Margt sem má bæta við fæðingarorlof Andrés Ingi Jónsson skrifar 16. október 2019 16:45 Í gær fékk ég mjög áhugavert og efnismikið svar við fyrirspurn um fæðingar- og foreldraorlof (sjá hér). Þar er hægt að sjá helstu tölur um skiptingu eftir kyni, tekjum, stöðu fólks í námi og utan vinnumarkaðar o.s.frv., undanfarin fimm ár. Nokkur atriði stökkva á mig við fyrstu sýn. Sameiginlegur réttur foreldra er nánast eingöngu nýttur af mæðrum. Í kringum 90% mæðra fullnýta sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýta eitthvað af honum. Þetta kemur ekki á óvart og sýnir hversu rétt skref það er að draga úr sameiginlega réttinum samhliða lengingu fæðingarorlofs, líkt og stefnt er að, en á næstu tveimur árum er planið að fara úr 3-3-3-kerfi yfir í 5-5-2. Kannski þyrfti að skoða enn róttækari skref, þ.e. að tólf mánaða fæðingarorlofi yrði skipt jafnt á milli foreldra, en enginn sameiginlegur tími skilinn eftir. Þá er mjög áberandi að um 700 feður og 100 mæður taki ekki fæðingarorlof, en skv. svarinu er algengasta ástæðan sú að það hefur einfaldlega ekki sótt um. Hvaða hópar skyldu þetta vera og hverjar eru ástæðurnar? Þetta kallar á frekari rannsókn, t.d. til að sjá hvort hér finnist einstaklingarnir sem fréttist reglulega af, sem hafa misst rétt til fæðingarorlofs vegna tímabundins náms erlendis eða annarra ástæðna. Á meðan 90 prósent mæðra nýta allan sameiginlega réttinn er áhugavert að tveir hópar skera sig sérstaklega úr. Annars vegar þær mæður sem eru utan vinnumarkaðar og fá fæðingarstyrk, en þar taka ekki nema 68 prósent eitthvað af sameiginlega tímanum. Hins vegar eru það láglaunakonur, sem sömuleiðis nýta sameiginlega réttinn minna en mæður að meðaltali. Mér þykir líklegt að þarna færi foreldrar sameiginlega réttinn yfir á það foreldri sem fær meira út úr honum, til að halda tekjum heimilisins uppi, enda er fæðingarstyrkurinn ekki nema 78 þúsund krónur og 80 prósentin sem láglaunakona fær af lágum launum er mjög lág upphæð. En það kæmi ekki á óvart að þessar mæður væru eftir sem áður heima hjá nýfæddu barninu, launalausar. Staða þeirra sem fá minnst út úr fæðingarorlofskerfinu vekur upp spurningar um lágmarksgreiðslur, sem við þurfum að spyrja okkur í tengslum við þá heildarendurskoðun sem er í gangi. Það er ákveðinn styrkleiki fæðingarorlofskerfisins að það er fjármagnað í gegnum tryggingargjald fólks á vinnumarkaði, en fyrir vikið er hætt við að það beri meira keim af því að vera vinnumarkaðsúrræði en félagslegt stuðningskerfi. Fólk sem fer í fæðingarorlof úr ágætlega launaðri vinnu þarf ekki að hafa áhyggjur af miklu tekjutapi vegna fæðingar. En öðru gegnir um fólkið á lægstu laununum og þau sem á einhvern hátt passa illa inn í kerfið og fá aðeins lágmarksstyrkina. Þar er hætt við að fyrstu mánuðir nýbakaðra foreldra litist af miklum fjárhagsáhyggjum. Á næstu árum verður fæðingarorlof lengt upp í 12 mánuði, sem kostar um 4 milljarða á ári, og hækkun hámarksgreiðslu í orlofi mun kosta 6 milljarða á ári þegar hún er að fullu komin til framkvæmda. Hvernig væri að hækka fólk á fæðingarstyrk upp í ígildi lágmarkslauna, sem kostar skv. svarinu tæpa 2 milljarða?Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Andrés Ingi Jónsson Börn og uppeldi Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Í gær fékk ég mjög áhugavert og efnismikið svar við fyrirspurn um fæðingar- og foreldraorlof (sjá hér). Þar er hægt að sjá helstu tölur um skiptingu eftir kyni, tekjum, stöðu fólks í námi og utan vinnumarkaðar o.s.frv., undanfarin fimm ár. Nokkur atriði stökkva á mig við fyrstu sýn. Sameiginlegur réttur foreldra er nánast eingöngu nýttur af mæðrum. Í kringum 90% mæðra fullnýta sameiginlegu mánuðina, en ekki nema 11% feðra nýta eitthvað af honum. Þetta kemur ekki á óvart og sýnir hversu rétt skref það er að draga úr sameiginlega réttinum samhliða lengingu fæðingarorlofs, líkt og stefnt er að, en á næstu tveimur árum er planið að fara úr 3-3-3-kerfi yfir í 5-5-2. Kannski þyrfti að skoða enn róttækari skref, þ.e. að tólf mánaða fæðingarorlofi yrði skipt jafnt á milli foreldra, en enginn sameiginlegur tími skilinn eftir. Þá er mjög áberandi að um 700 feður og 100 mæður taki ekki fæðingarorlof, en skv. svarinu er algengasta ástæðan sú að það hefur einfaldlega ekki sótt um. Hvaða hópar skyldu þetta vera og hverjar eru ástæðurnar? Þetta kallar á frekari rannsókn, t.d. til að sjá hvort hér finnist einstaklingarnir sem fréttist reglulega af, sem hafa misst rétt til fæðingarorlofs vegna tímabundins náms erlendis eða annarra ástæðna. Á meðan 90 prósent mæðra nýta allan sameiginlega réttinn er áhugavert að tveir hópar skera sig sérstaklega úr. Annars vegar þær mæður sem eru utan vinnumarkaðar og fá fæðingarstyrk, en þar taka ekki nema 68 prósent eitthvað af sameiginlega tímanum. Hins vegar eru það láglaunakonur, sem sömuleiðis nýta sameiginlega réttinn minna en mæður að meðaltali. Mér þykir líklegt að þarna færi foreldrar sameiginlega réttinn yfir á það foreldri sem fær meira út úr honum, til að halda tekjum heimilisins uppi, enda er fæðingarstyrkurinn ekki nema 78 þúsund krónur og 80 prósentin sem láglaunakona fær af lágum launum er mjög lág upphæð. En það kæmi ekki á óvart að þessar mæður væru eftir sem áður heima hjá nýfæddu barninu, launalausar. Staða þeirra sem fá minnst út úr fæðingarorlofskerfinu vekur upp spurningar um lágmarksgreiðslur, sem við þurfum að spyrja okkur í tengslum við þá heildarendurskoðun sem er í gangi. Það er ákveðinn styrkleiki fæðingarorlofskerfisins að það er fjármagnað í gegnum tryggingargjald fólks á vinnumarkaði, en fyrir vikið er hætt við að það beri meira keim af því að vera vinnumarkaðsúrræði en félagslegt stuðningskerfi. Fólk sem fer í fæðingarorlof úr ágætlega launaðri vinnu þarf ekki að hafa áhyggjur af miklu tekjutapi vegna fæðingar. En öðru gegnir um fólkið á lægstu laununum og þau sem á einhvern hátt passa illa inn í kerfið og fá aðeins lágmarksstyrkina. Þar er hætt við að fyrstu mánuðir nýbakaðra foreldra litist af miklum fjárhagsáhyggjum. Á næstu árum verður fæðingarorlof lengt upp í 12 mánuði, sem kostar um 4 milljarða á ári, og hækkun hámarksgreiðslu í orlofi mun kosta 6 milljarða á ári þegar hún er að fullu komin til framkvæmda. Hvernig væri að hækka fólk á fæðingarstyrk upp í ígildi lágmarkslauna, sem kostar skv. svarinu tæpa 2 milljarða?Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun