Barn síns tíma Helgi Vífill Júlíusson skrifar 23. október 2019 07:00 Þak á aflaheimildir sjávarútvegsfyrirtækja er barn síns tíma og er til þess fallið að draga úr slagkrafti lítillar fiskveiðiþjóðar. Það er æskilegt að afnema það. Takist ekki að ná sátt um það er mikilvægt að hækka þakið. Vafalaust var þakið mikilvægur þáttur í að ná sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið sem gerbreytti lífsgæðum á Íslandi. Útgerðir voru minni og því batt löggjafinn ekki hendur þeirra í reynd á þeim tíma. Þakið, sem miðast við tólf prósent af aflahlutdeild allra tegunda, kom því ekki að sök fyrst um sinn. Nú er svo komið að Brim er komið yfir þakið eftir kaup á tveimur útgerðum. Við það tilefni eiga stjórnmálamenn að sýna þor og sníða vankanta af kerfinu. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru fremur lítil á alþjóðlegan mælikvarða. Jafnvel Brim, sem hefur lengi verið við leyfilegt hámark, væri ekki á meðal stærstu útgerða í Noregi. Sjávarútvegur er eina atvinnugrein landsins sem skarar fram úr á heimsvísu. Engu að síður hafa stjórnmálamenn ekki leitað leiða til að lyfta henni upp í von um æ betri árangur heldur þess í stað lagt stein í götu hennar með hærri sköttum en þekkist annars staðar og hneppt hana í þá fjötra að fyrirtækin mega ekki verða tiltölulega stór. Um 98 prósent af sölu sjávarútvegsfyrirtækja er erlendis. Þau eiga því nær eingöngu í alþjóðlegri samkeppni. Við þær aðstæður geta stjórnmálamenn ekki leyft sér að haga sér með þessum hætti. Skattheimtan og kvótaþakið er í raun uppskrift að hnignun atvinnuvegarins. Það er ekki sjálfgefið að íslenskur sjávarútvegur verði í fremstu röð þegar fram í sækir. En velgengni hans er mikilvæg fyrir þjóðarbúið. Það er mikilvægt að fagna aukinni hagkvæmni en ekki að lifa í sífelldum ótta við samþjöppun. Hagkvæmur og verðmætur útflutningur er lykillinn að góðum lífsgæðum. Útgerðir verða að fá að bregðast við breyttum aðstæðum. Það þarf ekki að vera landi og þjóð fyrir bestu að kvótaeign sé of dreifð. Það kann að draga úr getu fyrirtækjanna til að keppa á heimssviðinu. Fari svo myndi það leiða til þess að útgerðir geti ekki greitt jafn há laun, fjárfesti í minni mæli í tækni sem bitna mun á þekkingarsamfélaginu hér á landi, hagnaður mun dragast saman og skattgreiðslur minnka. Hnignun fyrirtækja og jafnvel atvinnuvega er oft nær en mann grunar. Það er ekkert sjálfgefið í viðskiptum. Þess vegna verður ríkisvaldið að huga betur að fjöregginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Sjávarútvegur Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Þak á aflaheimildir sjávarútvegsfyrirtækja er barn síns tíma og er til þess fallið að draga úr slagkrafti lítillar fiskveiðiþjóðar. Það er æskilegt að afnema það. Takist ekki að ná sátt um það er mikilvægt að hækka þakið. Vafalaust var þakið mikilvægur þáttur í að ná sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið sem gerbreytti lífsgæðum á Íslandi. Útgerðir voru minni og því batt löggjafinn ekki hendur þeirra í reynd á þeim tíma. Þakið, sem miðast við tólf prósent af aflahlutdeild allra tegunda, kom því ekki að sök fyrst um sinn. Nú er svo komið að Brim er komið yfir þakið eftir kaup á tveimur útgerðum. Við það tilefni eiga stjórnmálamenn að sýna þor og sníða vankanta af kerfinu. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru fremur lítil á alþjóðlegan mælikvarða. Jafnvel Brim, sem hefur lengi verið við leyfilegt hámark, væri ekki á meðal stærstu útgerða í Noregi. Sjávarútvegur er eina atvinnugrein landsins sem skarar fram úr á heimsvísu. Engu að síður hafa stjórnmálamenn ekki leitað leiða til að lyfta henni upp í von um æ betri árangur heldur þess í stað lagt stein í götu hennar með hærri sköttum en þekkist annars staðar og hneppt hana í þá fjötra að fyrirtækin mega ekki verða tiltölulega stór. Um 98 prósent af sölu sjávarútvegsfyrirtækja er erlendis. Þau eiga því nær eingöngu í alþjóðlegri samkeppni. Við þær aðstæður geta stjórnmálamenn ekki leyft sér að haga sér með þessum hætti. Skattheimtan og kvótaþakið er í raun uppskrift að hnignun atvinnuvegarins. Það er ekki sjálfgefið að íslenskur sjávarútvegur verði í fremstu röð þegar fram í sækir. En velgengni hans er mikilvæg fyrir þjóðarbúið. Það er mikilvægt að fagna aukinni hagkvæmni en ekki að lifa í sífelldum ótta við samþjöppun. Hagkvæmur og verðmætur útflutningur er lykillinn að góðum lífsgæðum. Útgerðir verða að fá að bregðast við breyttum aðstæðum. Það þarf ekki að vera landi og þjóð fyrir bestu að kvótaeign sé of dreifð. Það kann að draga úr getu fyrirtækjanna til að keppa á heimssviðinu. Fari svo myndi það leiða til þess að útgerðir geti ekki greitt jafn há laun, fjárfesti í minni mæli í tækni sem bitna mun á þekkingarsamfélaginu hér á landi, hagnaður mun dragast saman og skattgreiðslur minnka. Hnignun fyrirtækja og jafnvel atvinnuvega er oft nær en mann grunar. Það er ekkert sjálfgefið í viðskiptum. Þess vegna verður ríkisvaldið að huga betur að fjöregginu.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun