Þörf sé fyrir 72 nýja sérnámslækna á ári Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. október 2019 07:30 Í sumar fékk bráðalækningadeild Landspítalans viðurkenningu til að veita fullt sérnám. Vísir/vilhelm Ákvörðunin um það hvaða sérnám á að veita á Íslandi, hve margir eru skráðir í viðkomandi sérnám og að hve miklu leyti það er veitt hér eru grundvallarspurningar varðandi framtíðarskipulag heilbrigðiskerfisins,“ segir Tómas Þór Ágústsson, formaður framhaldsmenntunarráðs lækninga á Landspítala. Nú eru um 170 manns í sérnámi á Íslandi en í sumar fékk bráðalækningadeild Landspítala viðurkenningu mats- og hæfisnefndar heilbrigðisráðuneytisins til að veita fullt sérnám í bráðalækningum. Að sögn Tómasar hefur geta kerfisins hér til að veita sérnámsmenntun ekki verið formlega metin en það sé í vinnslu. „Þetta hefur verið greint innan spítalans og við áætlum að það þurfi að ráða að minnsta kosti 72 nýja sérnámslækna á ári til að viðhalda sama læknafjölda og í dag og fylgja þróun nágrannalandanna. Forsendur þessarar greiningar eru takmarkaðar og byggja meðal annars á núverandi fjölda sérfræðilækna og aldursdreifingu þeirra.“ Í fyrra voru ráðnir 58 nýir sérnámslæknar, langflestir í heimilislækningum og almennum lyflækningum. Tómas segir aðsóknina í sérnámið góða og sér fram á að námið muni halda áfram að vaxa. „Það er líka mikilvægt að átta sig á því að sama í hvaða sérnámi fólk er, þá er þetta fólkið í framlínunni á háskólasjúkrahúsinu. Þetta er fólkið sem er á vöktunum og sinnir sjúklingunum og er mjög mikilvægur hluti af mannafla spítalans.“ Tómas bendir á að á Íslandi sé aðeins eitt háskólasjúkrahús auk kennslusjúkrahúss á Akureyri. Um fyrirsjáanlega framtíð séu því aðeins burðir til að veita sérnám í grunnþáttum stærstu sérgreinanna eins og heimilislækninga, geðlækninga, almennra lyflækninga og nú bráðalækninga. „Það sem við þurfum á Íslandi næstu áratugina er fólk sem getur sinnt stærstu og algengustu vandamálunum sem geta samt verið flókin. Það er þetta sem við erum að búa til en undirsérgreinanám og flóknara sérnám erum við auðvitað ekki í stöðu til að veita,“ segir Tómas. Það hafi augljóslega jákvæð áhrif á gæði þjónustunnar að fólk sé að vinna í alþjóðlega viðurkenndu og vottuðu umhverfi. Fólk sem alist upp í slíku umhverfi sé miklu líklegra til að koma aftur heim og halda áfram að vinna innan þess kerfis. „Þetta leikur stórt hlutverk í framtíðarlöðun lækna og heilbrigðisstarfsfólks. Það er ekki hægt að reiða sig á heppni varðandi það hvaða fólk fer í hvaða sérgrein einhvers staðar í útlöndum og hverjir koma aftur heim. Það er ekki forsvaranlegt til lengri tíma þótt það hafi kannski virkað ágætlega hingað til.“ Hann segir að í sérnáminu hérlendis sé lögð mikil áhersla á samvinnu við virtar erlendar stofnanir. „Í dag er það í öllu sérnámi, nema í heimilislækningum og geðlækningum, að fólk þarf að taka hluta námsins erlendis. Við megum samt ekki gleyma því að við erum að mennta og þjálfa lækna fyrir Ísland. Þessi þjálfun verður að vera viðeigandi fyrir Ísland.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ákvörðunin um það hvaða sérnám á að veita á Íslandi, hve margir eru skráðir í viðkomandi sérnám og að hve miklu leyti það er veitt hér eru grundvallarspurningar varðandi framtíðarskipulag heilbrigðiskerfisins,“ segir Tómas Þór Ágústsson, formaður framhaldsmenntunarráðs lækninga á Landspítala. Nú eru um 170 manns í sérnámi á Íslandi en í sumar fékk bráðalækningadeild Landspítala viðurkenningu mats- og hæfisnefndar heilbrigðisráðuneytisins til að veita fullt sérnám í bráðalækningum. Að sögn Tómasar hefur geta kerfisins hér til að veita sérnámsmenntun ekki verið formlega metin en það sé í vinnslu. „Þetta hefur verið greint innan spítalans og við áætlum að það þurfi að ráða að minnsta kosti 72 nýja sérnámslækna á ári til að viðhalda sama læknafjölda og í dag og fylgja þróun nágrannalandanna. Forsendur þessarar greiningar eru takmarkaðar og byggja meðal annars á núverandi fjölda sérfræðilækna og aldursdreifingu þeirra.“ Í fyrra voru ráðnir 58 nýir sérnámslæknar, langflestir í heimilislækningum og almennum lyflækningum. Tómas segir aðsóknina í sérnámið góða og sér fram á að námið muni halda áfram að vaxa. „Það er líka mikilvægt að átta sig á því að sama í hvaða sérnámi fólk er, þá er þetta fólkið í framlínunni á háskólasjúkrahúsinu. Þetta er fólkið sem er á vöktunum og sinnir sjúklingunum og er mjög mikilvægur hluti af mannafla spítalans.“ Tómas bendir á að á Íslandi sé aðeins eitt háskólasjúkrahús auk kennslusjúkrahúss á Akureyri. Um fyrirsjáanlega framtíð séu því aðeins burðir til að veita sérnám í grunnþáttum stærstu sérgreinanna eins og heimilislækninga, geðlækninga, almennra lyflækninga og nú bráðalækninga. „Það sem við þurfum á Íslandi næstu áratugina er fólk sem getur sinnt stærstu og algengustu vandamálunum sem geta samt verið flókin. Það er þetta sem við erum að búa til en undirsérgreinanám og flóknara sérnám erum við auðvitað ekki í stöðu til að veita,“ segir Tómas. Það hafi augljóslega jákvæð áhrif á gæði þjónustunnar að fólk sé að vinna í alþjóðlega viðurkenndu og vottuðu umhverfi. Fólk sem alist upp í slíku umhverfi sé miklu líklegra til að koma aftur heim og halda áfram að vinna innan þess kerfis. „Þetta leikur stórt hlutverk í framtíðarlöðun lækna og heilbrigðisstarfsfólks. Það er ekki hægt að reiða sig á heppni varðandi það hvaða fólk fer í hvaða sérgrein einhvers staðar í útlöndum og hverjir koma aftur heim. Það er ekki forsvaranlegt til lengri tíma þótt það hafi kannski virkað ágætlega hingað til.“ Hann segir að í sérnáminu hérlendis sé lögð mikil áhersla á samvinnu við virtar erlendar stofnanir. „Í dag er það í öllu sérnámi, nema í heimilislækningum og geðlækningum, að fólk þarf að taka hluta námsins erlendis. Við megum samt ekki gleyma því að við erum að mennta og þjálfa lækna fyrir Ísland. Þessi þjálfun verður að vera viðeigandi fyrir Ísland.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira