Skjólstæðingarnir vilji frekar fá þjónustu heima hjá sér en að liggja inn á deildum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2019 17:07 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri staðfestu samkomulagið og samstarfsyfirlýsinguna við undirritun í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstarfið marka tímamót og engan vafa leika á því að það muni efla og bæta þjónustu geðheilsuteymanna við notendur. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Reykjavíkurborg hafa gert með sér samstarfsyfirlýsingu ásamt samningi sem kveður á um þátttöku þjónustumiðstöðva velferðarsviðs í verkefnum geðheilsuteyma heilsugæslunnar í Reykjavík. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að um nýmæli sé að ræða. „Það er svolítið verið að brjóta niður múra og byggja brýr með því að auka samstarf geðheilsuteyma með þátttöku borgarinnar. Það er verið að sjá til þess að þeir starfsmenn sem eru að sinna sömu sjúklingum séu saman og vinni saman að betra heilbrigðiskerfi og betri þjónustu fyrir sjúklingana,“ segir Óskar sem bætir við. „Þetta er í sjálfu sér mjög víða í gangi innan heilbrigðiskerfisins en með óformlegum hætti, eins og samstarf skóla og heilsugæslu eða heilsugæslu og annars stigs þjónustu en hér er fyrst og fremst verið að formgera þetta, sem eru svolítil tímamót. “ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri staðfestu samkomulagið og samstarfsyfirlýsinguna við undirritun í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstarfið marka tímamót og engan vafa leika á því að það muni efla og bæta þjónustu geðheilsuteymanna við notendur. Óskar segir að verkefnið sé að fyrirmynd geðheilsuteymis Breiðholts. „Þetta byrjaði í rauninni upp í Breiðholti með geðheilsuteymi Breiðholts þar sem fyrst var borgin eingöngu með þetta og síðan færðist þetta yfir í heilsugæsluna og svo er verið að efla þjónustuna enn frekar með auknu samstarfi, þar er svona grunnurinn að þessu.“Heldurðu að skjólstæðingarnir muni finna fyrir þessu?„Já, ég held það. Geðheilsuteymin eru sérstaklega góð með þetta í huga. Þau eru að sinna fólki og koma í veg fyrir að það leggist inn á spítalann, þar af leiðandi er þetta annars stigs þjónusta sem er svona mitt á milli hefðbundinnar heilsugæslu og sjúkrahússþjónustu. Með því að efla samtarf á milli borgarinnar, sveitarfélaganna, sjúkrahússins og heilsugæslunnar þá getum við tryggt það að halda sjúklingunum lengur heima og síðar inn á deildum. Það hefur sýnt sig að fólkið okkar er ánægt með það. Sjúklingarnir eru ánægðir með að þurfa ekki að liggja inn á deildum eins og var meira í gamla daga þegar Kleppur var og hét sem nánast einhvers konar heimili fólks og Kópavogshæli og svoleiðis staðir.“Vilja skjólstæðingarnir frekar vera heima?„Já sækja þjónustuna, eða fá þjónustuna heim, allt eftir þörfum einstaklingsins til þess að bæta líðan hans. Það hefur sýnt sig að það er jafn góð þjónusta eða betri og fólk er ánægðara með þetta heldur en að vera upp á deildum. Með auknu samstarfi á milli eininganna getum við gert þessa þjónustu ennþá betri,“ segir Óskar. Alþingi Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Reykjavíkurborg hafa gert með sér samstarfsyfirlýsingu ásamt samningi sem kveður á um þátttöku þjónustumiðstöðva velferðarsviðs í verkefnum geðheilsuteyma heilsugæslunnar í Reykjavík. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að um nýmæli sé að ræða. „Það er svolítið verið að brjóta niður múra og byggja brýr með því að auka samstarf geðheilsuteyma með þátttöku borgarinnar. Það er verið að sjá til þess að þeir starfsmenn sem eru að sinna sömu sjúklingum séu saman og vinni saman að betra heilbrigðiskerfi og betri þjónustu fyrir sjúklingana,“ segir Óskar sem bætir við. „Þetta er í sjálfu sér mjög víða í gangi innan heilbrigðiskerfisins en með óformlegum hætti, eins og samstarf skóla og heilsugæslu eða heilsugæslu og annars stigs þjónustu en hér er fyrst og fremst verið að formgera þetta, sem eru svolítil tímamót. “ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri staðfestu samkomulagið og samstarfsyfirlýsinguna við undirritun í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstarfið marka tímamót og engan vafa leika á því að það muni efla og bæta þjónustu geðheilsuteymanna við notendur. Óskar segir að verkefnið sé að fyrirmynd geðheilsuteymis Breiðholts. „Þetta byrjaði í rauninni upp í Breiðholti með geðheilsuteymi Breiðholts þar sem fyrst var borgin eingöngu með þetta og síðan færðist þetta yfir í heilsugæsluna og svo er verið að efla þjónustuna enn frekar með auknu samstarfi, þar er svona grunnurinn að þessu.“Heldurðu að skjólstæðingarnir muni finna fyrir þessu?„Já, ég held það. Geðheilsuteymin eru sérstaklega góð með þetta í huga. Þau eru að sinna fólki og koma í veg fyrir að það leggist inn á spítalann, þar af leiðandi er þetta annars stigs þjónusta sem er svona mitt á milli hefðbundinnar heilsugæslu og sjúkrahússþjónustu. Með því að efla samtarf á milli borgarinnar, sveitarfélaganna, sjúkrahússins og heilsugæslunnar þá getum við tryggt það að halda sjúklingunum lengur heima og síðar inn á deildum. Það hefur sýnt sig að fólkið okkar er ánægt með það. Sjúklingarnir eru ánægðir með að þurfa ekki að liggja inn á deildum eins og var meira í gamla daga þegar Kleppur var og hét sem nánast einhvers konar heimili fólks og Kópavogshæli og svoleiðis staðir.“Vilja skjólstæðingarnir frekar vera heima?„Já sækja þjónustuna, eða fá þjónustuna heim, allt eftir þörfum einstaklingsins til þess að bæta líðan hans. Það hefur sýnt sig að það er jafn góð þjónusta eða betri og fólk er ánægðara með þetta heldur en að vera upp á deildum. Með auknu samstarfi á milli eininganna getum við gert þessa þjónustu ennþá betri,“ segir Óskar.
Alþingi Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira