Reiknar með því að fækka stöðugildum hjá Símanum um fjörutíu á næsta ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 11:38 Orri Hauksson, forstjóri Símans, sem keypti sýningarréttinn á enska boltanum til þriggja ára. vísir/vilhelm Síminn hagnaðist um 897 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 978 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Forstjóri Símans segir sportstöð Símans hafa notið velgengni umfram væntingar en kostnaðaraðhald verði áfram í forgrunni rekstrar Símans. Stöðugildum hafi fækkað um fjörutíu milli ára og megi reikna með svipaðri breytingu á næsta ári. Tekjur Símans voru 7,1 milljarður króna á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um tæp tvö prósent á milli ára að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Orri Hauksson forstjóri segir fyrirtækið sátt en ófyrirséðir atburðir hafi verið fáir. Meðalverð þokist upp á einstaklingsmarkaði eftir margra ára tímabil skarpra lækkana. Enn sjái þó ekki fyrir endann á verðþrýstingi á fyrirtækjamarkaði. Góður tekjuvöxtur sé í sjónvarpsrekstri milli ára.Aldreifing ekki gengið sem skyldi „Síminn Sport hefur notið velgengni umfram væntingar frá því varan fór í loftið á miðjum þriðja fjórðungi. Vel hefur til dæmis gengið að semja um dreifingu vörunnar yfir öll fjarskipta- og sjónvarpsdreifikerfi landsins,“ segir Orri. Áfram séu góðar væntingar til vörunnar næstu mánuði. Aftur á móti segir Orri að samningar um aldreifingu fyrir Sjónvarp Símans Premium hafi ekki gengið sem skyldi. „Ástæðan er mótstaða Sýnar gegn því að selja aðgang að dreifikerfum í sinni umsjá fyrir Sjónvarp Símans Premium, sem er sú íslenska efnisveita sem langmest er notuð. Síminn verður þannig af möguleikum til aukinnar tekjusköpunar samhliða því að IPTV viðskiptavinir Sýnar hafa ekki möguleika á að kaupa Sjónvarp Símans Premium. Þessi skekkja mun vonandi leiðréttast á næsta ári,“ segir Orri.Sýn sendi frá sér tilkynningu til Kauphallar vegna þess orða forstjórans. Þar sé verulega hallað réttu máli.Nýleg breyting í afstöðu „Staðreynd málsins er sú að Síminn hefur ekki ljáð máls á að dreifa Sjónvarpi Símans Premium (áður tímavél og frelsi á Sjónvarpi Símans) sínu allar götur frá október 2015,“ segir í tilkynningunni. Sú hindrun sé í andstöðu við fjölmiðlalög og staðfest með stjórnvaldssekt á Símann. Nýverið hafi Síminn breytt um afstöðu, Sýn gert tilboð sem Síminn hafi í fyrstu hafnað en svo gengið að. Í millitíðinni hafi borist frummat Samkeppniseftirlitsins en samkvæmt því sé samtvinnun Sjónvarps Símans Premium og Enska boltans í andstöðu við sátt og samkeppnislög. „Með vísan til þessa telur Sýn að beiðni Símans um dreifingu á hinni samtvinnuðu þjónustu ómálefnalega. Eftir sem áður stendur Símanum til boða að dreifa Sjónvarpi Símans Premium á kerfum Sýnar án hinnar ólögmætu samtvinnunar.“Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Samkeppnismál Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
Síminn hagnaðist um 897 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 978 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Forstjóri Símans segir sportstöð Símans hafa notið velgengni umfram væntingar en kostnaðaraðhald verði áfram í forgrunni rekstrar Símans. Stöðugildum hafi fækkað um fjörutíu milli ára og megi reikna með svipaðri breytingu á næsta ári. Tekjur Símans voru 7,1 milljarður króna á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um tæp tvö prósent á milli ára að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Orri Hauksson forstjóri segir fyrirtækið sátt en ófyrirséðir atburðir hafi verið fáir. Meðalverð þokist upp á einstaklingsmarkaði eftir margra ára tímabil skarpra lækkana. Enn sjái þó ekki fyrir endann á verðþrýstingi á fyrirtækjamarkaði. Góður tekjuvöxtur sé í sjónvarpsrekstri milli ára.Aldreifing ekki gengið sem skyldi „Síminn Sport hefur notið velgengni umfram væntingar frá því varan fór í loftið á miðjum þriðja fjórðungi. Vel hefur til dæmis gengið að semja um dreifingu vörunnar yfir öll fjarskipta- og sjónvarpsdreifikerfi landsins,“ segir Orri. Áfram séu góðar væntingar til vörunnar næstu mánuði. Aftur á móti segir Orri að samningar um aldreifingu fyrir Sjónvarp Símans Premium hafi ekki gengið sem skyldi. „Ástæðan er mótstaða Sýnar gegn því að selja aðgang að dreifikerfum í sinni umsjá fyrir Sjónvarp Símans Premium, sem er sú íslenska efnisveita sem langmest er notuð. Síminn verður þannig af möguleikum til aukinnar tekjusköpunar samhliða því að IPTV viðskiptavinir Sýnar hafa ekki möguleika á að kaupa Sjónvarp Símans Premium. Þessi skekkja mun vonandi leiðréttast á næsta ári,“ segir Orri.Sýn sendi frá sér tilkynningu til Kauphallar vegna þess orða forstjórans. Þar sé verulega hallað réttu máli.Nýleg breyting í afstöðu „Staðreynd málsins er sú að Síminn hefur ekki ljáð máls á að dreifa Sjónvarpi Símans Premium (áður tímavél og frelsi á Sjónvarpi Símans) sínu allar götur frá október 2015,“ segir í tilkynningunni. Sú hindrun sé í andstöðu við fjölmiðlalög og staðfest með stjórnvaldssekt á Símann. Nýverið hafi Síminn breytt um afstöðu, Sýn gert tilboð sem Síminn hafi í fyrstu hafnað en svo gengið að. Í millitíðinni hafi borist frummat Samkeppniseftirlitsins en samkvæmt því sé samtvinnun Sjónvarps Símans Premium og Enska boltans í andstöðu við sátt og samkeppnislög. „Með vísan til þessa telur Sýn að beiðni Símans um dreifingu á hinni samtvinnuðu þjónustu ómálefnalega. Eftir sem áður stendur Símanum til boða að dreifa Sjónvarpi Símans Premium á kerfum Sýnar án hinnar ólögmætu samtvinnunar.“Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Samkeppnismál Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent