. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar vegna lækkunar stýrivaxtanna nú segir að nýleg þróun bendi til þess að efnahagsumsvif hafi veriðþróttmeiri en gert hafi verið ráð fyrir. Hins vegar séu horfur framundan óvissar, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú er búist við. Hóflegum kjarasamningum hefur verið fagnað af mörgum en heimilin í landinu eru greinilega varkár.En benda þessir „skynsömu kjarasamningar“ til þess að heimilin bregðist við með því að halda að sér höndum?„Að einhverju leyti hafa heimilin verið að halda að sér höndum og spara að einhverju leyti. Við erum að sjá miklu minni kaup á erlendum vörum. Miklu minni kaup á bílum og þess sem við köllum varanlegir neyslufjármunir (heimilistæki o.s.frv.) færri utanlandsferðir. Að einhverju leyti hefur eftirspurnin þá verið að beinast inn í landið sem er mjög jákvætt,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Íslenska krónan Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. Seðlabankastjóri segir heimilin í landinu að einhverju leyti hafa verið að halda að sér höndum og reiknað sé með að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist á ný upp úr áramótum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að áfram muni hægja á vexti efnahagsumsvifa en sjá megi merki þess að þjóðarbúið sé mögulega að ná viðspyrnu.Þessar horfur sem þið eruð að fara í gegnum, sýna þær ekki að við erum á leið í töluverðan samdrátt?„Ekki beinlínis. Við munum sjá samdrátt áþessu ári en það bendir margt til þess að hagkerfið sé að ná viðspyrnu. Við erum ekki að sjá eins og við höfum séðáður samdrátt í innlendri eftirspurn eins og verið hefur oft áður. Það gefur okkur von um að við getum verið að ná tiltölulega mjúkri lendingu,“ segir Ásgeir. Verðbólga mældist 3,1% áþriðja ársfjórðungi og hjaðnaði milli fjórðunga en verðbólgumarkmiðin eru 2,5 prósent. Verðbólga jókst hins vegar milli mánaða í september. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar vegna lækkunar stýrivaxtanna nú segir að nýleg þróun bendi til þess að efnahagsumsvif hafi veriðþróttmeiri en gert hafi verið ráð fyrir. Hins vegar séu horfur framundan óvissar, sérstaklega í alþjóðlegum efnahagsmálum. Því gæti dregið hraðar úr innlendum hagvexti en nú er búist við. Hóflegum kjarasamningum hefur verið fagnað af mörgum en heimilin í landinu eru greinilega varkár.En benda þessir „skynsömu kjarasamningar“ til þess að heimilin bregðist við með því að halda að sér höndum?„Að einhverju leyti hafa heimilin verið að halda að sér höndum og spara að einhverju leyti. Við erum að sjá miklu minni kaup á erlendum vörum. Miklu minni kaup á bílum og þess sem við köllum varanlegir neyslufjármunir (heimilistæki o.s.frv.) færri utanlandsferðir. Að einhverju leyti hefur eftirspurnin þá verið að beinast inn í landið sem er mjög jákvætt,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Íslenska krónan Kjaramál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent