Kynbundið ofbeldi á Alþingi Böðvar Jónsson skrifar 28. október 2019 09:00 Það var sannarlega áfall að lesa frétt á forsíðu Fréttablaðsins 18. október sl. Yfirskriftin var „80 prósent verða fyrir ofbeldi“. Þarna er verið að fjalla um kynbundið ofbeldi gagnvart þingkonum á Alþingi Íslendinga samkvæmt nýrri könnun. Niðurstaða könnunarinnar er borin saman við sambærilega, viðamikla könnun á kynbundnu ofbeldi sem gerð var af Alþjóða þingmannasambandinu og fól í sér fjóra þætti: Sálfræðilegt-, kynferðislegt-, líkamlegt- og efnahagslegt ofbeldi. Það sem vakti sérstaka athygli mína í samanburðinum var, að kynferðislega ofbeldið gagnvart þingkonum hér var rúmum 3% hærra og líkamlega ofbeldið rúmum 9% hærra en í evrópskum þjóðþingum. Aðeins í einum þessara ofbeldisþátta skora evrópsk þjóðþing hærra en okkar háttvirta Alþingi, en það var sálfræðilega ofbeldið sem hjá þeim reyndist 85% á móti 80 prósentum hér. Það er sárt til þess að vita að komið er fram við konur sem starfa á Alþingi með svo ámælisverðum hætti að dökkur skuggi siðleysis falli á þessa stofnun. Hugmyndir um eflingu mannréttinda og jafnræði kynjanna eru óaðskiljanlegar átakinu gegn kynbundnu ofbeldi. Konur búa enn við bág kjör í mörgum þjóðfélögum þar sem hefðbundin forréttindi karla eru varin af fullri hörku. Yngstu trúarbrögð heims, bahaí trúin, hefur ekki farið varhluta af þessu harðræði, en hún boðar meðal annars jafnrétti karla og kvenna og leggur áherslu á að konur komist til jafnrar forystu á við karla á öllum sviðum mannlífsins. Íranska skáldkonan og bahaíinn Tahirih, fyrsti þekkti píslarvottur kvenréttindabaráttunnar og fyrsta konan í íslömsku samfélagi sem felldi blæjuna opinberlega til að boða hin nýju viðhorf trúar sinnar, var líflátin í almenningsgarði í Teheran árið 1852. Sagt er að hennar síðustu orð hafi verið þessi: „Þið getið tekið mig af lífi hvenær sem ykkur þóknast, en þið getið ekki stöðvað sókn kvenna til frjálsræðis.“ Síðan þá hafa konur um allan heim svo sannarlega risið upp, krafist réttar síns og óumdeilanlega sýnt getu sína á öllum sviðum mannlegs lífs. Hvað þurfa þær að gera meira? Ekkert, það sem á vantar er hugarfarsbreyting og aukinn siðferðisþroski meðal þeirra manna sem leyfa sér að lítillækka konur, koma í veg fyrir að þær njóti sannmælis og beita þær ofbeldi með einum eða öðrum hætti.Höfundur er lyfjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Það var sannarlega áfall að lesa frétt á forsíðu Fréttablaðsins 18. október sl. Yfirskriftin var „80 prósent verða fyrir ofbeldi“. Þarna er verið að fjalla um kynbundið ofbeldi gagnvart þingkonum á Alþingi Íslendinga samkvæmt nýrri könnun. Niðurstaða könnunarinnar er borin saman við sambærilega, viðamikla könnun á kynbundnu ofbeldi sem gerð var af Alþjóða þingmannasambandinu og fól í sér fjóra þætti: Sálfræðilegt-, kynferðislegt-, líkamlegt- og efnahagslegt ofbeldi. Það sem vakti sérstaka athygli mína í samanburðinum var, að kynferðislega ofbeldið gagnvart þingkonum hér var rúmum 3% hærra og líkamlega ofbeldið rúmum 9% hærra en í evrópskum þjóðþingum. Aðeins í einum þessara ofbeldisþátta skora evrópsk þjóðþing hærra en okkar háttvirta Alþingi, en það var sálfræðilega ofbeldið sem hjá þeim reyndist 85% á móti 80 prósentum hér. Það er sárt til þess að vita að komið er fram við konur sem starfa á Alþingi með svo ámælisverðum hætti að dökkur skuggi siðleysis falli á þessa stofnun. Hugmyndir um eflingu mannréttinda og jafnræði kynjanna eru óaðskiljanlegar átakinu gegn kynbundnu ofbeldi. Konur búa enn við bág kjör í mörgum þjóðfélögum þar sem hefðbundin forréttindi karla eru varin af fullri hörku. Yngstu trúarbrögð heims, bahaí trúin, hefur ekki farið varhluta af þessu harðræði, en hún boðar meðal annars jafnrétti karla og kvenna og leggur áherslu á að konur komist til jafnrar forystu á við karla á öllum sviðum mannlífsins. Íranska skáldkonan og bahaíinn Tahirih, fyrsti þekkti píslarvottur kvenréttindabaráttunnar og fyrsta konan í íslömsku samfélagi sem felldi blæjuna opinberlega til að boða hin nýju viðhorf trúar sinnar, var líflátin í almenningsgarði í Teheran árið 1852. Sagt er að hennar síðustu orð hafi verið þessi: „Þið getið tekið mig af lífi hvenær sem ykkur þóknast, en þið getið ekki stöðvað sókn kvenna til frjálsræðis.“ Síðan þá hafa konur um allan heim svo sannarlega risið upp, krafist réttar síns og óumdeilanlega sýnt getu sína á öllum sviðum mannlegs lífs. Hvað þurfa þær að gera meira? Ekkert, það sem á vantar er hugarfarsbreyting og aukinn siðferðisþroski meðal þeirra manna sem leyfa sér að lítillækka konur, koma í veg fyrir að þær njóti sannmælis og beita þær ofbeldi með einum eða öðrum hætti.Höfundur er lyfjafræðingur.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun