Tímamót: Borgarlínan fjármögnuð Pawel Bartoszek skrifar 15. október 2019 10:00 Tvenns konar gagnrýni heyrist helst á samgöngusáttmálann milli ríkis og höfuðborgarsvæðisins. Að of mikið sé gert fyrir bíla og alls ekki nóg. Til skýringar er myndin er þessi: helmingur peninganna í sáttmálanum fer í grænar samgöngulausnir: Borgarlínu, bættar almenningsamgöngur og göngu- og hjólastíga. Þetta finnst sumum stjórnmálamönnum of mikið. Þá má spyrja: Finnst þeim stjórnmálamönnum líklegt að ríkisstjórn sem vill taka sig alvarlega í loftslagsmálum myndi leggja til eitthvað minna? Finnst þeim líklegt að sveitarfélög sem vilja draga úr mengun og þétta byggð myndu samþykkja eitthvað minna? Ef stuðla á að breyttum ferðavenjum er eðlilegt að fjárfesta í samræmi við það. Sú gagnrýni er beittari og réttari, sem beinist að því að ekki sé nóg gert fyrir að hvetja til grænni ferðamáta. Það má þó benda á að þær vegaframkvæmdir sem lagðar eru til innan miðkjarna Reykjavíkur eru fyrst og síðast til að bæta borgarrými, færa umferð undir jörð og breyta götum í tengslum við Borgarlínu. Enginn er að fara byggja slaufur hjá Melatorgi. Samkomulagið opnar á beina gjaldtöku á umferð. Þótt slík gjaldtaka sé gjarnan umdeild í fyrstu dregur hún samt úr umferð. Þótt ólík gjöld eftir tíma dags hljómi flókin þá virka þau og dreifa umferðinni betur yfir daginn. Osló og London hafa reynt þetta með góðum árangri. Loks er komin áætlun um samgöngur sem leggur ekki minni áherslu á almenningssamgöngur en einkabílinn. Áætlun sem er góð fyrir Reykjavík. Við getum endurhannað Miklubraut. Við getum endurhannað Suðurlandsbraut. Borgarlínan er á fullri ferð. Næsta stopp: Vogabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Pawel Bartoszek Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Tvenns konar gagnrýni heyrist helst á samgöngusáttmálann milli ríkis og höfuðborgarsvæðisins. Að of mikið sé gert fyrir bíla og alls ekki nóg. Til skýringar er myndin er þessi: helmingur peninganna í sáttmálanum fer í grænar samgöngulausnir: Borgarlínu, bættar almenningsamgöngur og göngu- og hjólastíga. Þetta finnst sumum stjórnmálamönnum of mikið. Þá má spyrja: Finnst þeim stjórnmálamönnum líklegt að ríkisstjórn sem vill taka sig alvarlega í loftslagsmálum myndi leggja til eitthvað minna? Finnst þeim líklegt að sveitarfélög sem vilja draga úr mengun og þétta byggð myndu samþykkja eitthvað minna? Ef stuðla á að breyttum ferðavenjum er eðlilegt að fjárfesta í samræmi við það. Sú gagnrýni er beittari og réttari, sem beinist að því að ekki sé nóg gert fyrir að hvetja til grænni ferðamáta. Það má þó benda á að þær vegaframkvæmdir sem lagðar eru til innan miðkjarna Reykjavíkur eru fyrst og síðast til að bæta borgarrými, færa umferð undir jörð og breyta götum í tengslum við Borgarlínu. Enginn er að fara byggja slaufur hjá Melatorgi. Samkomulagið opnar á beina gjaldtöku á umferð. Þótt slík gjaldtaka sé gjarnan umdeild í fyrstu dregur hún samt úr umferð. Þótt ólík gjöld eftir tíma dags hljómi flókin þá virka þau og dreifa umferðinni betur yfir daginn. Osló og London hafa reynt þetta með góðum árangri. Loks er komin áætlun um samgöngur sem leggur ekki minni áherslu á almenningssamgöngur en einkabílinn. Áætlun sem er góð fyrir Reykjavík. Við getum endurhannað Miklubraut. Við getum endurhannað Suðurlandsbraut. Borgarlínan er á fullri ferð. Næsta stopp: Vogabyggð.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun