Báknið kjurrt Hörður Ægisson skrifar 11. október 2019 07:00 Rekstrarumhvefi fyrirtækja hefur ekki verið jafn krefjandi og nú í langan tíma. Það birtist okkur í auknum launakostnaði, hratt vaxandi atvinnuleysi, miklum samdrætti í nýjum útlánum til fyrirtækja á milli ára og kólnandi byggingargeira. Við þessar aðstæður er viðbúið að fjárfesting í atvinnulífinu dragist verulega saman. Verðlækkanir á hlutabréfamarkaði eru hugsanlega viðvörunarbjöllur um það sem koma skal. Seðlabankinn hefur brugðist við með því að lækka vexti í fjórgang – samanlagt um eitt prósentustig – frá því í vor. Það er ekki nóg. Vaxtalækkanir hafa ekki skilað sér til fyrirtækja heldur eru þau í mörgum tilfellum að sjá hækkandi vaxtaálag í bankakerfinu. Veturinn verður tími hagræðingar, sem mun einkum felast í uppsögnum, og sameiningum fyrirtækja í atvinnugreinum á borð við ferðaþjónustu. Staðan er um margt fordæmalaus. Óumdeilt er að þjóðarbúið hefur aldrei staðið á styrkari stoðum, meðal annars þegar litið er til 840 milljarða gjaldeyrisforða Seðlabankans, lítillar skuldsetningar ríkisins, viðvarandi viðskiptaafgangs og jákvæðrar eignastöðu við útlönd, en það eru samt blikur á lofti. Hættan er sú að óvissa og stigvaxandi svartsýni heimila muni smitast í einkaneysluna, helsta drifkraft hagvaxtar, fasteignamarkaðinn og fjárfestingaráform fyrirtækja. Slíkur spírall, sem við sjáum vísbendingar um að sé þegar hafinn, veldur því að allir rifa seglin á sama tíma. Nýta þarf betur tæki og tól peningastefnunnar til að afstýra slíkri atburðarás, einkum nú þegar verðbólguvæntingar fara lækkandi, með skýrari skilaboðum um vaxtalækkunarferlið í stað þess að bíða og sjá til. Nýr seðlabankastjóri nýtti því miður ekki það tækifæri á síðasta vaxtaákvörðunarfundi bankans. Á meðan almenni vinnumarkaðurinn er að grípa til sársaukafullra aðgerða eru opinberir starfsmenn staddir í sínum hliðarveruleika. Stéttarfélög þeirra álíta að þau geti sótt sér meiri kjarabætur en um var samið í Lífskjarasamningunum fyrr á árinu. Það er ekki í boði að eftirláta opinberum starfsmönnum, sem eru með hæstu heildarlaun á Norðurlöndum, að leiða launaþróun á vinnumarkaði. Ríkið hefur hlutverki að gegna við að sporna gegn niðursveiflunni, sem ætti að felast í auknum innviðafjárfestingum og lækkun skatta á heimili og fyrirtæki, en það verður ekki gert með því að standa undir enn meiri rekstrarútgjöldum til handa opinberum stofnunum. Frá aldamótum hefur ríkisstarfsmönnum fjölgað um 55 prósent á meðan fjölgunin á almennum vinnumarkaði nemur 18 prósentum. Þá eru skattar á Íslandi einir þeir hæstu innan OECD og útgjaldaþensla ríkisins er stjórnlaus. Það gætir vaxandi óþreyju með þessa þróun. Stærsti flokkur landsins, sem mælist nú með minna en 20 prósenta fylgi, hefur löngum talið sér það til tekna að vera málsvari einkaframtaks og minni ríkisumsvifa. Ekki fer þó mikið fyrir þeim áherslum, hvorki í orði né á borði, og sú staðreynd að fylgið er í botni þarf því ekki að koma á óvart. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs verði yfir þúsund milljarðar á næsta ári og hafa þau aukist um nærri 300 milljarða á einum áratug. Í stað þess að aukin útgjöld séu sjálfkrafa talin besti mælikvarðinn á árangur og þjónustu opinberra stofnana þarf ríkið að koma á skýrari mælikvörðum hvað skattgreiðendur eru að fá fyrir peninginn. Verði ekki snúið af þessari braut stefnir í óefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Vinnumarkaður Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Rekstrarumhvefi fyrirtækja hefur ekki verið jafn krefjandi og nú í langan tíma. Það birtist okkur í auknum launakostnaði, hratt vaxandi atvinnuleysi, miklum samdrætti í nýjum útlánum til fyrirtækja á milli ára og kólnandi byggingargeira. Við þessar aðstæður er viðbúið að fjárfesting í atvinnulífinu dragist verulega saman. Verðlækkanir á hlutabréfamarkaði eru hugsanlega viðvörunarbjöllur um það sem koma skal. Seðlabankinn hefur brugðist við með því að lækka vexti í fjórgang – samanlagt um eitt prósentustig – frá því í vor. Það er ekki nóg. Vaxtalækkanir hafa ekki skilað sér til fyrirtækja heldur eru þau í mörgum tilfellum að sjá hækkandi vaxtaálag í bankakerfinu. Veturinn verður tími hagræðingar, sem mun einkum felast í uppsögnum, og sameiningum fyrirtækja í atvinnugreinum á borð við ferðaþjónustu. Staðan er um margt fordæmalaus. Óumdeilt er að þjóðarbúið hefur aldrei staðið á styrkari stoðum, meðal annars þegar litið er til 840 milljarða gjaldeyrisforða Seðlabankans, lítillar skuldsetningar ríkisins, viðvarandi viðskiptaafgangs og jákvæðrar eignastöðu við útlönd, en það eru samt blikur á lofti. Hættan er sú að óvissa og stigvaxandi svartsýni heimila muni smitast í einkaneysluna, helsta drifkraft hagvaxtar, fasteignamarkaðinn og fjárfestingaráform fyrirtækja. Slíkur spírall, sem við sjáum vísbendingar um að sé þegar hafinn, veldur því að allir rifa seglin á sama tíma. Nýta þarf betur tæki og tól peningastefnunnar til að afstýra slíkri atburðarás, einkum nú þegar verðbólguvæntingar fara lækkandi, með skýrari skilaboðum um vaxtalækkunarferlið í stað þess að bíða og sjá til. Nýr seðlabankastjóri nýtti því miður ekki það tækifæri á síðasta vaxtaákvörðunarfundi bankans. Á meðan almenni vinnumarkaðurinn er að grípa til sársaukafullra aðgerða eru opinberir starfsmenn staddir í sínum hliðarveruleika. Stéttarfélög þeirra álíta að þau geti sótt sér meiri kjarabætur en um var samið í Lífskjarasamningunum fyrr á árinu. Það er ekki í boði að eftirláta opinberum starfsmönnum, sem eru með hæstu heildarlaun á Norðurlöndum, að leiða launaþróun á vinnumarkaði. Ríkið hefur hlutverki að gegna við að sporna gegn niðursveiflunni, sem ætti að felast í auknum innviðafjárfestingum og lækkun skatta á heimili og fyrirtæki, en það verður ekki gert með því að standa undir enn meiri rekstrarútgjöldum til handa opinberum stofnunum. Frá aldamótum hefur ríkisstarfsmönnum fjölgað um 55 prósent á meðan fjölgunin á almennum vinnumarkaði nemur 18 prósentum. Þá eru skattar á Íslandi einir þeir hæstu innan OECD og útgjaldaþensla ríkisins er stjórnlaus. Það gætir vaxandi óþreyju með þessa þróun. Stærsti flokkur landsins, sem mælist nú með minna en 20 prósenta fylgi, hefur löngum talið sér það til tekna að vera málsvari einkaframtaks og minni ríkisumsvifa. Ekki fer þó mikið fyrir þeim áherslum, hvorki í orði né á borði, og sú staðreynd að fylgið er í botni þarf því ekki að koma á óvart. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs verði yfir þúsund milljarðar á næsta ári og hafa þau aukist um nærri 300 milljarða á einum áratug. Í stað þess að aukin útgjöld séu sjálfkrafa talin besti mælikvarðinn á árangur og þjónustu opinberra stofnana þarf ríkið að koma á skýrari mælikvörðum hvað skattgreiðendur eru að fá fyrir peninginn. Verði ekki snúið af þessari braut stefnir í óefni.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar