Íslenskar konur fundu fyrir mestu ógninni inni á landtökusvæði Ísraelsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2019 19:30 Tvær konur sem herlögregla handtók í Palestínu í morgun upplifðu mestu ógnina þegar þeim var sleppt úr haldi inni á svæði ísraelskra landnema. Þær segja landnema og hermenn skipulega trufla palestínska bændur til að koma í veg fyrir að þeir nái uppskeru sinni.Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi og Tinna Eyberg Örlygsdóttir hafa verið í sjálfboðavinnu á vegum Alþjóðafriðarþjónustu kvenna á Vesturbakkanum í þrjár vikur. Þær voru að tína ólífur með bændum í Burin sunnan Nablus ásamt tveimur sjálfboðaliðakonum frá Frakklandi í morgun.„Svo kom þarna landtökumaður og kvartaði undan viðveru okkar. Svo kom herinn og landtökulögregla og okkur var sagt að fara burt frá þessari hlíð og við bara hlýddum því. Okkur var sagt að við værum á hernaðarlega lokuðu svæði,“ segir Björk.Þetta hafi komið þeim á óvart þar sem hópur frá friðarþjónustunni hafi verið óáreittur á sama stað í gær. Björk og Tinna voru við störf í grennd við Burin á Vesturbakkanum.Vísir/GrafíkBjörk og Tinna neituðu að afhenda vegabréf sín en afhentu ökuskírteini og voru þá handteknar og hafðar í haldi í um þrjár klukkustundir í landtökubænum Ariel og ræðismanni Íslands á svæðinu meinað að tala við þær.Ísraelskir landtökumenn, oft með aðstoð hersins, beita ýmsum brögðum og ofbeldi til að koma í veg fyrir uppskeru palestínskra bænda. En samkvæmt ísraelskum lögum geta þeir yfirtekið land ef ekki hefur verið uppskera á því í tiltekinn tíma.Björk og Tinna hafa verið við sjálfboðaliðastörf í Palestínu. Hér er Björk með Öddu Guðrúnu Gylfadóttur.Mynd/AðsendÞú varðst vitni að svona skemmdarverkum?„Já í síðustu viku urðum við vitni að því þegar þúsund ólífutré voru brennd. það var mjög stórt svæði og landnemar, um þrjátíu menn, réðust að hópi sjálfboðaliða og bænda.“Sjö manns hafi særst í þeim árásum segir Björk en þetta er fimmta haustið hennar á þessu svæði.Björk er á heimleið en Tinna verður á svæðinu í mánuð til viðbótar.„Okkur var sagt í dag á lögreglustöðinni að ef við látum sjá okkur aftur á sama stað þá yrðum við handteknar og væntanlega vísað úr landi,“ segir Tinna.Lögreglustöðin er í Ariel inni á landnemasvæðunum sem eru tuttugu og fjögur og umlykja átján palestínsk þorp miðsvæðis á Vesturbakkanum.„Mér fannst það mest ógnvekjandi þegar við vorum látnar lausar. Það var augljóst að við vorum í ólífufötum og með bakpoka á bakinu. Maður fann svona fyrir ógnvekjandi augnaráði frá vegfarendum,“ segir Björk Vilhelmsdóttir sem hafði aldrei áður komið inn á landtökusvæði.Vesturbakkinn.Vísir/Grafík. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Björk ítrekað orðið vitni að ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum Björk Vilhelmsdóttir var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. 23. október 2019 12:29 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Tvær konur sem herlögregla handtók í Palestínu í morgun upplifðu mestu ógnina þegar þeim var sleppt úr haldi inni á svæði ísraelskra landnema. Þær segja landnema og hermenn skipulega trufla palestínska bændur til að koma í veg fyrir að þeir nái uppskeru sinni.Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi og Tinna Eyberg Örlygsdóttir hafa verið í sjálfboðavinnu á vegum Alþjóðafriðarþjónustu kvenna á Vesturbakkanum í þrjár vikur. Þær voru að tína ólífur með bændum í Burin sunnan Nablus ásamt tveimur sjálfboðaliðakonum frá Frakklandi í morgun.„Svo kom þarna landtökumaður og kvartaði undan viðveru okkar. Svo kom herinn og landtökulögregla og okkur var sagt að fara burt frá þessari hlíð og við bara hlýddum því. Okkur var sagt að við værum á hernaðarlega lokuðu svæði,“ segir Björk.Þetta hafi komið þeim á óvart þar sem hópur frá friðarþjónustunni hafi verið óáreittur á sama stað í gær. Björk og Tinna voru við störf í grennd við Burin á Vesturbakkanum.Vísir/GrafíkBjörk og Tinna neituðu að afhenda vegabréf sín en afhentu ökuskírteini og voru þá handteknar og hafðar í haldi í um þrjár klukkustundir í landtökubænum Ariel og ræðismanni Íslands á svæðinu meinað að tala við þær.Ísraelskir landtökumenn, oft með aðstoð hersins, beita ýmsum brögðum og ofbeldi til að koma í veg fyrir uppskeru palestínskra bænda. En samkvæmt ísraelskum lögum geta þeir yfirtekið land ef ekki hefur verið uppskera á því í tiltekinn tíma.Björk og Tinna hafa verið við sjálfboðaliðastörf í Palestínu. Hér er Björk með Öddu Guðrúnu Gylfadóttur.Mynd/AðsendÞú varðst vitni að svona skemmdarverkum?„Já í síðustu viku urðum við vitni að því þegar þúsund ólífutré voru brennd. það var mjög stórt svæði og landnemar, um þrjátíu menn, réðust að hópi sjálfboðaliða og bænda.“Sjö manns hafi særst í þeim árásum segir Björk en þetta er fimmta haustið hennar á þessu svæði.Björk er á heimleið en Tinna verður á svæðinu í mánuð til viðbótar.„Okkur var sagt í dag á lögreglustöðinni að ef við látum sjá okkur aftur á sama stað þá yrðum við handteknar og væntanlega vísað úr landi,“ segir Tinna.Lögreglustöðin er í Ariel inni á landnemasvæðunum sem eru tuttugu og fjögur og umlykja átján palestínsk þorp miðsvæðis á Vesturbakkanum.„Mér fannst það mest ógnvekjandi þegar við vorum látnar lausar. Það var augljóst að við vorum í ólífufötum og með bakpoka á bakinu. Maður fann svona fyrir ógnvekjandi augnaráði frá vegfarendum,“ segir Björk Vilhelmsdóttir sem hafði aldrei áður komið inn á landtökusvæði.Vesturbakkinn.Vísir/Grafík.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Björk ítrekað orðið vitni að ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum Björk Vilhelmsdóttir var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. 23. október 2019 12:29 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Björk ítrekað orðið vitni að ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum Björk Vilhelmsdóttir var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. 23. október 2019 12:29