Maður sem myrti fjölskyldu sína fannst á flugvelli eftir átta ára leit Sylvía Hall skrifar 12. október 2019 07:56 Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur Xavier Dupont de Ligonnès árið 2011 Vísir/AFP Hinn 58 ára gamli Xavier Dupont de Ligonnès var handtekinn á Glasgow-flugvelli í dag eftir að hann lenti með flugi frá París. Ligonnes hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011, grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína og fjögur börn þeirra. Sama ár var gefin út alþjóðleg handtökuskipun á hendur honum. Í frétt BBC um málið segir að eftir fingrafaraskoðun hafi hann verið handtekinn og settur í gæsluvarðhald. Flugvallarstarfsmenn í París höfðu orðið varir við hann þegar hann var á leið um borð í flug til Glasgow en hann ferðaðist undir fölsku nafni. Í aprílmánuði árið 2011 fundust eiginkona hans og fjögur börn skotin til bana og grafin í garði fjölskyldunnar í úthverfi Nantes. Ekkert hafði spurst til fjölskylduföðursins síðan og var meðal annars gerð húsleit í frönsku klaustri eftir að sjónarvottar sögðust hafa séð til Ligonnès íklæddan munkakufli í klaustrinu.Sjá einnig: Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Eiginkona Xavier, Agnès Dupont de Ligonnès, var 48 ára þegar hún var myrt og börnin Arthur, Thomas, Anne og Benoît tuttugu, átján, sextán og þrettán ára. Ligonnès er sagður hafa myrt fjölskyldumeðlimi sína á skipulagðan hátt, sem líktist helst aftöku. Hann hafi skotið þau tveimur skotum í hausinn af stuttu færi áður en hann velti þeim upp úr óleskjuðu kalki. Því næst gróf hann þau í garði fjölskyldunnar. Hann hafði áður tilkynnt kennurum barna sinna að þau hygðust flytja til Ástralíu og sagt vinum sínum að hann væri leyniþjónustumaður fyrir Bandaríkin og væri á leið í vitnavernd. Mikil leit var gerð að manninum eftir að lík fjölskyldumeðlimanna fundust og vöktu morðin mikinn óhug í Frakklandi.Uppfært:Maðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Glasgow í gær reyndist vera saklaus portúgalskur ferðamaður. Bretland Frakkland Skotland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira
Hinn 58 ára gamli Xavier Dupont de Ligonnès var handtekinn á Glasgow-flugvelli í dag eftir að hann lenti með flugi frá París. Ligonnes hefur verið eftirlýstur frá árinu 2011, grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína og fjögur börn þeirra. Sama ár var gefin út alþjóðleg handtökuskipun á hendur honum. Í frétt BBC um málið segir að eftir fingrafaraskoðun hafi hann verið handtekinn og settur í gæsluvarðhald. Flugvallarstarfsmenn í París höfðu orðið varir við hann þegar hann var á leið um borð í flug til Glasgow en hann ferðaðist undir fölsku nafni. Í aprílmánuði árið 2011 fundust eiginkona hans og fjögur börn skotin til bana og grafin í garði fjölskyldunnar í úthverfi Nantes. Ekkert hafði spurst til fjölskylduföðursins síðan og var meðal annars gerð húsleit í frönsku klaustri eftir að sjónarvottar sögðust hafa séð til Ligonnès íklæddan munkakufli í klaustrinu.Sjá einnig: Húsleit í frönsku klaustri vegna leitar að grunuðum fjöldamorðingja Eiginkona Xavier, Agnès Dupont de Ligonnès, var 48 ára þegar hún var myrt og börnin Arthur, Thomas, Anne og Benoît tuttugu, átján, sextán og þrettán ára. Ligonnès er sagður hafa myrt fjölskyldumeðlimi sína á skipulagðan hátt, sem líktist helst aftöku. Hann hafi skotið þau tveimur skotum í hausinn af stuttu færi áður en hann velti þeim upp úr óleskjuðu kalki. Því næst gróf hann þau í garði fjölskyldunnar. Hann hafði áður tilkynnt kennurum barna sinna að þau hygðust flytja til Ástralíu og sagt vinum sínum að hann væri leyniþjónustumaður fyrir Bandaríkin og væri á leið í vitnavernd. Mikil leit var gerð að manninum eftir að lík fjölskyldumeðlimanna fundust og vöktu morðin mikinn óhug í Frakklandi.Uppfært:Maðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Glasgow í gær reyndist vera saklaus portúgalskur ferðamaður.
Bretland Frakkland Skotland Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Sjá meira