Viðskipti innlent

Arion og Landsbankinn lækka vexti

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Stóru bankarnir þrír hafa nú allir brugðist við síðustu stýrivaxtalækkun Seðlabankans.
Stóru bankarnir þrír hafa nú allir brugðist við síðustu stýrivaxtalækkun Seðlabankans. Vísir
Bæði Arion banki og Landsbankinn hafa lækkað vexti sína í nokkrum lánaflokkum, en Íslandsbanki gerði slíkt hið sama fyrr í vikunni. Allir stóru bankarnir þrír hafa þannig brugðist við stýrivaxtalækkun Seðlabankans í liðinni viku.

Íslandsbanki reið á vaðið á þriðjudag og tilkynnt um lækkun á vöxtum húsnæðis-, bíla- og innlána. Arion greindi frá vaxtalækkun sinni í gær og Landsbankinn tilkynnti um vaxtabreytingar sínar nú í morgun.

Sjá einnig: Bankarnir boða breytingar á vöxtum

Vaxtabreytingar Arion banka tóku gildi í gær og eru sem hér segir:

  • Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir vextir lækka um 0,29% og verða 5,49%
  • Bílalán og bílasamningar lækka um 0,25%
  • Almennir óverðtryggðir kjörvextir lækka um 0,10%
  • Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga lækka um allt að 0,25%.
  • Hvað innlán varðar þá munu breytilegir innlánsvextir bankans í mörgum tilfellum haldast óbreyttir þrátt fyrir stýrivaxtalækkun en þó munu vextir nokkurra innlánareikninga lækka um 0,05%-0,25%.


Á vef Landsbankans má sjá að fyrirhugaðar vaxtabreytingar bankans munu taka gildi frá og með deginum í dag. Þær eru svohljóðandi:



  • Fastir vextir óverðtryggðra íbúðalána til 36 og 60 mánaða lækka um 0,25 prósentustig.
  • Breytilegir óverðtryggðir vextir lækka almennt um 0,05-0,25 prósentustig.
  • Breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána lækka um 0,10 prósentustig.
  • Breytilegir vextir bíla- og tækjafjármögnunar lækka um 0,10 prósentustig og yfirdráttarvextir lækka um 0,25 prósentustig.
  • Innlánsvextir almennra veltureikninga og verðtryggðir vextir eru óbreyttir. Aðrir innlánsvextir standa ýmist í stað eða lækka um 0,05-0,25 prósentustig.


Hægt er að nálgast greinagóðar upplýsingar um vaxtakjör hjá bönkum og lífeyrissjóðum á húsnæðislánum á heimasíðum á borð við aurbjorg.is og herborg.is.


Tengdar fréttir

Íslandsbanki lækkar vexti

Íslandsbanki hefur fyrstur stóru bankanna þriggja tilkynnt um lækkun á vöxtum húsnæðis-, bíla- og innlána.

Kröftugar lækkanir fylgi nýrri spá

Birting Seðlabankans á nýrri verðbólguspá í nóvember getur rennt stoðum undir vaxtalækkanir. Útlit fyrir að spáin verði enn lengra undir verðbólgumarkmiðum. Fjárfestar brugðust illa við vaxtalækkuninni í gær. Brýnt að smyrja hjól fjármálakerfisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×