Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. október 2019 11:01 Einn veitingastaða Domino's á Íslandi stendur við Skúlagötu. Vísir/vilhelm Domino‘s Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino‘s á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri félagsins, þar sem segir að sala á Íslandi á þriðja ársfjórðungi hafi dregist saman um eitt prósent milli ára. Í uppgjörinu segir að reksturinn á erlendum mörkuðum hafi valdið vonbrigðum. Síðustu sex vikur hafi verið farið vandlega yfir stöðuna og framtíð rekstursins utan Bretlands. Í framhaldinu hafi verið ákveðið að Domino‘s Pizza Group sé ekki „besti eigandi þessara fyrirtækja“. Því hafi stjórn félagsins ákveðið að selja allan erlendan rekstur, alls á fjórum mörkuðum. Domino‘s Pizza Group rekur veitingastaði undir vörumerkjum Domino‘s í Bretlandi, Írlandi, Sviss, Liechtenstein, Íslandi, Noregi og í Svíþjóð. Sérstaklega er minnst á íslenska rekstur Domino‘s í uppgjörinu. Þar segir að sölutekjur Domino‘s hér á landi hafi dregist saman um eitt prósent milli ára, m.a. vegna fækkunar ferðamanna og almenns samdráttar á íslenskum mörkuðum. Þá sé stefnt að því að loka einum veitingastað Domino‘s Pizza Group á Íslandi á þriðja ársfjórðungi. Domino‘s Pizza Group keypti 51 prósent í Pizza-Pizza, sérleyfishafa Domino‘s á Íslandi, árið 2016. Í árslok 2017 keypti félagið 44,3 prósenta hlut til viðbótar og átti þá 95,3 prósent hlut í fyrirtækinu. Eftirstandandi hlutur, 4,7 prósent, var þá í eigu Birgis Arnar Birgissonar og Steinars Braga Sigurðssona, lykilstjórnenda Domino‘s á Íslandi, en þeir seldu hlut sinn í ágúst síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum frá Domino's mun rekstur veitingastaðanna hér á landi ganga áfram sinn vanagang. Engar breytingar séu fyrirsjáanlegar á rekstrinum vegna sölunnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Markaðir Veitingastaðir Tengdar fréttir Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00 Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45 Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04 Kaupa nærri tíu prósent af öllum osti Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's, starfaði erlendis frá 1997 til 2010 hjá hratt vaxandi fyrirtæki og var þar vanur "harkinu“. "Marga skorti reynsluna til að takast á við eftirmál hrunsins en segja má að ég hafði verið í sl 1. maí 2019 08:00 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Domino‘s Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino‘s á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri félagsins, þar sem segir að sala á Íslandi á þriðja ársfjórðungi hafi dregist saman um eitt prósent milli ára. Í uppgjörinu segir að reksturinn á erlendum mörkuðum hafi valdið vonbrigðum. Síðustu sex vikur hafi verið farið vandlega yfir stöðuna og framtíð rekstursins utan Bretlands. Í framhaldinu hafi verið ákveðið að Domino‘s Pizza Group sé ekki „besti eigandi þessara fyrirtækja“. Því hafi stjórn félagsins ákveðið að selja allan erlendan rekstur, alls á fjórum mörkuðum. Domino‘s Pizza Group rekur veitingastaði undir vörumerkjum Domino‘s í Bretlandi, Írlandi, Sviss, Liechtenstein, Íslandi, Noregi og í Svíþjóð. Sérstaklega er minnst á íslenska rekstur Domino‘s í uppgjörinu. Þar segir að sölutekjur Domino‘s hér á landi hafi dregist saman um eitt prósent milli ára, m.a. vegna fækkunar ferðamanna og almenns samdráttar á íslenskum mörkuðum. Þá sé stefnt að því að loka einum veitingastað Domino‘s Pizza Group á Íslandi á þriðja ársfjórðungi. Domino‘s Pizza Group keypti 51 prósent í Pizza-Pizza, sérleyfishafa Domino‘s á Íslandi, árið 2016. Í árslok 2017 keypti félagið 44,3 prósenta hlut til viðbótar og átti þá 95,3 prósent hlut í fyrirtækinu. Eftirstandandi hlutur, 4,7 prósent, var þá í eigu Birgis Arnar Birgissonar og Steinars Braga Sigurðssona, lykilstjórnenda Domino‘s á Íslandi, en þeir seldu hlut sinn í ágúst síðastliðnum. Samkvæmt upplýsingum frá Domino's mun rekstur veitingastaðanna hér á landi ganga áfram sinn vanagang. Engar breytingar séu fyrirsjáanlegar á rekstrinum vegna sölunnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Markaðir Veitingastaðir Tengdar fréttir Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00 Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45 Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04 Kaupa nærri tíu prósent af öllum osti Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's, starfaði erlendis frá 1997 til 2010 hjá hratt vaxandi fyrirtæki og var þar vanur "harkinu“. "Marga skorti reynsluna til að takast á við eftirmál hrunsins en segja má að ég hafði verið í sl 1. maí 2019 08:00 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Engar áherslubreytingar fylgja nýjum eigendum Domino's Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG) hefur eignast ráðandi hlut í Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. 27. júlí 2017 07:00
Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45
Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04
Kaupa nærri tíu prósent af öllum osti Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's, starfaði erlendis frá 1997 til 2010 hjá hratt vaxandi fyrirtæki og var þar vanur "harkinu“. "Marga skorti reynsluna til að takast á við eftirmál hrunsins en segja má að ég hafði verið í sl 1. maí 2019 08:00